Morgunblaðið - 14.11.2011, Síða 7

Morgunblaðið - 14.11.2011, Síða 7
ÞÝSKALAND Kristján Jónsson kris@mbl.is Björgvin Páll Gústavsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu í Þýskalandi á föstudagskvöldið. Björgvin var á leið í útileik í Bal- ingen með liði sínu Magdeburg. Rút- an sem flutti þá á leikstað keyrði fram á ljótt bílslys sem nýlega hafði átt sér stað. Um var að ræða bana- slysið þar sem þýsku tvíburabræð- urnir Bernd og Reiner Methe létu lífið. Þeir voru eitt virtasta dóm- araparið í hinni vanþakklátu hand- boltadómgæslu og áttu að dæma leik Balingen og Magdeburgar. Gat ekki hafa endað vel „Við vorum í rauninni bara rétt á eftir þeim. Við komum á slysstaðinn þegar slysið hafði nýlega gerst og nýbúið að ná fólki út úr bílunum. Allt lögreglu- og sjúkralið var enn á staðnum og aðkoman var ekki falleg. Þegar við keyrðum þarna framhjá þá sáum við á útliti bílanna að þessi ferð gæti varla hafa endað vel fyrir þá sem voru um borð. Þar sem mað- ur átti ekki von á því að þarna væru einhverjir á ferð sem maður þekkir þá spáði ég ekki meira í því. Þegar við vorum hálfnaðir með upphit- unina fyrir leikinn þá fréttum við af því hverjir voru þarna á ferðinni og skömmu síðar að þeir hafi látist í slysinu,“ sagði Björgvin þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær og spurði hann út í þessa lífsreynslu. Mikið um slysið fjallað Að sögn Björgvins hefur mikið verið rætt og ritað um slysið í Þýskalandi og hann segir þá bræður hafa verið farsæla í sínum störfum. „Já, gríðarlega mikið en auðvitað sérstaklega í handboltaheiminum. Þeir voru bæði góðir dómarar og góðir menn. Þetta snertir því marga og er mikið sjokk fyrir handbolta- heiminn. Þar sem þeir voru tvíbura- bræður þá er þetta væntanlega mik- ið áfall fyrir þeirra fjölskyldu enda hræðilegur atburður,“ sagði Björg- vin ennfremur Ekkert lið stöðvar Kiel Morgunblaðið forvitnaðist um það hjá Björgvini hvort hann teldi Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson geta haldið sínu striki í toppbaráttunni. Lið þeirra, Kiel, hefur byrjað leiktíð- ina frábærlega og hefur fullt hús stiga eftir tólf leiki í deildinni. „Ég sé ekkert stöðva Kiel. Ég hef séð flesta leiki þeirra og sé ekkert lið stöðva þá í deildinni. Líklega er þetta frekar orðið spurning um hversu mörg stig þeir missa frá sér og ég held að þau verði ekki mörg. Hugsanlega mættu þeir enn brjál- aðri til leiks í haust af því þeir töp- uðu titlinum til Hamborgar á síðasta tímabili. Þeir sýndu visst frumkvæði strax í fyrsta leik með því að slátra Flensburg og síðan þá hefur þetta nánast verið vandræðalegt fyrir önnur lið því það á enginn möguleika á móti þeim. Þess vegna bendir ekk- ert til þess að þeir láti þessa forystu af hendi og ég sé heldur ekkert lið sem gæti hrifsað hana af þeim því hin toppliðin hafa átt mjög misjöfnu gengi að fagna,“ sagði Björgvin af hreinskilni. Þrjú af fjórum efstu liðunum eru undir stjórn Íslendinganna Alfreðs Gíslasonar, Guðmundar Guðmunds- sonar og Dags Sigurðssonar. „Þetta segir nokkuð um hversu mikið vit Ís- lendingar hafa á handbolta. Íslend- ingar njóta virðingar í Þýskalandi og þessir menn hafa unnið fyrir því með sínum árangri að fá að stjórna þess- um liðum,“ sagði Björgvin Páll við Morgunblaðið. „Hræðilegur atburður“  Björgvin Páll Gústavsson og samherjar hjá Magdeburg keyrðu fram á bana- slysið í Þýskalandi  Segir