Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Listin að koma fólki til að hlæja getur verið vandasöm list. Þá list virðist þó Pétur Jóhann fara létt með enda nægir það eitt að sjá manninn oft og tíðum til að gleðja mann. Hann er jarðbundinn og augljóslega skemmtilegur maður sem ílengdist ekki sem starfsmaður í BYKO heldur ruddist inn í skemmtanageirann og á fyrir vikið þakkir skilið frá allri íslensku þjóðinni. Varst þú brandarakarlinn í bekknum þegar þú varst lítill? Nei, ég held að ég hafi nú kannski ekki beint verið brandarakarlinn, með greini, í bekknum en ég var svona gleðigjafi . Ég hef oft hitt gömlu bekkjarsystkinin mín eftir að ég fór að starfa í þessum geira og yfi rleitt segjast þau lítið hafa tekið eftir mér. Ég lét lítið fyrir mér fara en það voru fáir útvaldir í skólanum sem maður fífl aðist við. Ég var ekki að trana mér mikið fram og var ekki í skemmtinefnd, að sjá um árshátíðina né þekktur fyrir að vera einhver trúður. Hvenær varð þér ljóst að þú yrðir gleðigjafi að atvinnu? Ég var alltaf með augastað á því en var bara ekkert að fl agga því mikið. Það var kannski meira af því að ef það skyldi mistakast þá kæmi það svo bjánalega út. Ég vissi í rauninni alltaf hvað ég vildi og leiklistin heillaði alltaf, maður horfði mikið á bíómyndir og svona þegar maður var ungur. Þú reyndir síðan við leiklistarskólann en fékkst ekki inngöngu. Eftir að hafa leikið í öllum þessum þáttum og bíómyndum síðan þá, fi nnst þér hafa tekist að senda fólkinu sem hafnaði þér þá langt nef? Nei, ég horfi alls ekki þannig á þetta. Það er og hefði verið mjög hollt að fara í skóla en ég var svolítill haugur þegar ég var að alast upp og þegar ég sótti um. Bara af því að ég komst ekki inn í fyrstu tilraun þá fór ég strax í einhverja vörn eða fýlu. Þá hélt ég að ég væri kannski bara á einhverjum villigötum og ætlaði að fara að læra fl ug en svo dagaði ég einhvern veginn uppi í BYKO. Hvað kom til að þú kepptir í keppninni um fyndn- asta mann Íslands? Ég var ekki búinn að kynna mér uppistand neitt að ráði en hafði séð keppnina árið áður. Svo gerði ég þau mistök, eða kannski voru það ekki mistök, að segja við vini mína: „Ég ætla að taka þátt í þessu á næsta ári, maður.“ Þeir létu mig standa við það, ég gat náttúrlega ekki bakkað út úr því. Hvernig var að bera þennan mikla titil, var pressa í því fólgin? Já, í rauninni eða allavega fyrst af því að maður var allt- af kynntur á svið með þennan titil. Eftir þetta var mikið að gera, það var verið að fá mig á árshátíðir og alls kyns mannfagnaði og þá var maður kynntur inn: „Við skulum taka vel á móti fyndnasta manni Íslands.“ Þá var strax einhvern veginn búið að búa til ákveðið andrúmsloft sem maður varð að standa undir. Eftir því sem ég fór að verða vanari að koma fram þá fór maður svolítið að nýta það og gera grín að þessu. Ég meina, það voru náttúrlega bara fi mm í dómnefnd í þessari keppni sem ákváðu það að ég væri fyndnasti maður Íslands, það er mjög skrýtið. Í rauninni ætti að vera þjóðaratkvæðagreiðsla þegar það væri verið að ákveða hver sé fyndnasti maður Íslands. Það virkaði ágætlega enda kann fólk alltaf að meta þegar maður gerir grín að sjálfum sér. Maður getur ímyndað sér að þegar maður er fyndnasti maður Íslands sé mikið verið að biðja mann um að segja brandara eða vera fyndinn. Er það algengt núna að fólk sé alltaf að biðja þig um að segja eitthvað fyndið? Já, en það er eiginlega miklu algengara að fólk sé alltaf að segja mér brandara. Þá segir það: „Heyrðu, þú varst helvíti góður en ég má til með að segja þér einn helvíti góðan sem ég heyrði um daginn,“ og segir mér síðan einhvern brandara. Síðan man maður ekki helminginn af þessum bröndurum þótt mér sé yfi rleitt gefi nn kostur á að nota þá (hlær). Þegar maður er veislustjóri einhvers staðar er maður iðulega króaður af og þá eru menn alltaf eitthvað: „Heyrðu, er ekki búið að segja þér frá honum Axel á lagernum? Hann er búinn að keyra á fi mm sinnum á árinu, bíllinn er allur krambúleraður eftir hann. Þú verður nú eiginlega að skjóta aðeins á hann.“ Oft fi nnst manni eins og þú þurfi r ekki einu sinni að segja neitt til að vera fyndinn. Hver er galdurinn að fá fólk til að hlæja? Annar fótleggurinn á mér er eitthvað aðeins styttri þannig að ég hlýt að labba HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 210472. Uppáhaldsmatur: Lambahryggur upp á gamla mátann. Uppáhaldsstaður í heiminum: Hausinn á mér, það er góður staður. Uppáhaldsgrínmynd: Planes, Trains and Automobiles. Helsti kostur: Jákvæðnin. Helsti ókostur: Ég er óstundvís. FYNDNASTUR ALLRA LANDSMANNA Pétur Jóhann hreppti titilinn fyndnasti maður Íslands í samnefndri uppistandskeppni árið 1999. Keppnin var fyrst haldin árið áður en þá sigraði keppnina Sveinn Waage. Eftir sigurinn lá leið Péturs í útvarp þar sem hann stýrði skemmti- þættinum Ding dong með Dodda litla. Þess má til gamans geta að umrædd keppni, sem hefur einungis verið haldin einu sinni á síðustu sjö árum, fer einmitt fram í kvöld. Ég meina, það voru náttúrlega bara fi mm í dómnefnd í þessari keppni sem ákváðu það að ég væri fyndn- asti maður Íslands, það er mjög skrýtið. Í rauninni ætti að vera þjóðaratkvæðagreiðsla þegar það væri verið að ákveða hver sé fyndnasti maður Íslands.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.