Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Síða 11

Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Síða 11
menn horfa fram á nýja öld með það að markmiði að nýta sér möguleika upplýsingartækninnar til þess að gera samvinnuhreyfmguna hæfari og framsækna til framtíðar. í því sambandi er hlutverk Sambandsins mikilvægt m.a. í að vinna að breytingum á Samvinnulöggjöfinni og að settarverði nýjar og skýrar reglur er tryggi sem best samvinnu- réttarformið. Því það er nauðsynlegt að samvinnuformið með sínum séreinkennum sé gert að góðum valkosti í íslensku viðskiptaumhverfi. Fundurinn ályktaði um framtíðarhlutverk Sambandsins, um fræðslu og kynningarstarf á þess vegum, og hvemig ætti að fjármagna starfsemi Sambandsins miðað við að það væri ekki í beinum atvinnurekstri. Ályktanir þessar hafa verið sendar aðildarfélögum til kynningar og umfjöllunar, en þeim er ætlað að vera grunnur að starfsemi Sambandsins fram að næsta aðalfimdi sem haldinn verður í júní 1998. Fundurinn áréttaði að þrátt fyrir uppgjör Sambandsins er samvinnustarf í landinu mjög öflugt, aðildarfélög innan Sambandsins em um 20 talsins og félagsmenn um 27 þúsund. Mörg kaupfélaganna em með umfangsmikla starísani og meðal stasrstu og öflugustu fyrirtælga í sínum byggðarlögum, sama má segja um mörg þau fyrirtæki sem urðu til úr deildum Sambandsins að þau em meðal öflugustu fyrirtækja landsins hvert á sínu sviði. Það segir okkur mjög skýrt að enn er mikið afl í íslensku samvinnustarfi, og því hlutverk Sambandsins mikilvægt að stuðla að sem bestum árangri samvinnufélaga og efla samvinnuformið sem valkost í íslensku atvinnulífi til ffambúðar, samvinnufólki og landsmönnum öllum til hagsbóta. Húsavik 25. októher 1997 Egill Olgeirsson, formaður Samvinnuformið Vandi íslenskra samvinnufélaga er að þau hafa þróast í þá átt að vera sjálfseignarstofnanir. Félagsmenn fmna ekki áþreifanlega til þess að þeir séu félagsmenn. Úr þessu má bæta, með “samvinnuarði”, sem er beinn afsláttur til félagsmanna í réttu hlutfalli við magn viðskipta. Önnur leið er sú að rekja alla eign samvinnufélaga beint til félagsmanna til þess að ná upp virkri þátttöku og afskiptum þeirra af málefiium félaganna. Mögulegt er að skipta blönduðu félagi eftir rekstrarsviðum. Með góðu upplýsingakerfi og sérgreiningu í bókhaldi mætti hafa 2-3 stofnsjóði í sama félagi. Gera þarf skýran greinarmun á arði vegna þátttöku, þe. samvinnuarði og arði af fjárfestingu, þe. ávöxtun. Taki fólk þátt í starfl samvinnufélags t.d. með því að versla við félagið getur það fengið “samvinnuarð”. Virkir félagsmenn geta samkvæmt samvinnuforminu fengið arð sinn greiddan í formi eftirágreiddra afslátta eða með innborgun inn á stofnsjóð sinn i félaginu. Ætla má að með upplýsingatækni okkar tíma skapist ný tækifæri fyrir samvinnuformið sem valkost í atvinnulífinu. Þetta form á vel við á svæðum þar sem fólk ákveður að standa saman um að skapa sér verslun, þjónustueðaatvinnu. Lýðræði, sannvirði og þátttaka eru lykillinn að því að vinna saman. Ritstjóri

x

Boðberi K.Þ.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.