SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 21
27. nóvember 2011 21 Skemmtileg gleðifroða Hláturmildari verða ekki krakkarnir en í kynningu á Þorgrími Þráinssyni. Skrambi skemmtilegt, ekki síst þegar þeir lesa: „Uppáhaldsbók hans er Ertu Guð afi? sem hann skrifaði sjálfur.“ Nú er hann að kynna bókina um Steina Petru, ömmu vinar síns, Ívars Ingimarssonar atvinnumanns í knattspyrnu, en hún er sjálf mikill áhugamaður um knattspyrnu: „Hún var þekkt fyrir að öskra fjarða á milli … og tapar sér algjörlega þegar hún horfir á fótbolta – ein!“ Hann les stuttan kafla úr bókinni, um ástríðu þessarar konu, sem gekk á fjall á hverjum degi í leit að fögrum steinum. Þormóður Símonarson tekur gítarinn með sér í pontu og syngur lög sem urðu til á ferðalaginu ytra, annað angurvært: „Walking alone on a rainy day …“ Og hitt varð til á Írlandi, öllu fjörugra, um veð- urfar, Íra sem þolir ekki rigninguna, Spánverja sem þolir ekki sólina og Íslend- ing sem þolir ekki frostið. „Hún er fædd í desember árið 1984,“ lesa krakkar úr grunnskólanum, en nem- endurnir skipta kynningu á höfundunum með sér. Og svo er komið að því: „Í kvöld ætlar Tobba að lesa upp úr nýjustu bók sinni, Lýtalaus.“ „Hæ,“ segir Tobba og lagar toppinn. „Ég mæli með þessum bol, þetta er eins og sundbolur og maður veit alltaf hvar allt er. Þá fer ekki allt út um allt.“ Hún segir að sem bloggari á DV hafi hún tekið eftir að færslur um samskipti kynjanna voru alltaf vinsælastar. Það er grunnurinn að því, að hún lagði fyrir sig skutluskáld- skap. „Sumt má vera skemmtileg gleði- froða.“ Og merkilegt nokk, í fyrstu bók- inni kemur Ólsarinn Þorgrímur fyrir og í þeirri síðustu Ólsarinn Stefán Máni. Sem á síðasta orðið með nýjustu skáld- sögu sína Feigð og er kynntur til leiks af nemendunum: „Það sem fékk Stefán til að skrifa var þörf fyrir að skapa eitthvað, til að finna tilgang í tilverunni … Stefán borðar hafragraut í morgunmat … hann horfir stundum á fræðsluþætti frá BBC og Desperate Housewives … og hann heldur með Víkingi Ólafsvík og Newcastle Unit- ed.“ Í blálokin fá höfundarnir áritað skjal og rauða rós. Og svo stýrir Ester fjöldasöng: „Bráðum koma blessuð jólin …“ Frægur draugastaður Í lok kvölds er farið í kaffi heim til for- eldra Stefáns Mána á Fornu-Fróðá, Sig- þórs Guðbrandssonar og Magneu Sig- urbjargar Kristjánsdóttur. „Fyrst þegar ég fór vestur buðu þau okkur höfund- unum heim á leiðinni til baka,“ segir hann. „Svo varð það hefð og þau halda boð fyrir þá sem koma, líka þegar ég er ekki á meðal höfunda, og taka það svo alvarlega að allt er á hvolfi í veitingum. Þeim finnst það gaman – það eru jólin hjá þeim.“ Ekki skortir á veitingarnar á jólunum á þessu heimili. Borðið svignar undan reyktu læri sem er stórt eins og allt um þessar slóðir, gröfnum laxi, laufabrauði sem hjónin skáru út og síldinni „sem veður hérna úti“. Og auðvitað hanga jólaseríur um alla veggi, líka á bátnum við vinnuskúrinn, og svo eru bikarar um allt, ekki bara með jólaöli og rauðvíni, heldur líka bikarar sem Magnea hefur unnið í sjóstangveiði. „Þetta er frægur draugastaður,“ segir Sigþór. „Þóroddur fórst hérna undir Enninu – skipið fórst með manni og mús. Svo gengu þeir aftur og það var glatt á hjalla hérna.“ Hann þagnar til áhersluauka. „Það hefur ekkert breyst, nema ég er ekki draugur ennþá.“ „Það fórst fjöldi manna á Fróðá og munaði engu að yrði auðn,“ segir Helgi spámannslega. „Og það er næsta öruggt að vísirinn að þessum sögum er sannur.“ Vigdís leggur blessun sína yfir sög- urnar með því að skjóta inn í á völdum stöðum „það er satt“ og „heilagur sann- leikur“. Skyndilega rennur upp ljós fyrir Þor- grími. „Eruð þið systkin?“ spyr hann Helga og Magneu. „Við höfum verið systkin alveg frá því ég fæddist,“ svarar Magnea. Ertu á Facebook? Allt gott tekur enda. Í kveðjuskyni færir Tobba Magneu bók sína fyrir við- urgjörninginn, opnar hana og segir hlý- lega: „Hérna er listi yfir menn sem vant- ar konur. Sonur þinn er númer sjö.“ „Takk elskan,“ segir Magnea. „Ég held samt að við finnum alveg konu handa honum. Það tekur bara nokkra mánuði,“ heldur Tobba áfram. „En frænda hans?“ kallar Helgi – maður á besta aldri. „Hann er á lausu,“ segir Magnea til skýringar. „Ert þú á Facebook? spyr Tobba og er gengin í málið. Vigdís lítur á blaðamann með spurn- arsvip. „Ertu ekki að verða búinn að skrifa?“ Jólalegt var um að litast í stofunni hjá Magneu og Sigþóri. Systkinin Magnea og Helgi ræða við Tobbu. Hún sló í gegn. Morgunblaðið/Eggert GÓÐGJÖF FYRIR ALLA SEM FERÐAST Hvernig á ég að klæða mig í fjallgöngum? Hvaða útbúnað þarf ég að taka með á fjöll? Hvort er betra að nota gas- eða bensínprímus? Hvað er ferðaáætlun? Hvað á ég að gera ef ég villist í vondu veðri? Hvað á ég að borða á ferðalögum? Hvernig virkar áttaviti? Hvernig bý ég um brunasár eða opið beinbrot? Fæst í öllum helstu bókabúðum og á www.bokakaffid.is S Sæmundurbókaútgáfa Alfræðirit fyrir útivistariðkendur ... og margt, margt, fleira! Allt er liðið, enginn getur vakið upp þau tré sem missa laufið sitt, eitt varst þú og eina vorið mitt. Ný og glæsileg ljóðabók eftir Matthías Johannessen þar sem hann glímir við sáran missi. SÖKNUÐUR MATTHÍASAR

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.