Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 3
FYRIR DANSARANN Dubstep dans er merkileg list sem vert er að staldra við. Senni- lega hafa fáir betra vald á henni en dansarinn Marquese Scott. Á YouTube er að fi nna myndbönd af þessum dansara sem eru svo ótrúleg að hver sá sem sér þau trúir vart eigin augum. Flettið honum upp, einn, tveir og bingó! Í SJÓNVARPINU Ríkissjónvarpið sýnir á hverju mánudags- kvöldi ótrú- lega þætti sem bera nafnið Human Planet eða Maður og jörð. Þættirnir fjalla um hvernig manninum hefur tekist að byggja sér heimili á ótrúlegustu stöðum jarðar og er myndefnið vægast sagt sláandi. Frábærir þættir fyrir unga sem aldna. Á NETINU Nýverið opnaði íslensk pókersíða, alltumpoker.com, sem er hugsuð sem fræðslusíða þar sem fi nna má allt um þetta vinsæla spil. Síðan er tilvalinn staður fyrir byrjendur til að kynna sér helstu trixin í bókinni áður en þeir demba sér út í heim pókers. Monitor mælir með Einar Bardarson Það hefði sparað okkur hjónunum einhverja auranna hefði ég séð þennan Toys’r’us bækling áður en dóttir mín komst í hann. hahaha það hefði spar- að peninga og tár hahahaha 8. nóvember kl. 14:11 Vikan á … Simmi Vill Spakmæli dagins: Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience. 8. nóvember kl. 15:21 3 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Óskar Axel rappar opinskátt um eigin tilfi nningar á sinni fyrstu plötu, Maður í mótun. Börn Péturs Jóhanns hlæja að honum þegar hann reynir að skamma þau. Annar þátturinn í undanúrslitum Dans dans dans fer fram á laug- ardaginn. 11 The Ides of March er frumsýning helgarinnar. Langar þig að vinna miða? 18 Stíllinn kíkti í fataskápinn hjá Aniku Laufeyju, verslunar- stjóra. 18 Á morgun er 11.11.11. Þýðir það ekki að maður verði að gera eitthvað eftirminnilegt? 4 fyrst&fremst Það verður nóg um að vera á laugardaginn þegar nemendur Listaháskólans verða með opið hús fyrir alla þá sem hafa áhuga á list, í hvaða formi sem er. „Það er rosalega sniðugt fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að komast inn í skólann að fara og sjá öll verkefnin sem krakkarnir í skólanum hafa verið að gera. Þannig er hægt að fá tilfi nningu fyrir því sem er um að vera í skólanum og eins er hægt að sjá hvað þarf að hafa í huga til að komast inn í skólann. Það verður fólk frá öllum deildum og hægt verður að spyrja okkur nemendurna spjörunum úr,“ segir Heiðdís Helgadóttir sem er á sínu síðasta ári í arkitektúr við LHÍ. Hún bætir kímin við í of sannfærandi tón að þetta verði bara „geðveikt gott dæmi.“ Fyrir þá sem hafa áhuga á því að rifja upp gömlu áhyggjulausu tímana frá barnæsku þá verður mögulegt að kubba um helgina. „Tveir íslenskir arkitektar eru í samstarfi með tveimur dönskum kollegum sínum og saman reka þeir stofuna KRADS. Þeir komu og kenndu okkur í vetur og okkur fannst þetta skemmtilegasti kúrsinn sem við höfum farið í. Þeir verða þarna og ætla að leyfa fólki að spreyta sig á því að búa til það sem því dettur í hug með Lego-kubbum.“ Hlynur Ingólfsson, sem oftast er kenndur við rappsveitina Skytturnar frá Akureyri, er nemi á lokaári í grafískri hönnun. Hann hyggst líta við á laugardaginn en segist þó ekki ætla að rappa fyrir gesti. „En það verður samt nóg af tónlist hérna, maður er að heyra um það. Það verður lifandi tónlist allan daginn,“ segir Hlynur og á þar við nemendur tónlistardeildar sem ætla að leika fyrir gesti. Heiðdís og Hlynur eru góðir vinir og er Heiðdís staðráðin í að koma Hlyni aftur á fullt í rappbrans- ann. „Ég bjó til aðdáendasíðu á Facebook fyrir Hlyn um daginn og atvinnutilboðin hreinlega streyma inn eftir það. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að Emmsjé Gauti hafi haft samband við hann.“ Hlynur er ekki alveg tilbúinn að taka undir það en staðfestir það að bráðlega munu þeir senda frá sér lag. „Það er hittari að fara að detta í gang fl jótlega.“ Gauti birti myndir á Twitter-síðu sinni nýverið þar sem Hlynur sést ber að ofan í hljóðverinu. „Það er ekki annað hægt, maður verður að detta í stemmarann.“ jrj 6 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: George K. Young (george@mbl.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson (sigurgeir@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Að sofna sáttur Efst í huga Monitor þessa vikuna er vinátta og kær-leikur. Það vill nefnilega oft gerast þegar dagarnir kólna og styttast að lundin verði óléttari. Þá á maður það til að ímynda sér að verkefnin séu þyngri en þau eru í raun og veru og í kollinum fi nnst manni eins og álagið sé að aukast. Þá er mikilvægt að staldra við og hugsa um allt það jákvæða sem maður á í lífi nu, faðma það að sér og vera þakklátur fyrir það. Það versta sem maður getur gert er að láta það bitna á öðrum, betri leið er að fá aðra til að leysa úr vandanum með sér. Gott ráð er að hafa það sem reglu að fara aldrei að sofa ósáttur við fólkið í kringum sig. Það er nefnilega svo að lífi ð er allt of stutt til að eyða því í reiði, leiða, gremju eða til að eignast óvini. Það er til urmull af dæmum í kringum okkur sem sýna að lífi ð getur tekið snögga u-beygju og æðri máttarvöld hrifsað frá okkur einstaklinga í blóma lífsins. Þá vill maður geta haft hreina samvisku gagnvart þeim einstaklingum, hugsað til baka um allt það jákvæða og kvatt þá með sóma. Í gamla daga þegar afi stjórnaði barnaefninu á skjánum kvaddi hann alltaf með orðum sem gott er að tileinka sér þó maður sé orðinn fullorð- inn: „Verum góð hvort við annað því þá gengur allt svo miklu betur.“ Kveðja, Jón Jónsson Hlynur Ingólfsson, eða Hlynur í Skyttunum og Heiðdís Helgadóttir eru bæði nemendur í Listaháskóla Íslands og verða þau bæði á opna degi skólans á laugardaginn. Vignir Freyr Andersen auglýsing í útvarpinu : “ ÓVÆNTUR frægur leynigestur mætir á svæðið” Ég spyr : Hvað er ÓVÆNT við það þá ? 9. nóvember kl. 8:46 Marta María Jónasdóttir Þessu verð ég að deila með ykkur. Fékk þessi skilaboð í innhólfið hér á facebook: Hæ sæta. Ég fíla svona bollulegar stelpur. Ertu til í deit? 9. nóvember kl. 15:22 Legoland í LHÍ

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.