Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 10

Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 10
/--------------------------------------------------------------------------------------------------------\ Samband íslenskra samvinnufélaga Fréttatilkynning Frá fundi formanna aðildarfélaga Sambandsins sem haldinn var á Selfossi, 21. október sl. Komið var saman til fundar til að ræða framtíð og hlutverk Sambandsins undir yfirskriftinni " Félagsmál Samvinnuhreyfingarinnar". Góð mæting var á fundinum, og mættu þar fulltrúar fiestra samvinnufélaga innan Sambandsins, var mikill hugur í formönnum um að nú væri kominn tími til að efla að nýju samstarf aðildarfélaganna með þróttmiklu starfi innan Sambandsins á sviði fræðslu og kynningarmála. Þar sem megin áhersla yrði lögð á: -Að efla samráð og tengsl i starfi samvinnufélaga. -Skipulagningu frœðslu og ráðstefnuhald. -Að koma á námskeiðum fyrir stjórnendur og starfsfólk. -Stórauka upplýsingastarfsemi og virkja hinn almenna félagsmann. -Að Sambandið verði að nýju öflugur málsvari samvinnuhreyfingarinnar. Á fundinum voru miklar og hreinskiptar umræður um stöðu samvinnuhreyfingarinnar á íslandi í dag. íslensk samvinnuhreyfing hefur gengið í gegnum mikið erfiðleikatímabil og miklar breytingar á undanfornum árum, en nú er komið að kaflaskilum þar sem samvinnu- Frá jólamarkaði I Smiðjunni

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.