Boðberi K.Þ. - 01.09.1997, Blaðsíða 8

Boðberi K.Þ. - 01.09.1997, Blaðsíða 8
 Víkingarnir og osturinn. V I þýðingu Hlífars Karlssonar J I nýjasta tölublaði Mjóíkurfrétta, málgagni danska mjólkuriðnaðarins las ég eftirfarandi grein eftir J.M. Buch Kristensen skólameistara á Dalum tekniske skole, þangað sem flestir Islendingar sœkja menntun sina í mjólkurfrœði, og ákvað að snara henni á íslensku, lesendum Boðberans tilfróðleiks og skemmtunar. Það ber að hafa í huga að samkvæmt alþj óðlegum skilgreiningum flokkast íslenska skyrið sem ostur þar sem hleypir er notaður viðframleiðsluna. Steingervingur af900 ára gömlum osti sem fannst á Islandi fyrir 100 árum, sannar að víkingamir voru miklir ostaframleiðendur. Sú hlið á víkingunum sem sneri að matvælavinnslu og að þeir voru í reynd fyrstir Norðurlandabúa til að framleiða ost í háum gæðaflokki hefur ekki farið hátt. Ostur hefur verið framleiddur áNorðurlöndum í 5000 ár, en þróun ostagerðarinnar hófst ekki fyrr en í kringum 900 (e.Kr.) þegar víkingamir á ferðum sínum vítt um Evrópu kynntust tækni og vinnubrögðum sem þeir svo íluttu með sér heim. Á víkingatímanum var mjólk og mj ólkurafurðir mikilvægur þáttur í daglegri neysluNorðurlandabúa. í íslensku fomsögunum kemur fram að víkingamir sem fluttu til íslands kringum 900 fluttu með sér þekkinguna á að vinna ost úr mjólk. Þettarifjaðistupp fyrirmérnýlegaþegarég rakst á meira en 100 ára gamalt vísindakver í bókasafninu hér á Dalum. Kverið er frá 1887 gefiðútafhinuíslenskaFomleifafélagi oghöfimdurinn þekktasti vísindamaður Dana áþessu sviði áþeim tímaprófessor V. Storch í Kaupmannahöfh. Kverið bar þann langa og lýsandi titil, “Efnafræði og smásjárrannsókn á dularfullu efni fundnu við uppgröft, gerðan fyrir hið í slenska F omleifafélag af S igurði V igfussyni á Bergþórshvoli á íslandi þar sem að sögur segja að höfðinginnNjáll, konahans og synir hafí verið brennd inni árið 1011.” Prófessor V. Storch lýsir í riti þessu hvemig hinn íslenski ví sindamaður Sigurður Vigfússon fann dularfullt hvítt efni við uppgröftinn á Bergþórshvoli 1883 - 1885. Þetta dularfulla hvíta efni var sent til rannsóknarstofu Landbúnaðarháskólans í Kaupmannahöfn sem prof. Storch veitti forstöðu og var hann beðinn að rannsaka þessar 900 ára steingerðu leifar. íslensku fræðimennimir höíðu reyndar grun um að hér væri um að ræða leifar af osti í töluverðu magni. í Njáls sögu segir frá því að innilokað reyndi fólkið að slökkva eldinn með my su. Það að menn sky ldu hafa mysu í svo miklum mæli að stöðva mætti með húsbmna bendir t i 1 þess að allmikil ostagerð hafi farið fram á Bergþórshvoliáþessumtíma. í nokkrum af íslensku fomsögunum eins og Sturlungu og Biskupasögunum segir frá því að á íslenskum höfuðbólum til foma voru tunnur með mysu s vo stórar að stálpuð böm gátu hæglega dmkknað í þeim. Það kemur einnig fram að búfé bæði nautgripum og sauðfé, fjölgaði ört eílir landnám. V eigamesta ástæðan var sú að mjög erfið skilyrði vom til komræktar vegna legu landsins. Brauð var 8

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.