Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 14

Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 14
standa undir fámennri forréttinda stétt. Ágóða af verslun og annarri starfsemi eiga þau að skila til þeirra semhann skapa, félagsmanna, verða veltufé félagsins og varðveitast í stofnsjóðum eða koma til útborgunar ef vel gengur. Félagið á að vera eign einstaklinganna, eign sem menn leggja i sameiginlegan sjóð þar sem hver á sinn hlut eftir ffamlagi. Lögumsamvinnufélögfrá 1991 staðfestaþennan skilning. í þeim er gert ráð fyrir stofnsjóðum, sem skapast af viðskiptum manna. Sjóðimir skulu verðbættir og vaxtareiknaðir á svipaðan hátt og almennt gerist um sparifé. Aðrir sjóðir, sem lögin gera ráð fyrir em varasj óður sem aldrei má þó verða hærri en sem svarar 25% af stofnsjóði. Hliðstæð ákvæði em í samþykktum KÞ. Þá er líka gert ráð fyrir að stofna megi sjóði t.d. til menningarmála. Þetta virðast mér vera einu "Óskiptanlegu" sjóðimir sem gert er ráð fyrir. Stofnsjóðurinn er skiptanlegur þar á hver sinn hlut eftir ffamlagi, viðskiptum. í lögum um hlutafélög em ákvæði sem koma í veg fyrir að félagið sjálft geti átt nema lítið afhlutabréfúm í félaginu og þá til skamms tíma. í hvomgu þessara félagsforma er gert ráð fyrir stórum "Óskiptanlegum" sjóðum. Löggjafmn virðist líta svo á að ekki sé æskilegt að félögin séu að ráðskast með fjármuni sem ekki em eign ákveðinna einstaklinga. Ein skýring þessa ákvæða gæti verið sú að verið sé að koma í veg fyrir að of mikið fjármagn hlaðist á fárra hendur ánþess að þeirberi beina fjárhagslega ábyrgð. Þótt félagið tapi hafi þeir sitt á þurm. Hvað sem því líður er greinilegt að löggjafmn lítur svo á að ekki sé æskilegt að miklir fjármunir félaga eða fyrirtækja séu án persónulegrar eignar. Samvinnulögin og samþykktir KÞ virðast fara saman við þær hugmyndir sem réðu stefnunni á fyrrihluta aldarinnar. Nú stöndum við frammi fyrir þeirri staðrey nd að mestur hluti eigna félagsins er í sjóði sem enginn veit hver á, félagamir geta ekki lengur bent á sína ákveðnu eign. Það sem áður var einfallt og ljóst, meðan stofnsjóðir vom virkir, og eignir félagsins í reynd eign félagsmanna, er nú orðið flókið mál sem tæplega verður leyst svo ölluni líki. Ráðgjafi ffamtíðamefhdar (J.S.) segir í erindi sem hann flutti á aðlfúndi SÍ S 21.11.96" Við verðum að skipta öllu eigin fé félaganna úr óskiptanlegum varasjóðum inn á stofnsjóðsreikninga félagsmanna". Hann telur að í þessu efni sé "einfaldlega spurt um það hvort menn vilji vera samvinnumenn eða ekki" Emm við þá komirþað langt út af vegi hinnar gömlu samvinnu og því sem samvinnufélög gera ráð fyrir að við náum honum ekki aftur? Vissulega er svo ekki, en stefnunni verður að breyta. Það verður að skapa farveg sem geri mögulegt að hinn "óskiptanlegi" sjóður renni smátt og smátt í stofnsjóði félagsmanna og kaupfélagið verði aftur óumdeilanleg eign félaganna og þeir beri ábyrgð á velferð þess og fr amtíð um leið og þeir efla sinn hag. Miklu skiptir að það sem unnið hefúr verið í þessum málum undanfarið verði nýtt. Mér finnst litlat líkurtil þess að gagnlegar umræður um málið geti farið fram á hefðbundnum deildarfúndum eða aðalfúndi til þess eru þeir ofsetnir af hefðbundnum störfum. Sérstakan almennan fúnd eða fúndi verður að halda þar sem framtíð og stefna KÞ verður eina málið. Vera má að ekki mæti margir á slíka fundi. Það skiptir ekki höfúð máli heldur hitt að almennir félagar fái möguleika til að fylgjast með málum og tækifæri til að láta sína skoðun i ljósi. Ég held að ekki sé vanþörf á að minna menn á hvert hlutverk KÞ hefúr verið og hvert það gæti verið í framtíðinni, ef vel verður að málum staðið. Nú er boltinn hj á stjóm félagsins og á miklu veltur hvemi hún spilar. Égheld að að hennar versti leikur væri að móta tillögur án frekari umfjöllunar, tillögur sem samþykktar yrðu. Jón í Fremstafelli og Guðmundur i Fagranesi stinga saman nefjum. E.Lv. um málefni Kaupfélagsins. 14

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.