Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 20

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 20
Ég er úr hópi tilraunadýranna, segir Ragnar Gunnarsson sem út- skrifaðist árið 1957 og rekur nú heildverzlunina Andvara að Smiðjustíg 4. Það leiddi af sjálfu sér að skólinn mótaðist mjög af okkur fyrstu nemendunum og þær siðvenjur sem sköpuðust í okkar tíð, sumar þeirra óviljandi, eru margar við lýði enn í dag. Sú þróun sem mér sýnist að sé að verða nú, að fólk komi yngra í Bifröst, tel ég ekki til bóta nema síður sé, því ég held að nemend- ur þurfi að vera komnir nær tvítugu til að geta fullkomlega til- einkað sér það nám sem Samvinnuskólinn býður. Nú, eftir að ég útskrifaðist úr Bifröst var ég um tíma við Kaup- félag Borgfirðinga, síðan eitt ár í Englandi, bæði í Manchester og London og svo í sjö ár í Landsbankanum. Þessa heildverzlun gerði ég svo að aðalstarfi árið 1966 en var áður byrjaður að fikta við þetta. Að stofna svona fyrirtæki kostar mikla vinnu og fyrirhöfn. Að treysta á fjármögnun í bönkum er ekki hægt, þeir eru mjög tregir að lána til svona rekstrar og þá aðeins í litlum mæli. Hinsvegar eru engin vandkvæði á að fá umboð fyrir erlendar vörur. Það er meiri vandi að velja og hafna. Þó vara seljist vel úti, er ekki víst að hún falli Islendingum í geð. Þessvegna verður að kynna sér markaðinn, athuga hvað er til sambærilegt og síðan, ef álitlegt er, að prófa markaðinn í smáum stíl. Eins er það mikið atriði að koma með vöruna á réttum tíma því vika til eða frá getur skipt sköpum með sölu. Ég er líka með mjög árstíðabundnar vörur, aðallega vörur fyrir bóka- og ritfangaverzlanir og ýmsar gjafa- vörur. Einnig viðleguútbúnað og sportvörur. Þessi vara er mjög nákvæm með sölu og verður að hafa vakandi auga með henni og reyna að standa sig í þessari hörðu samkeppni. Erlend fyrirtæki eru yfirleitt nokkuð fús á að veita gjaldfrest, en reglur íslenzkra bankayfirvalda í því efni eru mjög strangar og fyrir fáum árum ríkti mun meira frelsi í viðskiptum með erlenda víxla. Ef menn lenda í vanskilum með vöruvíxla komast þeir á svartan lista og fá ekki lánsheimild í jafnlangan tíma eftir að þeir borguðu upp og vanskilin stóðu. Til smásalanna er svo aftur mestmegnis selt á víxlum sem síðan er reynt að selja í banka, og oft verður að bíða með víxil fram undir gjalddaga eftir því að bankinn kaupi. Er það ekki beint fallið til að auka rekstrarféð. Erlend fyrirtæki átta sig oft ekki á því í fyrstu hvað markaðurinn hér er smár en þegar þau hafa áttað sig á okkar aðstæðum láta þau íslenzka innfiytjendur ekki á neinn hátt njóta verri kjara en innfiytjendur stærri landa. Þeir hugsa sem svo að margt smátt geri eitt stórt og vilja gjarnan vera með á okkar markaði. Hins- vegar finnst þeim margt kyndugt í okkar viðskiptalífi. Má þar nefna tolla sem hérlendis eru yfirleitt fimm sinnum hærri en ann- ars ataðar tíðkast. Á þcim vörum sem ég sel er yfirleitt lágmarks- tollur 50% og algengt að hann sé 100%. Erlendis fer tollur yfir- leitt ekki yfir 10%. Öruggt ráð til að koma erlendum viðskiptavinum til að hlæja er að segja þeim frá álagningarreglum íslenzka verðlagseftirlits- ins. Þeim finnast þær fráleitar. Þessar reglur bjóða heldur ekki upp á að gera hagkvæm innkaup né auka þjónustu. Ég vil meina að frjálsari álagningarreglur kæmu neytandanum fijótlega til góða. Og á mínu sviði er samkeppnin það hörð að engin hætta er á að menn létu freistast til að notfæra sér slíkt frelsi á ósæmi- legan hátt. Árið 1963 útskrifaðist Jón Rafnar Jónsson úr Samvinnuskólan- um. Nú situr hann í harðviðarklæddri skrifstofu að Strandgötu 11 í Hafnarfirði og viðskiptavinirnir þurfa heldur ekki að kvarta yfir viðurgerningnum á biðstofunni þar sem allskonar tímarit liggja á borðum við hlið mjúkra stóla. Jón Rafnar hóf vinnu hjá Glóbus og fór þaðan til Gunnars Ásgeirssonar, en fiuttist til Hafnarfjarðar 1964 og gerðist þá um- ferðarsali. Hann seldi bækur fyrir Almenna bókafélagið og gekk hús úr húsi með þær og seldi vel. Segir hann þetta hafa verið mjög skemmtilegan tíma. Árið 1968 tók Jón að sér umboð Hagtrygginga í Firðinum. — Hagtrygging veitir allar tryggingar og það er mikið tryggt hjá okkur. Stefna okkar hefur alltaf verið sú að hafa sanngjörn iðgjöld sem tryggðu jafnframt eðlilegan rekstrargrundvöll félag- 20

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.