Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 25

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 25
Heimsókn til Karls Stefánssonar Sjálfsagt hefði ég brugðizt illur við og neitað að taka verkið að mér, ef ég hefði vitað út í hvað ég var að hætta mér, en í sakleysi mínu og fáfræði lét ég undan. Því fór sem fór. Dimmt laugardagskvöld í roki og rigningu þeysti ég í leigubíl til Kópavogs og talaði illa um Guðmund ritstjóra við sjálfan mig alla leiðina. Kalli hafði sagt mér að sumum þætti ekki mjög gott að rata til hýbýla hans, og hann gaf mér leiðarlýsingu, sem ég lagði mjög lauslega á minnið. Lét ég nægja að segja bilstjóranum að aka sem leið lægi að Nýbílavegi 8, og treysti á að hann myndi bjarga sér og mér á leiðarenda. Kæruleysi í ferðalögum að vetrarlagi hefnir sín gjarnan, og svo fór einnig nú. Bílstjórinn stöðvaði tæki sitt, góndi í allar áttir eins og fáviti og spurði mig svo hvort ég væri viss um að ég vissi hvert ég væri að fara. Ég gafst þá upp og fór að reyna að endurflytja leiðar- lýsingu Karls, og þegar við höfðum ekið aftur á bak drjúgan spotta, verið stöðvaðir einu sinni af lög- reglunni, farið upp vitlausan afleggjara, brölt í ófæru drullusvaði og þjösnazt tvisvar yfir bílastæði sem gert var úr stórgrýti, fundum við loks rétta afleggjarann og rétta húsið, eða nógu líklegt til þess að ég hætti á að sleppa bílnum og leggja fótgangandi út í óviss- una. Á hurðina var kirfilega letrað: Karl Stefánsson, og þegar ég hafði hringt dyrabjöllunni og hurðir lokizt upp stóð Karl Stefánsson þar og bauð mér að ganga inn, og ég held að ég hafi ekki í annan tíma verið fegnari að sjá nokkurn mann. Við gengum til stofu og settumst við að horfa á sjónvarpið. Fyrst voru náttúrlega fréttirnar, nú og svo kom Dísa, og auðvitað þurftum við svo að tala saman um hitt og þetta, sem Hermesi kemur ekkert við. Loks þegar þeir í sjónvarpinu voru farnir að tala við gamlan prest af Snæfellsnesinu, dró ég upp vasa- bók og blýant og varð gáfulegur í framan, önnur heimasætan náði þá í stílabók og ritfæri og fékk föður sínum, stóðum við þá jafnt að vígi og gátum byrjað. Manstu hvenær þú kepptir í fyrsta skipti? — Já, ég man það. Það var á Austurlandsmóti ‘62, nei, ‘61. Það var fyrsta mótið sem ég keppti á, 25

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.