Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 3

Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 3
Uppfærsla upplýsingakerfa Nú er að ljúka fyrri áfanga í endurnýjun og útvíkkun á upplýsingakerfum Kaupfélags Þingeyinga. Allar starfs- stöðvar hafa nú verið nettengdar og vélbúnaður uppfærður. Hafinn er undirbúningur fyrir síðari hluta verkefnisins, þ.e. að uppfæra og samræma hugbúnað. Markmið verkefnisins eru að nýta möguleika upplýsingatækninnar til þess að skapa tæknilegar forsendur fyrir framsækni félagsins á nýjum sviðum ogmörkuðum. Önnur markið verkefnisins eru þessi: 1. Nýta upplýsingatæknina til þess að efla tengsl og virkni við hinn almenna félagsmann. 2. Nýta upplýsingatæknina til þess að þjónusta framleiðendur betur og skapa þeim betra rekstrarumhverfi báðum aðilum til hagsbóta. 3. Gera forsvarsmenn einstakra rekstrareininga ábyrgari fyrirmarkaðssetningu, rekstrarárangri og rekstrarfjármögnun. Um 50 starfsmenn KÞ sóttu stutt tölvunámskeið i vetur 4. Að ná fram hagræði stórrekstrar með rekstri sameiginlegrar 5 árhagsdeildar fyrir KÞ. 5. Að gera stjómskipulag skilvirkara og að auka framleiðni á sem flestum sviðum. Við endurskipulagningu upplýsingamála KÞ er gengið út frá skipulagi þar sem rekstrardeildir KÞ sameinast um miðlæga þjónustududeild á aðalskrifstofu félagsins. Með þessu skipulagi á að ná fram stórrekstrarhagræði, þar sem aðalskrifstofa veitir rekstrareiningum ódýrari og jafhframt betri þjónustu en þær eru færar um hver fyrir sig. Það hagræði sem verið er að sækjast eftir er eftirfarandi: 1. Að lækka stjómunarkostnað á rekstrareiningu. 2. Að gera forsvarsmenn ábyrgari fyrir rekstri sinna deilda. 3. Að stytta boðleiðir og færa ákvarðanatöku meiraútídeildir. 4. Að ná betri samningsstöðu á fjármagnsmarkaði og markvissari fjármálastjóm. 5. Að auka möguleika rekstrardeilda á að nýta sér nútíma upplýsingatækni. MyndþA 3

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.