Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Síða 1

Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Síða 1
Boðberi 2. tbl. - 64. árg. - Maí 1997. Ritstjóri: Þórir Aðalsteinsson. Ábyrgðarm.: Þorgeir B. Hlöðversson Starfsfólk MSKÞ á 40 ára afmœlinu 1987 Mjólkursamlag Á aðalfundi KÞ sem haldinn var 13. apríl sl. kom fram að rekstur Mjólkur- samlags KÞ gekk vel á árinu 1996 og beturen oftast áður. Hagnaðurafstarfseminni nam rúmum 15 milljónum króna sem er með því mesta sem gerst hefur. Er það sérstaklega ánægjulegt nú því samlagið er 50 ára á þessu ári. Aðalfundur KÞ samþykkti að greiða mjólkurffamleiðendum uppbót sem nemur 65 au- rum á lítra, eða alls 4 milljónum króna. Þá samþykkti fundurinn að stj óm KÞ skyldi beita sér fyrir því að KÞ verði fyrst félaga til að greiða bændum sem ffamleiða úrvals mjólk hærra verð. Mjólkursamlagið er traust og gott fyrirtæki og er þessi rekstramiðurstaða kærkomin í þeirri umræðu sem ffam fer um hagræðingu í mjólkuriðnaði. Á aðalfúndi KÞ var samþykkt tillaga um að fela stjóm KÞ að taka upp viðræður við KEA um samvinnu og/eða samruna afurðasölufyrirtækja. Markmið þeirra viðræðna er að ná ffam hagnaði í rekstri afurðastöðvanna sem tryggir hagsmuni bænda í héruðunum. Nú þegar hafa farið ffam viðræður við fulltrúa KEA um ýmsa samvinnu milli félaganna á sem flestum sviðum, ef það er báðum aðilum hagstætt. Þar á meðal um sérhæfingu og verkaskiptingu í afúrðastöðvum og jafnvel samrekstur einstakra sviða. Engar niðurstöður í þeim efnum virðast vera í sjónmáli. Haldið verður uppá 50 ára afmæli samlagsins í október. /þa

x

Boðberi K.Þ.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.