Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Side 3

Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Side 3
Ostadagar Hermann Jóhannsson ostameistari íslands 1997 V__________________________J Á ostadögum 3.-5. október vann Hermann Jóhannsson MSKÞ tif’linn ostameistari íslands fyrir ostinn Búra. Litlu munaði að MSKÞ fengi öll verðlaun í þessum flokki. Auk gullsins fyrir Búra og titilsins Ostameistari íslands náðist silfrið fyrir vaxaðan Brauðost. Þá vantaði aðeins 0,002 stig til að taka bronsið fyrir Gouda 26%, en það fór á Sauðárkrók fyrir Maríbóost. Hermann Jóhannsson byijaði hinn 3. maí 1972 að læra mjólkurfræði hjá Mjólkursamlagi KÞ, þá tæplega 18 ára gamall. Hann lauk prófi sem mjólkurfræðingur ífá Dalum Mælkeriskole 1977 og stundaði síðan framhaldsnám þar 1983 -1984. Hermann hefúr starfað nær óslitið hjá MSKÞ og verið ostameistari síðan 1985. Eins og fyrr segir hlaut Hermann titilinn ostameistari íslands fyrir ostinn Búra, en fyrirmynd hans er danski osturinn Havarti. Havarti-ostinn kom Hlífar Karlsson þáverandi ostameistari og núverandi mjólkurbússtjóri með frá Svíþjóð 1979. Þessi ostur hlaut nafnið Búri og hefur oft unnið til verðlauna. Nú er komið nýtt afbrigði af Búra sem hlotið hefúr nafiiið Húsavíkur Havarti. Sá ostur er fituminni en Búrinn og líklegur til vinsælda. Hermann þakkar árangurinn góðu hráefni frá þingeyskum bændum. Einnig þakkar hann starfsfólki MSKÞ sem hann segir mjög samhent og hafi öðlast dýrmæta starfsreynslu. Þetta tvennt, gott hráefiii og hæft starfsfólk, er undirstaða velgegni á sviði ostagerðar Hermann Jóhartnsson Ostameistarí Islands 1997 og Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra

x

Boðberi K.Þ.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.