Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 15

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 15
og Samvinnuskólinn falla undir þann flokk. Leiðir þá í rauninni af sjálfu sér að eftir tveggja til þriggja ára nám í sérskóla lægi leiðin í háskólann fyrir þá sem þess óskuðu. Myndi þá opnast braut fyrir fólk með verzlunarmenntun í lögfræði og viðskiptafræði. Um frekari valkostu yrði vart að ræða enda veitti hver sérskóli aðeins möguleika á frekari námi í á- kveðinni deild háskólans, líkt og undanfarið hefur verið með skiptingu menntaskólanna í stærðfræði- og máladeildir, sem hvor um sig veita aðeins aðgang að ákveðnum háskóladeildum. Grunnskólafrumvarp okkar er að miklu leyti sniðið eftir danskri löggjöf. Verzlunarfræðslan er hinsvegar með mismunandi móti á Norðurlöndum. Svíar ganga einna lengst en þar eru eingöngu ríkisskólar, í Noregi er þetta blandað og eru verzlunarskólar þar jöfnum höndum ríkis- og einkaskólar með þeim ákvæðum að einkaskólar fá ríkisstyrk að svo miklu leyti sem fræðsla þeirra fellur undir hina almennu fræðslu- löggjöf. Ef skólarnir aftur á móti eru með námskeið eða veita kennslu í námsgreinum utan við reglugerð- ina verða þeir að standa straum af þeim kostnaði Lagasmiðurinn, tekstahöfundurinn, málarinn, í fáum orðum sagt: Jóhann G. Jóhannsson hefur orðið fyrstur Bifrastarmanna sem lætur á markað eftir- prentun á málverki. Þetta er mynd af poppstjörn- unni sálugu Jimmí Hendrix í eðlilegum litum (lit- ríkur persónuleiki) og fæst hjá málaranum á Kr. 2.000.— og er takmarkað upplag. sjálfir. Loks eru Danir en þar eru verzlunarskólarnir sjálfseignarstofnanir með hin ýmsu verzlunarsamtök að bakhjarli sem greiða 1/6 af rekstararkostnaði en ríkið greiðir 5/6. Fullvist má telja að hérlendis verði eitthvert þess- ara þriggja skipulaga fyrir valinu, enda hæpið fyrir okkur að fitja upp á heimatilbúnu fjórða kerfi. Að mörgu leyti væri eðlilegast að taka upp danska kerfið ekki síst þar sem undirstöðumenntunin verður sniðin eftir þeirra skipulagi og til Dana höfum við sótt ýmis góð ráð um árin. Af þessu sést að um margt er að ræða við skipu- lagningu verzlunarfræðslunnar og mikið starf fyrir höndum áður en málið verður til lykta leitt. Að undir- búa slíka löggjöf frá grunni er mikið nákvæmnis- og þolinmæðisverk en á næstu misserum gefast væntan- lega svör við þeim fjölmörgu spurningum sem risið hafa. Að lokum væri gaman að líta á fjármögnun verzl- unarskólanna í dag. Rekstur staðarins að Bifröst kostar á þessu ári um 6 milljónir og þar af er styrkur af núgildandi fjárlögum sautján hundruð og fimmtiu þúsund. Verzlunarskólinn fær á fjárlögum 11 milljónir og að auki frá Reykjavíkurborg 4,9 milljónir en engan styrk frá verzlunarsamtökunum. Niðurstaðan er því sú að Verzlunarskólinn fær hærri styrk á Hvern nemanda en Samvinnuskólinn. Á þessum skólum er þó reginmunur þar sem Verzlunarskólinn er tví- settur heimangönguskóli en Samvinnuskólinn er ein- settur heimavistarskóli. Þessi munur kemur enn frekar í ljós þegar litið er á húsnæðið upp í Bifröst sem fer undir nemendabústaði og aðstöðu mötuneytis í sam- anburði við kennslurýmið. Vonir standa þó til að þetta misrétti milli skólanna verði lagað á næstunni. Hermes þakkar sr. Guðmundi, skólastjóra, fyrir hans góðu og greiðu svör og vonar að þessir punktar svali forvitni einhverra um þetta efni. Verður gaman að fylgjast með hver þróunin verður og mun Hermes leitast við að fræða lesendur sína um gang mála, eftir því sem unnt er. 15

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.