Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 7

Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 7
Húsavíkurhangikjöt Gæðaframleiðsla í 60 ár Sigmundur Hreiðarson og Kristján Arnarson skrifa í tilefhi þess að nú eru 60 ár liðin frá því að Kjötiðja KÞ hóf reykingar á kjöti í einhverju magni, langar okkur til að velta upp nokkrum athyglisverðum staðreyndum. KÞ hóf reykingar á kjöti að einhverju marki árið 1937 í aðstöðu sem byggð var suður á bakkanum við beinamjölsverksmiðjuhús sem Björn Jósefsson átti. í þessu húsi var reykt til ársins 1978 og á fyrsta starfsári voru reykt 3 tonn afkjöti. Nýtt reykhús var reist á lóð gamla sláturhússins árið 1978 og var það notað í nokkur ár eða þar til að reykhús var reist í núverandi sláturhúsi KÞ. í reykaðstöðu í gamla sláturhúsi var hægt að reykja sem svarar 500 kg. í hverri reykingu. Eftir að aðstaðan færðist suður í nýja sláturhús jókst framleiðslugetan fyrst í 1000 kg, en síðan var byggður einn nýr ofn og þá var afkastagetan orðin 1500 kg. í hverri reykingu. Vinsældir Húsavíkurhangikjöts hafa aukist jafnt og þétt og að því kom að reykhúsaðstaðan afkastaði engan veginn því magni sem markaðurinn kallaði á. Árið 1996 var því reist enn stærra og fullkomnara reykhús á lóð sláturhússins sem í daglegu máli er kölluð "Reykhöllin", enda öll aðstaða þar til fyrirmyndar. Þetta er sennilega stærsta kaldreykingahús landsins og við þessa byggingu margfaldaðist framleiðslugetan á ári, geri aðrir betur. í framhaldi af þessari aukningu allri er fyrirsjánlegt að öflun taðs verður erfíðari með hverju ári og viljum við því benda bændum á, sem vilja og geta verkað tað að hafa samband. kveðja Simmi og Stjáni Frá Kornvörudeild: Lokað 31. desember gamlársdag vegna vörutalningar.

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.