yfirburði Kiel í deildinni vera nánast vandræðalega Morgunblaðið/Golli Kattliðugur Björgvin Páll Gústavsson sýnir snilli sína í leik á móti Þjóðverjum á HM í Svíþjóð. Þýski handboltinn » Björgvin Páll Gústavsson sér ekkert lið stöðva Kiel í bar- áttunni um þýska meistaratit- ilinn en Kiel hefur unnið fyrstu tólf leikina í deildinni. » Íslendingar stýra þremur af fjórum efstu liðunum. Alfreð Gíslason hjá Kiel, Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein- Neckar Löwen og Dagur Sig- urðsson hjá Füchse Berlin. ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2011 Þau undur og stórmerki gerðust í formúlu 1- kappakstrinum í Abu Dhabi að hvorki heims- meistarinn Sebastian Vettel né Mark Webber komust á verðlaunapall. Þetta er í fyrsta sinn síðan í fyrra að hvorugur ökumanna Red Bull kemst á verðlaunapall. Annar hvor þeirra hef- ur verið á palli í síðustu nítján mótum. Það var Lewis Hamilton hjá McLaren sem kom fyrstur í mark að þessu sinni, Fernando Alonso hjá Ferrari varð annar og Jenson Butt- on hjá McLaren endaði í þriðja sæti. Heimsmeistarinn Vettel hóf keppnina á rás- pól en hann hafði aðeins farið í gegnum tvær beygjur þegar hann datt úr leik. Þá sprakk hjá honum og á leiðinni á viðgerðarsvæðið skemmdust hjólafestingar og fjöðrunarbúnaður það mikið að hann gat ekki haldið áfram. Hamilton náði forystunni þegar sprakk hjá Vettel og hélt forystunni til loka þó svo Alonso gerði harða hríð að honum um tíma. Þetta var þriðji sigur Hamiltons í ár, en sá fyrsti síðan í júlí og hefur mikið gengið á hjá honum á þessum tíma. „Vonandi er þetta uppafið að endurkomu minni á meðal þeirra bestu,“ sagði Hamilton. skuli@mbl.is Red Bull komst ekki á verðlaunapall Lewis Hamilton „Það mikilvægasta fyrir mig var að sjá frammistöðu Jacks Rodwell, Phils Jones og Dannys Welbeck. Þetta eru virkilega góðir en ungir leikmenn. Það sama má segja um Kyle Walker. Þessir leikmenn held ég að verði mjög mikilvægir á Evrópumótinu næsta sum- ar því þeir eru algjörlega óttalausir. Hugar- far þeirra er hárrétt og ég gat séð að líkam- lega og tæknilega eru þeir líka nógu góðir,“ sagði Fabio Capello landsliðsþjálfari Eng- lands í knattspyrnu, hæstánægður með unga leikmenn liðsins sem vann heims- og Evr- ópumeistara Spánar 1:0 í æfingaleik á Wem- bley um helgina. Enska liðið var án nokkurra af sínum bestu leikmönnum á borð við Wayne Rooney og Steven Gerrard en hafði samt bet- ur með marki frá fyrirlið- anum Frank Lampard. Heimamenn sköpuðu sér reyndar nánast engin færi í leiknum en léku firna- sterka vörn gegn Spán- verjum sem náðu aðeins að ógna marki undir lok leiks- ins. Þetta var þriðja tap Spánar í ár en áður tapaði liðið fyrir Ítalíu og Argentínu í æfingaleikjum. Liðið vann alla leiki sína í undankeppni EM. sindris@mbl.is Ánægður með óttalaust ungviðið Frank Lampard Finninn Jari-Matti Lat- vala sigraði í breska rallinu, sem lauk í Wales í gær. Frakkinn Sé- bastien Loeb fagnaði hins vegar áttunda heims- meistaratitli sín- um í röð þótt honum tækist ekki að ljúka keppni. Ljóst varð þegar á föstu- dag, að Loeb myndi tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Wales en þá féll Finninn Mikko Hirvonen, sá eini sem ógnaði Loeb, úr keppni. Loeb, sem er 37 ára, varð síðan sjálfur að hætta keppni í gær þegar honum hlekktist á milli 18. og 19. sér- leiðarinnar. Hann var þá í 2. sæti eftir Latvala. Norðmaðurinn Mads Østberg varð í 2. sæti í Wales, 3,43 mínútum á eftir Latvala. Norðmaðurinn Henning Sol- berg varð þriðji. Engum öðrum rallökumanni hefur tekist að vinna heimsmeistaramótið í rallakstri jafnoft og Loeb og hann hef- ur einnig sigrað í flestum einstökum keppnum, 103. Loeb endaði með 222 stig í stiga- keppni ökumanna. Hirvonen endaði með 214. Frakkinn Sébastien Ogier varð þriðji og Latvala fjórði.    