SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Page 2
2 27. nóvember 2011
Við mælum með
2. desember
Sinfónían í tónlistarhúsinu
Hörpu. Stjórnandi er Matthew
Halls sem er einn af efnilegustu
ungu stjórnendunum í heim-
inum í dag. Einsöngvarar eru
Susan Gritto, Robin Blaz, James
Oxley, Matthew Brook, kór Ás-
kirkju og Hljómeyki. Magnús
Ragnarsson er kórstjóri. Á efn-
isskránni er G.F. Händel: Messí-
as, sem er hans þekktasta verk.
Morgunblaðið/Júlíus
Händel í Hörpunni
24 Þegar almættið steig á bremsuna
Ekkert gekk að fá manninn með ljáinn til að líta upp í brekkunni þenn-
an dag í Færeyjum – þangað til almættið greip í taumana.
26 Birtir í Búrma
Framtíð Búrma hefur ekki verið jafnbjört frá því að her landsins hrifs-
aði til sín völdin. Rætt er við Thant Myint-U sagnfræðing.
28 Ég vildi tala við Gunnar
Jón Yngvi Jóhannsson ræðir í viðtali um bók sína um rithöfundinn
Gunnar Gunnarsson. Hann segir að erfitt sé að tala um Gunnar sem
einn mann því hann hafi verið svo ólíkur eftir tímabilum.
31 Misskipt er gæfu bræðra
35 árum eftir að þeir voru frumsýndir þykja þættirnir Gæfa eða gjörvi-
leiki enn með því besta sem framleitt hefur verið fyrir sjónvarp.
32 Á postulíni til Kenía
Fríða Jónsdóttir er búsett í Belgíu en rekur
markaðinn Hús fiðrildanna í gamla einbýlis-
húsinu sínu. Ævintýrið á rætur sínar að rekja
í Keníaferð vinkonu hennar.
34 Hin sanna jólasteik
Bókin Jólamatur Nönnu nýtist nýgræðingum í
jólahaldi sem og þeim sem vilja reyna eitthvað nýtt eða prófa tilbrigði
við hefðbundna rétti í heilögustu máltíð ársins.
Lesbók
42 Ljóðið er mitt tungumál
„Hún er ort á sannkölluðum umbrotatímum,“ segir Þorsteinn frá
Hamri um nýja ljóðabók sína sem hann hóf að vinna að 2008.
44 Gúlliver kemur ...
Hin margfræga Reisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift er komin út í
íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar.
36
38
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson.
Augnablikið
Ég fór að sjá sýninguna Casper og Frank –Nu som mennesker í Kaupmannahöfnum síðustu helgi. Um er að ræða nýjauppistandssýningu grínistanna Caspers
Christensen og Franks Hvam en þetta er í fyrsta
skipti sem þeir koma fram saman í uppistandi,
þrátt fyrir að vera þekktir sem tvíeyki. Þessa
menn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en þeir
eru frægir fyrir hlutverk sín í Klovn, dönskum
sjónvarpsþáttum og nú síðast kvikmynd. Þætt-
irnir eru stórkostlegt grín þar sem ýmsir þættir
mannlegrar hegðunar eru til skoðunar auk auð-
vitað sífellds vandræðagangs og seinheppni
Franks. Þeir koma fram undir eigin nöfnum í
þessum þáttum, sem eru gerðir til að líta út eins og
verið sé að fylgjast með þeirra eigin lífi en fylgja
engu að síður handriti. Í þessari sýningu koma
þeir hins vegar til dyranna eins og þeir eru klædd-
ir, hér er ekkert hlutverk í gangi nema hlutverk
uppistandarans. Bestu uppistandararnir tengja
uppistandið við sitt eigið líf og reynslu.
Þeir dansa, syngja og spila
Sýningin er í leikhúsinu Bremen og tekur um 650
manns í sæti. Setið er þétt og stemningin náin, að
minnsta kosti er upplifunin þannig af áttunda
bekk. Grínbræðurnir sögðu við upphaf sýning-
arinnar að uppáhaldskvöldið þeirra til að koma
fram væri laugardagskvöld en stemningin í leik-
húsinu er afslöppuð og leyfilegt að taka bjór með
inn í salinn. Þeir tóku meira að segja nokkur dans-
spor í upphafi, sem slógu í gegn.
Sýningin var virkilega vel útfærð. Sviðsmyndin
var skemmtileg og síbreytileg eftir ljósunum en að
sumu leyti minnti hún á að þeir væru að stökkva
út úr sjónvarpinu og koma fram í eigin persónu.
Félagarnir komu fram saman en líka hvor í sínu
lagi. Sýningin gengur annars vegar út á hvað sé að
gerast í lífi þeirra sjálfra og hins vegar snýst hún
um samband þeirra tveggja og hvernig vinskapur
þeirra hefur þróast.
Casper hefur náð sér í nýja kærustu, aðstoðar-
konu sína sem er aðeins 25 ára, 18 árum yngri en
hann sjálfur og þar að auki dóttir vinar hans, leik-
arans Jarls Friis-Mikkelsen. Frank er hins vegar
nýbakaður faðir og er meðal annars ógleymanlegt
hvernig hann lýsir því að það sé ekki hægt að vera
aggressífur með barnavagn.
Eftir hlé er sýningin brotin upp með því að þeir
koma fram með hljóðfæri í hendi og taka lagið.
Þeir lesa líka brot úr dagbókum sínum, sem er
skemmtilegt uppbrot á sýningunni en hún er í alla
staði vel útfærð og mun meira í henni en bara
uppistand tveggja manna með hljóðnema í hendi.
Sýningar verða út desember í Kaupmannahöfn
og eftir jól taka félagarnir til við að ferðast um
heimalandið fram í apríl en sýningin hefur al-
gjörlega slegið í gegn.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Hinir frábæru grínistar Casper Christensen og Frank Hvam hafa slegið í gegn með nýrri sýningu sinni.
Ljósmynd/Martin Rosenauer
Stórkostleg gamanmál
danskra grínbræðra
30. nóvember
kl. 21 verður
frumsýnd ný
fatalína sem
hönnuð er af
Guðmundi Jörundssyni, yf-
irhönnuði Herrafataverzlunar
Kormáks & Skjaldar, í Þjóð-
leikhúskjallaranum. Er eig-
inlega um skemmtikvöld að
ræða.
1. desember
kl. 20 verða í
Salnum hátíð-
artónleikar
með verkum
Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.
Á þessu ári eru liðin 85 ár frá
síðasta opinbera tónlistarflutn-
ingi Sveinbjörns. Hinn 1. des-
ember 1926 lék tónskáldið verk
sín Ó Guð vors lands og Ís-
lenska rapsódíu nr. 2, en
Sveinbjörn lést 1927.
Lambalæri, ferskt
1498kr.kg
FRÁBÆRTVERÐ!
– fyrst o
g fremst
ódýr!