Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 14

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 14
í síðasta blaði var lítillega drepið á framhalds- námið útfrá samþykkt menntamálanefndar Stúdenta- ráðs Háskólans. Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hvað er á döfinni í því efni. Við snerum okkur því til sr. Guðmundar, skólastjóra i Bifröst, og er það sem hér fer á eftir byggt á því samtali. Það skal þó skýrt tekið fram í upphafi að enn er flest í lausu lofti sem viðkemur málinu og það sem sagt verður hér er því að mestu leyti vangaveltur um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Undanfarið hefur starfað níu manna nefnd sem er skipuð tveim fulltrúum frá Samvinnuskólanum, fjórum fulltrúum frá Verzlunarskólanum og Verzl- unarráði og þrem frá menntamálaráðuneytinu. Er nefndin undir forsæti Birgis Thorlacíus, ráðuneytis- stjóra. Fyrir nokkru óskaði Samband ísl. sveitarfélaga eftir að fá að skipa einn fulltrúa í nefndina og var það veitt svo nú er þarna tíu manna hópur. Hlutverk nefndarinnar er að kanna verzlunar- fræðslu í landinu og vinna úr þeim gögnum sem hún aflar sér frumvarp til laga um verzlunarmenntun. Er fyrirsjáanlegt að slík lög verða sett, sem í sjálfu sér er mikill áfangi, því engin lög eru til um þetta efni. Starf nefndarinnar hefur að vísu legið niðri í haust vegna fjarveru formanns hennar af landinu og hinn nýi menntamálaráðherra hefur ekki enn getað sett sig inn í málið sökum tímaskorts. Aftur á móti hefur undirnefnd starfað með þeim sr. Guðmundi Sveinssyni, dr. Jóni Gíslasyni og Indriða Þorlákssyni. Á vegum þessarar undirnefndar var gerð könnun sem þeir Baldur Sveinsson, kennari við Verzlunarskólanum og Hrafn Magnússon, kennari við Samvinnuskólann önnuðust. Þessi könnun beindist að söfnun gagna um ástand verzlunarfræðslunnar í dag og menntun þess fólks sem við þau störf vinnur. Könnunin var í þrem liðum sem beindust að einka- rekstri, samvinnurekstri og opinberum fyrirtækjum eða ríkis- og sveitarfélögum. Lokið er við könnun inn- an samvinnuhreyfingarinnar og einnig innan einka- rekstursins þar sem gagna var aflað ýmist frá stórum Framhaldsnám eða smáum fyrirtækjum og reynt á þann hátt að fá þverskurð af ástandinu frekar en heildarmynd. Könn- un hjá opinberum fyrirtækjum er hins vegar ekki lokið enn, m. a. vegna mikilla anna hjá þeim aðiljum við gerð íjárlagafrumvarpsins en áætlað að í næsta mánuði liggi niðurstöður fyrir. Er hér um að ræða óhemju mikið magn upplýsinga sem unnið er í skýrslu- vélum. Undirnefndin mun síðan draga þessar upp- lýsingar saman í aðalatriði og leggja niðurstöðurnar fyrir aðalnefndina. Helzti þröskuldur á veginum til þessa er hve öll undirbygging undir verzlunarmenntun er litil eða nánast engin, og því óhægt um vik að móta raunsæar hugmyndir fyrr en grunnskólafrumvarpið er orðið að lögum. Að vísu má búast við að það verði innan skamms, og ár til eða frá skipti minnstu máli. Um hug- myndir þær sem liggja að baki grunnskólafrumvarp- inu eru sennilega flestir sammála en andstaða sú sem orðið hefur vart gegn því beinist fyrst og fremst að fjármögnun, því sveitarfélögum finnast þau nú þegar leggja sinn skerf fram til menntamála og eru ekki fús að taka á sig aukin útgjöld. Fullvíst er að landsprófið verði lagt niður og sömu- leiðis gagnfræðapróf en eftir níu ára grunnskóla komi grunnskólapróf sem allir taki við 16 ára aldur og þá taki við tveggja ára framhaldsdeild sem miði að undir- búningi undir sérnám. Er líklegt að héraðsskólarnir og efstu bekkir gagnfræðaskólanna falli inn í kerfið á því stigi. Þetta framhaldsnám yrði nokkuð almenn menntun sem á síðara vetri beindist að sérgreinum án þess þó að binda nemendur um of. Að því loknu kæmu svo hinir ýmsu sérskólar og myndu verzlunar- 14

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.