Boðberi K.Þ. - 01.09.1997, Blaðsíða 4

Boðberi K.Þ. - 01.09.1997, Blaðsíða 4
Fyrstifjárflutningabíllinn og minnisstœður sláturfjárrekstur Frásögn Þórhalls Jónssonar Lóni. Hinn 24. september 1939 var fénu í Lóni smalað til að taka úr sláturfé. Það sem var óvanalegt við þetta var að vigta átti 60 lömb. Þrjátíu þeirra átti síðan að flytja á bíl til Kópaskers en þrjátíu átti síðan að reka. Þetta áttu að vera tveir samanburðarhópar jafnþungir sem slátra átti í Sláturhúsi Kaupfélags Norður- Þingeyinga á Kópaskeri. Athuga átti hvort féð léttist við reksturinn. Fyrsta daginn var aðeins rekið í V íkingavatn og gist heima um nóttina. Rekstrarmenn voru BjömÁgúst Siguijónsson, Lóni ogég, Þórhallur Jónsson, systursonur hans, 16 ára gamall. Næsta dag var rekið upp í Ásbyrgi. Þetta haust var óvenjugott og mikil blíða þessa daga. Það var svo mikill hiti að þetta er hlýjasti september sem ég hef lifað. Það gerðist ekkert óvenjulegt þennan fyrsta langadag en daginn eftir rákum við að Núpi og gistum þar um nóttina. Þar fréttum við að herflugvél hefði sest á höfnina á Raufarhöfn. Þetta voru mikil ótíðindi og uggur í fólki. Þama var

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.