Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 5

Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 5
Þorgeir ræddi sérstaklega varfæmi í mati eigna í uppgjöri t.d. varðandi hlutabréfin í FH. Hann kynnti tillögu sem lögð verður fyrir fundinn um að greiða mj ólkurbændum uppbót á mjólkurverð. Þorgeir sagði að verið væri að segja sannleikann í uppgjöri Miðbæjar. Tap uppá 22 miljónir væri margra ára vandi. Taka hefði mátt á þessum vanda fyrr og sagðist Þorgeir taka fulla ábyrgð á að eftirlit brást. Mikið áhyggjuefni er stórfellt tap á stórgripaslátrun. Framleiðsludeildir KÞ komu vel út og t.d. varð hagnaður í Brauðgerð 9,8 milljónir króna. Mjög góð afkoma, e.t.v. sú besta frá upphafi, varð í MSKÞ eða hagnaður upp á 15,4 milljónir króna. Þorgeir kynnti stöðu Aldin hf. trjáiðnaðar- fyrirtækis sem KÞ átti frumkvæði að stofna 1995. Fjárfestingin er orðin 82 miljónir króna og viðurkenning kaupenda á gæðum framleiðslunnar hefúr náðst. Búið er að gera samning við T arket AB íSvíþjóð. Að lokum þakkaði Þorgeir starfsfólki og stjómendum vel unnin störf í þágu félagsins og vildi skilgreina það fólk sem "mannauð" fyrirtækisins. 4. Skýrsla endurskoðenda Jón Jónasson félagskjörinn endurskoðandi, flutti skýrslu endurskoðenda. í skýrslu sinni lagði hann áherslu á aðgæslu í allri fjárfestingu hjá félaginu og einnig að allur rekstur á vegum félagsins þyrfti að vera í sífelldri endurskoðun með það að markmiði að bæta rekstur félagsins. Endurskoðandi benti á að of mikil rýmun væri í verslunarrekstri félagsins og þar yrði að bregðast við með auknu eftirliti og bættri vörumeðferð. 5. Skýrsla kjörbréfanefndar ErlingurTeitsson lagði fram ál i t kj örbréfanefhdar. Hann minntist á nokkur atriði sem betur mættu fara varðandi kjörbréfin og til umhugsunar fyrir framtíðina. 107 fúlltrúar áttu sæti á fúndinum en Qöldi þeirra sem mættir vom á fúndinn var mjög óljós. 6. Almennar umræður a) Stefán Skaftason tjáði sig um að hann teldi lítinn árangur hafa náðst í starfí félagsins sl. 5 ár. Hann gagnrýndi uppsetningu reikninga 1996 og taldi hana ekki sýna raunvemlega stöðu félagsins. Hann taldi óviðunandi að hlutabréfaeignin gæfi ekki nema 600 þúsund króna arð. Hann vildi ffekar að hlutabréfm yrðu seld með það að markmiði að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Að lokum sagði Stefán að stuðningur KÞ við atvinnurekstur á svæðinu væri sjálfsagt góðra gjalda verður , en stjómendur félagsins ættu þó að muna að skyldur félagsins væm fyrst og fremst við það sjálft. b) Söm Hólm líst vel á KÞ Esar. Ræddi um Fríðfinnur Hermannsson, Hlifar Karlsson og Jón Helgi Björnsson fylgjast með á fundinum. Á bakviðþá situr Unnsteinn Ingason 5

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.