SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Qupperneq 24

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Qupperneq 24
24 27. nóvember 2011 Almættið hefur sjaldan verið langt frá mér á lífs-ins leið og sjaldan brugðist mér nema í örfáumtilvikum, að mér finnst. Það er heldur ekkihægt að ætlast til þess að fylgst sé með manni öllum stundum og að allt gangi upp eins og maður vill að það geri. Það verður að taka tillit til þess að það getur verið mikið að gera á stóru heimili, erum við ekki orðin sjö milljarðar á jörðinni? Almættið var þennan sumardag í Færeyjum fyrir nokkrum árum í einhverjum grallaragír, mér gekk frekar illa að finna það sem ég var að leita að. Það þýðir ekkert að fara í fýlu við almættið, þó að mað- ur líti það hornauga af og til þegar hlutirnir ganga ekki upp. Oftast kemur eittthvað óvænt upp í hendurnar á manni ef hausinn er á jákvæðu nótunum, en algjörlega öf- ugt ef hausinn snýr í neikvæðu áttina. Það var þannig þennan dag í Færeyjum, ekkert gekk upp og hausinn var að byrja að snúast í öfugu áttina. Birt- an í Færeyjum er oft ótrúlega falleg og veðraskiptin eig- inlega örari en hjá okkur á Íslandi, sól, rigning, þoka allt í bland á stuttum tíma. Færeyingar eru frábært fólk, vin- gjarnlegt og skemmtilegt. Það er ekki stressið á þeim bænum. Birtan er stór hluti af góðri mynd í mínum huga, eins og í fallegum málverkum. Á degi eins og þessum er hugurinn leitandi að einhverju sem dansar við birtuna, birtu sem skiptir um ham mörgum sinnum á dag. Ég hafði gengið um þorpið og tekið myndir af því sem fyrir augu bar, krökkum að dorga niður við sjó og öðrum að hjóla. En fáir voru á ferli og lítið að gerast. Uppi í brekkunum fyrir ofan þorpið voru litlar heysátur, það var að byrja að rigna og menn röltu upp í hlíðina og rökuðu heyinu saman í litlar sátur, aðrir slógu túnin með orfi og ljá meðan grasið var blautt, því að engar vélar komust að þar sem hallinn í brekkunni var mestur. Eldri maður með orf og ljá sló túnið með miklum sveiflum, hann sló smá- spildu og tók svo stutt hlé og horfði yfir þorpið sitt þar sem birtan dansaði við hafið og sólstafirnir skutust í gegn- um skýin af og til. Maðurinn með ljáinn var sá sem ég vildi ná mynd af, hann virkaði miklu vinalegri en sá sem engum hlífir með sínum ljá. Ég gekk upp brekkuna til mannsins og kynnti mig, spurði hvort ég mætti mynda hann við vinnu sína. „Ha, ertu Íslendingur, gjörðu svo vel. Það er sko í góðu lagi, taktu bara myndir eins og þú vilt,“ svaraði mað- urinn, Jákup Joensen. Stundum tekur smá tíma að kynnast sumum persónum sem maður myndar, jafnvel marga daga. En í Færeyjum er Þegar almættið steig á bremsuna Ekkert gekk að fá manninn með ljáinn til að líta upp í brekkunni þennan dag í Færeyjum – þangað til almættið greip í taumana. Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.