Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 26

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 26
ég hafði aðeins prófað að stökkva innanhúss áður, en ekkert æft og ekki einu sinni séð gaddaskó. Og hvernig gekk? — Það gekk ágætlega. Ég vann þetta og stökk 12.64 eða 12.62 og var geysilega ánægður með það. Og þá hefur náttúrlega verið byrjað að æfa af kappi ? — Nei, ég æfði lítið sem ekkert, en ég fór að koma á mót og keppa og bæta mig smátt og smátt. 13 metrarnir komu árið eftir, þ. e. ‘62 En það er ekki fyrr en ‘63, þegar ég er fluttur til Selfoss, sem ég fer að stunda æfíngar, þó ég hafi kannski aldrei æft í alvöru og af viti. En hvernig er svo þróunin hjá þér í árangrinum? — Það eru þarna 13 metrar ‘62, eins og ég sagði áðan. Nú, ‘64 koma 14 metrar. 15.09 í meðvindi ‘69 og svo loksins löglega yfir 15 metrana í sumar, 15.16. Hvernig æfirðu núna að jafnaði? — Venjulegast æfi ég 4-5 sinnum á viku. Leikfimi og stökk innanhúss og hlaup úti. Sérstaklega er ég duglegur að æfa á vorin. Nú orðið, eftir að Baldurs- hagi komst í gagnið, er hægt að æfa á fullu yfir vetur- inn, áður var engin aðstaða til að gera neitt af viti og maður missti svo og svo mikið úr. Er ekki erfitt fyrir fjölskyldumann að finna tíma til þess að stunda þetta ? — Jú, þetta er auðvitað erfitt að sumu leyti og hver stund notuð, en ég held að það sé kannski á sinn hátt betra að stunda þetta einmitt vegna þess. Maður er í fastara formi og einbeitir sér meira. Þegar maður fer á æfingu þá æfir maður af alvöru. Nú, og svo er annað, sem kannski á sinn þátt í árangri mínum í sumar, ég hef verið að segja til á æfingum hjá Breiðabliki í tvö ár, og þá er ég auðvitað alltaf að sprikla eitthvað. Það er náttúrlega aldrei full- komin æfing, en ansi drjúgt, t. d. í þrekæfingum í strákatímunum, þar get ég alveg verið með. Já, það er mikill áhugi hjá ykkur í Breiðabliki núna. — Blessaður vertu. Við unnum bæði Bikarkeppn- ina og Landsmótið í sumar. Sterkasta frjálsíþrótta- félag á landinu. Ég get nefnt þér dæmi um áhugann. Ég var að segja við þau i fyrra að þau ættu að hlaupa utanhúss, en auðvitað fór enginn að byrja á því útaf fyrir sig, svo í vetur hef ég einn tíma úti og það eru bara ótrúlega margir sem mæta. Við hlaupum hér út um allt og spænum upp sandgryfjur og ófær- ur, og hópurinn fer sístækkandi með hverjum tíma. Þú náðir þínu bezta sæti í sumar, hvað heldurðu að þú eigir von um að bæta þig lengi úr þessu ? — Ég veit það ekki. Ég reikna með því að æfa allavega næsta ár, með það fyrir augum að bæta mig, en úr því býst ég ekki við að bæta mig mikið lengur. Svo væri ég alveg til með það að æfa upp fyrir mót, t. d. landsmót, sem eru mín uppáhaldsmót. Það er alls ekki nauðsynlegt að hætta þegar maður er búinn að ná sínu bezta, bæði er gaman að mörgu í sam- bandi við þetta, og svo hafa menn bara gott af því að vera með. Ég held að menn bæti ekki árangurinn eftir að þeir eru orðnir þrítugir. Við höfum að vísu dæmi um það, eins og Guðmund og Valbjörn, en ég held að það liggi bara í vitlausri og ónógri æfingu á því tímabili sem menn eiga að ná lengst. Þessir menn eru að bæta sig eftir að þeir eru orðnir ríg- fullorðnir, hefðu að öllum líkindum náð ennþá lengra, ef þeir hefðu fengið betri og meiri æfingu á réttum tíma. Enda eru fáir sem æfa rétt hér á landi. Raunverulega ekki nema einn maður sem æfir af 26

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.