Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 6

Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 6
því að fjölbreytt starfsemi félags eins og Kaupfélags Þingeyinga verði mikilvægur hlekkur í þeirri byggðaþróun sem við munum vilja hafa í héraðinu. Hins vegar þarf kaupfélagið að vera meðvitað um mikilvægi sittogábyrgðþessverðuralltafmikil. Félagið þarf að taka þátt í að rækta trú á byggðirnar og jákvæð þróun þarf að vaxa og dafna innra með því fólki sem býr í héraðinu." í þessu samhengi er því mjög mikilvægt að umræða sé virk um hlutverk Kaupfélags Þingeyinga og hvert skuli stefnt í rekstri félagsins, og móta þarf markvissa stefnu til næstu ára. Stefnumótun Kaupfélag Þingeyinga. Á aðalfundi félagsins síðastliðinn vor, var í framhaldi af vinnu framtíðarnefndar, samþykkt að hefja gagngera stefnumótunarvinnu innan félagsins. í samræmi við samþykkt aðalfundar og san'þykkta stjórnar félagsins hófst sú vinna á haustmánuðum. Nú í desember hefur verið gert nokkur hlé, en hafist verður handa aftur af krafti í janúar. Stjórn ákvað að leita til Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri um að leiða þessa vinnu með stjórnendum félagsins og hefur Valtýr Þór Hreiðarsson sinnt því hlutverki, en einnig höfum við notið aðstoðar fleiri starfsmanna Háskólans. Skipulag vinnunnar hefur verið hópvinna stjórnenda og almennra starfsmanna félagsins. Ætlunin er einnig þegar lengra er komið að eftia til almennari umræðu og virkja þannig og fá fram viðhorf sem flestra. Þessi vinna sem kölluð er stefnumótun er í raun verkfæri eða stjórntæki sem innleiða þarf til reglulegrar notkunar í starfsemi félagsins. Stefnumótun er í raun það að spyrja skipulega réttu spuminganna og lýsa má eðli ferilsins á einfaldan hátt með þremur spumingum: 1. Hver er staða félagsins ídag? 2. Hvert vill félagið komast og hvenær? 3. Hvernig kemst félagið þangað ? Stefnumótunarvinna í forgangi - deildarfundum frestað. Ákveðið var að stefnumótunarvinnan hefði forgang umfiam annað undanfamar vikur og því var ákveðið að efna ekki til deildarfunda félagsdeilda nú á haustmánuðum, eins og gert hefur verið síðustu ár. Þess í stað er ætlunin að byrja deildarfundi þegar náðst hefur áfangi í stemumótunarvinnunni, þannig að hægt sé að kynna og fjalla um helstu niðurstöður í öllum félgasdeildum á svipuðum tíma. Líðuraðjólum. Það líður óðum að jólum og undirbúningur jólanna er kominn í fullan gang. Svo er einnig í rekstri félagsins, bæði í verslun og framleiðslu. I ljósi meginemis þessapistils, skal það annarsvegar dregið fram að það er byggðamál hvernig félagið stendur sig í að bjóða samkeppnisfært verð í verslunum félagsins nú fyrir jól sem aðra tíma ársins og hinsvegar er það ekki síður mikilvægt mál hvemig fójk hagar sinni verlun. Hvort fólk verslar í heimabyggð eða ekki. Líkur þar umræðu um byggðamál að sinni. Meðjóla- og nýárskveðjum ! Þorgeir B. Hlöðversson, Björgum

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.