Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 27

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 27
Karl ásamt konu sinni Vilborgu ísleifsdóttur og datrum Guðrúnu og Herdísi sem pabbi situr undir. alvöru, það er Erlendur Valdimarsson. Hann æfir hvern einasta dag, eins og menn gera erlendis í hans grein, og er sá eini hér sem hefur von um að ná svipuðum árangri og beztu menn erlendis. Hvaða keppni hefur þér fundizt skemmtilegust? — Ja, ætli það hafi ekki verið landskeppnin við Vestur-Noreg árið 1964. Og hversvegna? — Bæði vegna þess, að þetta var fyrsta lands- keppnin sem ég tók þátt í, og svo vegna þess að ég vann þarna minn fyrsta stórsigur, ef svo mætti segja. Hvaða utanlandsferðir hefurðu farið í sambandi við íþróttirnar ? — Þrisvar. Einu sinni á námskeið og tvisvar til að keppa. Ég fór til Gautaborgar með KR ‘64 og keppti í Gautaborg og þar í nágrenninu, og svo fór ég í landskeppni, eða kannski Norðurlandakeppni í Danmörku »69. Hvernig gekk í Danmörku? — Ætli við segjum ekki að það hafi gengið allvel. Ég stökk 14.88 og vann að minnsta kosti báða Dan- ina. Til hvers eru menn að keppa í íþróttum? — Ég held að það hljóti að vera að þeir séu að þessu, vegna þess að þeir hafa gaman að því. Það er útilokað að menn standi i því að æfa og keppa ár eftir ár sér til leiðinda. Nú svo er ýmiskonar félags- skapur í kringum þetta, sem gaman er að. Og í þriðja lagi er því ekki að neita að metnaður spilar inn í þetta. Það nær enginn árangri án þess að hafa metn- að. Hvernig líður þér í keppni ? — Yfirleitt vel. Ég var taugaóstyrkur til að byrja með en það hefur minnkað mikið með árunum. Ég man t. d. eftir fyrsta mótinu. Austurlandsmótinu ‘61. Ég hafði aldrei keppt áður, eins og ég sagði áðan, en hafði töluverðan áhuga. Það var töluverður á- hugi á þrístökki þarna fyrir austan, eins og þú getur nærri, Villi upp á sitt bezta og þarna úr nágrenninu í þokkabót. Jæja, kennari minn einn, Gunnar Gutt- ormsson, hringdi í mig og sagði mér, að hann ætlaði að fara með mig á Austurlandsmót og láta mig keppa. Nú, hann kom svo og sótti mig um 30 km leið og fór með mig á mótið. Frændi minn sem keppti í hlaupum, lánaði mér skóna sína og voru það fyrstu gaddaskór sem ég komst í tæri við, mörgum númer- um of stórir og skröltu á mér. Fyrstu tvö stökkin voru hræðileg og mér leið voðalega. Til að kóróna allt kom Gunnar til mín þegar ég var að bíða eftir þriðja stökkinu, og spurði mig hvernig gengi. Maður var svo feiminn og vitlaus á þessum árum að engu var líkt, og ég svaraði honum eiginlega engu, en labbaði bara í burtu og tautaði eitthvað óskiljanlegt. Mér fannst nefnilega ég verða að standa mig vel, vegna þeirrar fyrirhafnar sem Gunnar hafði lagt á sig mín vegna, og þess vegna varð ég alveg eins og aumingi þegar hann fór að tala við mig. Þetta blessaðist allt á endanum, en ég gleymdi aldrei hvernig mér leið í L 27

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.