Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 9

Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 9
búsettur á Sauðárkróki, hafí þurft að ná tali af bæjarstjóranumsínumþar. Bæjarstjórinnvar bundinn í símanum og mátti gesturinnþví bíða um stund. Þá orti hann: Bœjarstjórinn teygir tímann og talar í símann lon og don. En þegar hann fer að þegja í símann, þá er ekki á góðu von. HilmirJóhannesson Þá kemur snaggaraleg hugleiðing um vísnagerðina: Orðanna einstig að feta án krísu. Er galdurinn við að geta gert vísu. Bjarni Hafþór Helgason Mig langar að enda þetta spjall með ví su, sem eitt sinn var send ájólakorti til Ragnars H. Ragnar. Hann var frá Ljótsstöðum í Laxárdal, þar sem umræddan skóg er að finnæ Mjallarysjan leggst yfir lyngi vaxinn mó, leita fuglar hælis í kjarri og mosató. I brekku hjalar lindin og brœðir frá sér snjó, blikar jólastjarna yfir Varastaðaskóg. Jóhanna A Steingrímsdóttir. Með góðum jólaóskum, Hreiðar Karlsson

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.