Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 14

Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 14
Stefnumótun hjá KÞ Aðalfundur KÞ vorið 1997 samþykkti að í kjölfar vinnu "fiamtíðarnemdar" skyldi hafin ítarleg stefhumótunarvinna innan félagsins. í samræmi við þá samþykkt ákvað stjórn KÞ að velja fimm vinnuhópa til verksins, en einnig að koma af stað almennri umræðu meðal starfsmanna. Hóparnir fjalla um: afurðasvið, verslun, iðnað, stoðdeildir, samstarfsfyrirtæki, þátttöku KÞ í atvinnulífinu og fræðslu- og kynningarmál. Vegna verkefhisins var leitað ráðgjafar frá Háskólanum á Akureyri. Utanaðkomandi fyrirlesarar verða fengnir og haldinn verður kynningarfundur þegar niðurstöður liggja fyrir. Ljúka á þessu verkefhi í febrúar 1998. Tækifæri verða því til almennrar kynningar og umfjöllunar á deildarfundum í vetur og niðurstöður koma fyrir aðalfund í vor. Lágt vöruverð í KÞ Þingey skilar sér í aukinni verslun Veruleg aukning hefur verið á verslun í KÞ Þingey á þessu ári. Greinilegt er að viðskiptavinir kunna vel að meta þá verðlækkun sem hefur orðið með þeim skipulagsbreytingum sem gerðar voru þegar KÞ tók yfir rekstur Þingeyjar. Eins og verðkönnun Neytendasamtakanna 30. september sl. ber með sér hefur verðlag á Húsavík lækkað, því þar var KÞ Þingey í fimmta sæti yfir landið í flokki stórmarkaða og keðjuverslana. Forsvarsmenn KÞ vilja þakka félagsmönnum og viðskiptavinum fyrir góðar viðtökur og vænta þess að geta gert enn betur á nýju ári. Opnunartími í desember *^^\ Laugardagur. 20. des. kl. 10-22 ^f ^f^^^ Þorláksmessa kl. 10-22 Jif'fl | Aðfangadagur kl. 10-12 JPI^wHB Gamlársdagur ki. 10-12 ^u i mr Nýársdagur <w> Kaupfélag Þingeyinga

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.