Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 13

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 13
þótt sjálfsagt, að konan víki fyrir karlmanninum, ef aðeins annað þeirra hefur getað stundað nám. En mín skoðun er sú, að kona ætti að geta gegnt forystuhlutverki hvar sem er og við hvað sem er, og sú hlýtur þróunin að verða smám saman, að kvenfólk verði i raun jafn áhrifamikið og karlmenn. Rauð- sokkur hafa, hvað þetta snertir, haft mjög góð áhrif, sem flýtt hafa fyrir framvindu mála, þó svo að enn sé langt í land. En það sem alvarlegast er, að meinsemdin liggur ekki eingöngu hjá karlmönnum. Það er ekki svo, að þeir, með frekju og yfirgangi, kúgi kvenmanninn til undirgefni. Nei, kvenfólk á ekki síður sök á því, að málum er þannig háttað, sem áður greindi. Og má því kannski segja að meinsemdin sé uppeldislegs eðlis. Alltof margar stúlkur hafa haft þær hugmyndir, að þær skyldu eingöngu búa sig undir að gegna heimilisstörfum, þar sem heimilið væri undantekn- ingarlaust þeirra vettvangur, þeirra heimur. Sem betur fer held ég að þetta viðhorf sé að breytast, a.m.k. fmn ég það á sjálfri mér og mínum kunningj- um. Einnig ber það þessu sama vitni, hversu aðsóknin að húsmæðraskólunum hefur minnkað stórkostlega núna síðustu tvö til þrjú árin. Til þess að auka þátttöku kvenna í félagsmálum og flýta fyrir þeirri hugarfarsbreytingu, sem miðar að því að gera konuna jafnréttháa karlmanninum, þarf margt að koma til. Fjölga verður barnaheimilum, sjá verður til þess að lögum um launajafnrétti sé fram- fylgt o.s.frv. Ég vil þó á engan hátt kasta rýrð á starf húsmóður- innar, það er vissulega mikilsvert og á fyllsta rétt á sér. Ef stúlkur hafa á því áhuga, eiga þær vissulega að helga sig því starfi. En það hugarfar, sem ég vil að verði ríkjandi er, að það sé ekki fyrirfram ákveðið af fólki og aðstæðum í þjóðfélaginu, að stúlka skuli verða húsmóðir og helzt ekkert annað. — En yrði það ekki röskun á undirstöðu þjóð- félagsins, ef hinni fornu verkaskiptingu milli karls og konu yrði varpað á dyr? ,,Vissulega á húsmódurstarfid rétt á sér, en . . ." — Ég held nú að hinni fornu verkaskiptingu milli karls og konu verði ekki svo auðveldlega varpað á dyr. — Og vita þá flestir við hvað er átt. — En hitt er annað mál að með rás tímans er breyting óum- flýjanleg í þá átt, að hæfileikar beggja kynja fái að njóta sín. Samræður um þetta mál og fjölmörg önnur héldu áfram fram eftir kvöldi, en mál er að þessu ljúki. Það skal tekið fram að blaðamaðurinn mun seint gleyma þessu kvöldi, ekki sízt vegna rjómatertunnar og ann- arra góðgjörða, sem honum voru veittar. rbj. 13

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.