Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 7

Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 7
vissulega væri niðurstaða í rekstri félagsins ekki uppörvandi, þá bað hann menn að einblína ekki á það sem miður færi, slík afstaða væri ekki hvatning til að gera betur. j) Jón Sigurðsson gerði að umtalsefni málefni sláturhúss og Mjólkursamlags, og velti upp þeirri spumingu hvort ekki ætti að greiða halla af nautgripaslátrun með hagnaði af mjólkurframleiðslu. k) Halldóra Jónsdóttir talaði um framfarir í framleiðslu matvöru hjá Kjötiðju KÞ og Mjólkursamlagi og aðferðir til að kynna þá framleiðslu. l) Þorgeir kaupfélagsstjóri kom með svör við þeim fyrirspumum sem fúndinum höfðu borist. Hann undirstrikaði að afkoma félagsins væri óviðunandi 1996. - Hann talaði um: - Arð af hlutabréfum - Samanburð á sláturkostnað í SS og KÞ - Kjötumboðið hf. - Uppbyggingu hjá SS. - Samning FH ogKjötiðjuum framleiðslumatvara. - Að fastur kostnaður í sláturhúsi KÞ væri of hár, nýta þyrfti húsið betur. - Matvöruverslun KÞ og sameiginlega yfirstj óm útibúa. - Tillögu um uppbót á mjólkurverð. - Ágreing um eignarhald á MSKÞ. Hækkun kostnaðar s.s. skrifstofúkostnaðar. -Markaðsmál. m) Egill Olgeirsson þakkaði líflegar og málefnalegar umræður um reikninga félagsins og þó vissulega hefðu menn viljað sjá þar betri stöðu, þá væri álit félagsins út á við gott og lánastofnanir bæm fúllt traust til félagsins. Ræddi um uppbyggingu atvinnuvega og stuðning KÞ þar að lútandi. n) Hulda Ragnheiður Árnadóttir gerði að umtalsefni afkomu Miðbæjar og taldi að sú slæma afkoma yrði vonandi lærdómur til að huga betur að því í upphafi hvort þeir er ráðnir væm til að veita forstöðu rekstrareininga á borð við Miðbæ þar sem færi fram margþættur verslunarrekstur, hefðu næga þekkingu til stjómunar. p) Hálfdán Bjömsson kom með svar til Jóns Sigurðssonar í Garði varðandi arðgreiðslur í KÞ. Hann taldi halla í stórgripaslátrun ekki tengjast hagnaði í mjólkurframleiðslu á neinn hátt. q) Ólöf Hallgrímsdóttir ræddi mál útibús í Reykjahlíð. Vildi að þeir bændur sem framleiða úrvalsmjólk á svæðinu fengju umbun. Flutti hún tillögu þar að lútandi. r) Hlífar Karlsson sagði að mjólkursamlagið hefði aldrei verið baggi á kaupfélaginu. Að vömþróun mjólkuriðnaðar og vömvöndun bænda hefðu borið ávöxt. s) Egill Olgeirsson svaraði því sem fram var komið. 7. Kosningar a) 2 stjómarmenn til tveggja ára. Kjörtíma hafa lokið Ari Teitsson og Halldóra Jónsdóttir. Ari Teitsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjómarsetu. Kosningu hlutu: Halldóra Jónsdóttir með 55 atkv. Erlingur Teitsson með 47 atkv. b) 1 stjómarmaður til tveggja ára fyrir Atla Ari TeitssonformaðurBœndasamtakaÍslandsgafekki kost á sér til áframhaldandi setu i stjórn KÞ 7

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.