Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 6

Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 6
verslunarmál, sagði að Kjötiðjan þyrfti að sinna heimamarkaði betur. Ræddi um nautgripaslátrun. Hún taldi að samningur sem Atli Vigfússon hafði forgöngu um fyrir nokkrum árum varðandi flýti- afgreiðslu á kúm með ofháa frumutölu og júgurbólgu væri ekki efndur sem skyldi. Þessu þarf að ráða bót á að hennarmati. c) Sigurður Jónsson sagði ávöxtun eigin fjárKÞ ófúllnægjandi. Að KEA stefndi beint úr leið samvinnumanna. Minntist á stofnsjóð félagsmanna. d) Ragnar Þorsteinsson bar fram efitirfarandi tillögu: Aðalfúndur KÞ haldinn á Húsavík þ. 13. apríl 1997 beinir þeim tilmælum til stj ómar að hún taki nú þegar upp viðræður við KE A um samvinnu og/eða samruna afúrðasölu fyrirtækj anna. Markmið þeirra viðræðna verði að ná fram hagnaði í rekstri þeirra, sem tryggi hagsmuni bænda í héruðunum að þeir fái eignarhald og y firráð y fir afúrðastöð vunum, og þær verði aðskildar frá annarri starfsemi kaupfélaganna. Greinargerð: Ljóst er að fjölskyldutekjur í landbúnaði hafa minnkað verulega undanfarin ár og ekki eru fyrirsjánlegir möguleikar á að afúrðaverð hækki, því verður að leita allra annarra leiðatil að auka þær á annan hátt. Einn þáttur þess er rekstur afurðasölufyrirtækis sem er stór hluti í kostnaðarmyndun búvara, og vinnslukostnaður þeirra í dag er of hár, sem markast m.a. af því að einingamar eru of margar og of stórar m.v. þá nýtingu sem á þeim er. Brýnt er að hefja nú þegar aðgerðir sem miði að því að mjólkurvinnsla í Eyja- firði og S- þingeyj arsýslu verði sameinuð í eitt félag sem hafi að leiðarljósi að tryggja hagsmuni mjólkurframleiðenda á svæðunum. Sama flutningsgjald yrði hjá öllum framleiðendum. Allri sauðQárslátrun hjá KEA á Akureyri verði hætt og það sauðfé sem þar hefúr verið slátrað verði flutt til Húsavíkur. Ef hagkvæmtþykir, verði rekstrarfélög um sláturhús sameinuð. Flutningar verði boðnir út og komið á flutningsjöfnun, þannig að flutningskostnaður bænda á svæðinu verði sá sami. Skoða þarf hvort haghvæmt sé að hætta allri nautgripa og svínaslátrun á Húsavík. Með þessum aðgerðum yrðu til sterk afúrðasölufyrirtæki með góða markaðsstöðu, sem myndu teysta og styrkja verulega landbúnað í héruðunum og gera honum kleift að standa áfram með reisn í ört harðnandi samkeppni frá innlendum sem erlendum afúrðum. Því það er sannarlega ásetningur okkar allra að búa hér áfram um ókomna tíð og halda áfram að framleiða holla og góða matvöm hér eftir sem hingað til. e) Ragnar Jóhann Jónsson útskýrði verðbreytingarfærslu í ársreikningi. Bygg- ingavísitala var notuð en ekki neysluvísitala. f) Ari Teitsson ræddi afkomu félagsins og áburðarviðskipti kornvömdeildar sérstaklega. Sagði ákvarðanir stjómarinnar varðandi rekstur útibúa ekki hafa gengið eftir. Tölvukerfi hefði ekki virkað sem skyldi, né heldur sameiginleg yfirstj óm og innkaup. Ari talaði um stórfellt tap af stórgripaslátrun hjá KÞ. Sagði sláturkostnað hjá KÞ vera hærri enhjá SS 44 kr/kg. hjá SS í nautgripum en 87 kr/kg. hjá KÞ. í gegnum árin hefði þessi munur safnast upp í tugmilljónatap. Hann talaði um innflutning sauðfjárafúrða. Ari lýsti togstreitu síðustu ára innan stjórnar um hver ætti Mj ólkursamlagið. Ari þakkaði þó gott starf með stjóminni síðustu árin og gat þess að hann gæti ekki annríkis vegna haldið þessum störfúm áfram. g) Hálfdán Bjömsson lýsti vonbriðum sínum með rekstrarniðurstöður félagsins og sagði áhyggjuefni fjárhagsstöðu þess. Hann undraðist einnig að greiða þyrfti atkvæði um arðgreiðslur til mjólkurframleiðenda, þar sem hann taldi að það hefði verið gert sl. fostudag (11. apríl) á aðalfúndi MSKÞ. Hann undraðist að ástæða þætti til að gera það einnig á þessum fúndi. Halfdan gerði einnig að umtalsefni afkomu sláturhússins. Ef engin stórgripaslátrun færi fram í húsinu, flyttist aukinn kostnaður yfir á sauðfj árslátrunina. h) V ilhj álmur Jónasson leitaði skýringa á hækkun skrifstofú og tölvukostnaðar. Hann benti m.a.á að þessi hækkun væri mikill sérstaklega ef litið væri á afkomutölur á stórgripaslátrun því þar væm ekki stórkostlegar í samanburði við hækkun á skrifstofúkostnaði. i) Hafliði Jósteinsson tók til máls og sagði að þó 6

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.