Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 32

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 32
enda fóru konurnar alveg inn í svefnskotin þar sem nærri alltaf er dimmt líka þegar eldaugað er lengst uppi á himninum. „ÚRI BÚRI SKÍTALÚRI ÞORIR EKKI í SNJÓKAST“, var öskrað úti. nú voru þeir tveir sem öskruðu annar með djúpan bassa en hinn með skræka falsetturödd sem endaði setninguna í háðslegum glymjanda. „étið hann sjálfir fiflin ykkar ég veit ekki einu sinni hvað snjókast er“ flissaði úri drýg- indalega út í þögn hellisins og virtist ekki taka glósur þeirra nærri sér. nú gerðist ekkert um hríð. fólkið bærði órólega á sér inni í rökkrinu, en við úri héldum áfram að standa frammi við munnann. hann gleiður með hendur á mjöðmum og beið glottandi eftir næstu atlögu en ég með bakið að veggnum og kross- lagða arma og reyndi að láta eins og mér væri sama hvernig þeir létu. „ÚRI GREYIÐ ER IMPOTENT“ öskruðu týranó- sárarnir. „hvað er að vera impótent pétursson“ tautaði úri. „það er að vera kynferðislega getulaus“ hvíslaði ég á móti. „fyrirgefið herra gáfnaljós“ hvíslaði hann kuldalega „væri yður sama þótt þér notuðuð skiljanlegri orð í þýðingum yðar“. „ókei“ hvæsti ég hærra en áður og hlakkaði í mér við að nota þetta nýja orð hans „að vera kynferðis- lega getulaus eða sem sagt impótent er það sama og að vera ónýtur í tittinum“. innan úr hellinum gall við hár og hæðnislegur hlátur gamla helvítisins og sumar af yngri konunum fliss- uðu. úri varð náfölur af bræði hann sleikti varirnar nokkr- um sinnum síðan þandi hann út bringuna og öskr- aði svo hellirinn nötraði „o étið úldinn mammút með rassgatinu þumals týranósárusaflatlýsnar með siffa og lekanda og flösu og ilsig og kartnögl á hverri tá og hverjum fingri ef þið hafið þá fingur ræfils aumingjans hommavesalingsdrullutuskurnar“. úri hef- ur aldrei fyrr eða síðar haldið slíka ræðu að vísu kannski meirihluti orðanna stolinn úr gömlum ræð- um mínum en flutningurinn var frá honum sjálfum og ákaflega eftirtektarverður sem slikur enda klapp- aði margt af fólkinu. úri stóð líka ennþá gleiðari en áður svo hnakkakertur og sigurviss og virtist bara vera að bíða eftir því að heyra týranósárana leggja á flótta. í staðinn heyrðist falsetturöddin skrækja stríðnislega „NEI SKO HEYRIÐI NÚ HVERNIG HANN GLAMRAR EYSTNALEIFUNUM í GAMLA GELDINGSPUNGNUM SÍNUM“. þetta var siðasti dropinn. úri þoldi ekki meira. hann sneri sér að mér og sagði „jæja séra guðlaugur þú hafðir þá á réttu að standa eftir allt saman vopnlaus og friðsamleg barátta er vonlaus þegar slíkar skepnur eiga í hlut. við verðum að grípa til annarra ráða.“ „vér erum hræddir um að svo sé“ sagði ég. „já“ sagði hann „það er svo. þá tilkynnist hér með að sem foringi fólksins gef ég þér þetta margumbeðna leyfi til að finna upp púðrið og það sem því fylgir“. „ókei boss“ sagði ég. Birgir Marinósson hefur nú fetað í fótspor nokkurra annarra Bifrastarmanna og gefið út bók. Er þetta ljóðabók uppá 100 bls. og heitir „Lausar kvarnir“ Birtast þarna ýmis ljóð hans allt frá skólaárunum til þessa dags. M. a. margar myndir af dægurlagatextum þeim sem Birgir hefur hlotið vinsældir fyrir á undan- förnum árum. Bókin er til sölu hjá höfundi og á rit- stjóraskrifstofu Hermesar. í þessu sambandi má geta þess að á síðasta ári gaf Gunnar Runólfur út ljóðabók og Einar Björgvin hefur látið frá sér fara tvær barnabækur um kappann Hrólf hinn sterka. Fyrir rúmum tíu árum gaf Ragnar Ágústsson út ljóðabók að ógleymdum ferðabókum Dags Þorleifssonar. Sýnir þetta hverjir ágætis andans menn það eru sem nema í samvinnuskólanum og án efa verða fleiri þeirra til þess að auka bókmenntir þjóðarinnar á næstu árum. 32

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.