Harry Redk-napp, knattspyrnustjóri Tottenham, mun þurfa að svara fyr- ir sig vegna ákæru um skattsvik í jan- úar en áætlað er að tveggja vikna réttarhöld hefjist 23. janúar. Redknapp er ásamt Milan Mandaric, sem var stjórnarformaður Portsmouth þegar Redknapp var knattspyrnustjóri þar, gefið að sök að hafa svikið undan skatti á árunum 2002 til 2007. Í fyrri lið ákærunnar segir að Mandaric hafi lagt 145.000 dollara, jafnvirði 17 milljóna króna, inn á reikning í eigu Redknapps í Mónakó á tímabilinu frá 1. apríl 2002 til 28. nóvember 2007 til þess að sleppa undan því að greiða skatta. Í seinni lið ákærunnar fyrir sama brot segir að Mandaric hafi lagt 150.000 dollara inn á reikning Redknapps á tímabilinu frá 1. maí 2004 til 28. nóvember 2007. Þeir Redknapp og Mandaric neita báðir sök. Redknapp, sem er talinn líklegur arftaki Fabios Capellos sem þjálfari enska landsliðsins þegar þar að kem- ur, gekkst undir hjartaaðgerð á dög- unum og hefur misst af síðustu leikj- um Tottenham af þeim sökum.    Enska úrvals-deild- arfélagið QPR, sem Heiðar Helguson leikur með, hefur dregið sig út úr kapp- hlaupinu um Dav- id Beckham, sem er á leið til Evrópu á ný eftir fjögur ár með LA Galaxy í Bandaríkjunum að sögn stjórans Neils Warnocks. Fólk sport@mbl.is Ástralski kylfingurinn Greg Chal- mers sigraði á Opna ástralska meistaramótinu í golfi um helgina og er þetta í annað sinn sem hann verður landsmeistari. Kappinn lék síðasta daginn á 69 höggum, þrem- ur höggum undir pari, og samtals á 275 höggum eða 13 höggum undir pari. Það dugði til að halda þeim John Senden og Tiger Woods fyrir aftan sig en Senden náði ekki að setja niður 15 metra pútt á síðustu holunni til að tryggja sér bráða- bana. Tiger, sem eygði möguleika á sínum fyrsta sigri í langan tíma, gerði um tíma harða hríð að Chamlers. „Það voru tvær brautir á síðari níu og hræðileg pútt hjá mér á þriðja hring sem fóru með þetta hjá mér,“ sagði Ti- ger eftir mótið. Hann lék síðasta daginn á 67 höggum þrátt fyrir að fá tvo skolla á síðari níu holunum og virðist tilbúinn að sýna og sanna í Forsetabikarnum um næstu helgi að Fred Couples, fyrirliði Banda- ríkjanna, hafi gert rétt með að velja hann í liðið. „Mér líður mjög vel og það er virkilega ánægjulegt að vera loks laus við meiðslin,“ sagði Tiger eftir hringinn í gær. Heimamaðurinn Geoff Ogilvy lék manna best á lokahringnum, kom inn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hann sigraði á þessu móti í fyrra en endaði í níunda sæti að þessu sinni. Senden lék þriðja hringinn í mótinu frábærlega, kom þá inn á 63 höggum eða 9 höggum undir pari. Hann lék fyrstu fjórar holurnar á pari og fátt sem benti til að hann væri að spila draumahringinn sinn. En síðan kom fugl og örn og á seinni níu holunum fékk hann sex fugla. skuli@mbl.is Greg Chalmers bestur í Ástralíu  Tiger sýndi gamalkunna takta  Senden fygldi ekki eftir frábærum þriðja hring Greg Chalmers

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.