Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Monitor viðtalið eitthvað asnalega. Ég lít á það sem helbera móðgun þegar fólk hlær svona að mér. Nei, nei, ef ég vissi galdurinn þá myndi ég opna þennan grínskóla sem þú varst að spyrja mig út í. Ég reyni bara að fylgja minni sannfæringu og tala um eitthvað sem mér fi nnst spaugilegt eða fyndið og stundum hittir það í mark en það hittir alls ekkert alltaf í mark. Ég hef oft lent í því að það hlæja ekkert allir eða bara enginn. Þegar maður lendir í því þá reynir maður að átta sig á hvað gerði það að verkum að enginn hló og taka það efni út og búa til eitthvað nýtt. Þannig virkar uppistandið. Það eru árshátíðir, þorrablót og alls kyns mannfagnaðir og það er voða erfi tt að vera með sama prógrammið úti um allt. Kannski kemurðu á karlakvöld og þá verðurðu kannski að vera dálítið grófur, sömuleiðis á konukvöldi, en svo kemurðu allt í einu á árshátíð Hamp- iðjunnar og þar er allur aldurshópur og þá þýðir ekkert fyrir þig að vera með sama efni og á karlakvöldinu. Þetta er bara limbó og það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Leggst uppistandari í þunglyndi þegar brandararnir hitta ekki í mark? Það er örugglega persónubundið. Ég fer kannski á mega bömmer um kvöldið sjálft. Á leiðinni heim er ég grátandi undir stýri á Terrano-inum með pening í rassvasanum en svo er ég búinn að gleyma því daginn eftir. Þegar þú vinnur við það að fá fólk til að hlæja, kemur þá aldrei fyrir að það sé erfi tt fyrir þig að fá fólk til að taka þig alvarlega? Maður rekur sig á það inni á milli. Það gerist ekki oft, en ef það gerist, þá gerist það til dæmis í bankanum. Þá mætir maður kannski til einhvers þjónustufulltrúa að biðja um tilboð í tryggingar þá fer hann bara að hlæja að manni. Ég segi þá kannski: „Nei, í alvöru, ég þarf að fá vitrænt tilboð í þetta, annars fer ég bara með viðskiptin mín annað“, og þá fer hann bara að hlæja ennþá meira. Það eru svoleiðis aðstæður, þar sem maður ætlar að vera ákveðni gæinn. Fólkið biðst þá reyndar oftast afsökunar og segir: „Æ, fyrirgefðu, mér fi nnst þú bara svo fyndinn þegar þú byrstir þig“, sem er alveg fyndið, ég get vottað fyrir það. Meira að segja börnin mín fara að hlæja þegar ég ætla að vera reiður. Þá kem ég kannski inn í herbergi og góla: „Hey, það þarf að taka til hérna, þetta er eins og í svínastíu!“ og svo þegar ég fer aftur út og loka, þá springa þau úr hlátri. Á netinu má heyra goðsagnakennt símaat frá Ding dong-árunum þar sem þú segir lögreglumanni að halda kjafti og fara í rassgat. Hafði þessi símahrekkur einhverjar afl eiðingar? Nei, engar. Ef ég man rétt vorum við reyndar kannski kallaðir til yfi rmanns okkar, yfi rmanns útvarpssviðs, og við beðnir um að gera ekkert í líkingu við þetta aftur. Við vorum alltaf í einhverju svona, vorum til dæmis í keppnum um það hvað við gætum haldið fólki lengi á línunni þótt værum að bulla í þeim. Við hringdum í eitthvað handahófskennt fólk og máttum til dæmis bara segja orðin „hvaða helvítis“ og ekkert annað. Það gat oft farið upp í fi mm, sex mínútur. Árið 2004 gekkst þú til liðs við Audda og Sveppa og gerðist einn af stjórnendum 70 mínútna, seinna Strákanna. Féllst þú strax inn í hópinn eins og fl ís við rass eða gerðu þeir þér lífi ð leitt til að byrja með? Þeir voru báðir, og eru, alveg yndislegir og við höldum ennþá miklu sambandi. Það var Auðunn Blöndal sem kveikti þessa hugmynd að ég gengi til liðs við þá. Ég fór upphafl ega bara til þeirra tveggja í viðtal í þættinum þeirra en þeir voru einmitt búnir að vera að leita að þriðja manni. Svo þegar ég var búinn að vera í viðtalinu þá kviknaði þessi hugmynd hjá Audda um hvort ég væri ekki klár í að vera með þeim. Ég þurfti nú aðeins að hugsa mig um, enda fannst mér mjög skemmti- legt í útvarpinu, og hafði verið dálítið ragur við að prófa nýja hluti en ég var náttúrlega búinn að vera að vinna með Audda og Sveppa í Svínasúpunni. Að lokum ákvað ég því að kýla á þetta og hef ekki séð eftir því. Þættirnir voru gífurlega vinsælir á meðal yngri kynslóð- arinnar. Þurftir þú að fara að haga þér eins og fyrirmynd unga fólksins eftir að þú byrjaðir í þáttunum? Já, óbeint þurfti ég að gera það. Það var samt ekkert fl ókið, ég reyni yfi rleitt að haga mér sæmilega og þurfti því í rauninni ekki að breyta neinu. Ég var samt alltaf bara þekktur sem „vinur hans Sveppa“ af krökkunum. Sveppi er einhvern veginn svo mikil krakkafígúra, með krullaða hárið og þéttvaxinn. Ég var allavega alltaf að lenda í því að vera að labba einhvers staðar og þá heyrði maður í lítilli stelpu: „Mamma, mamma! Þetta er vinur hans Sveppa! Halló vinur hans Sveppa!“ (hlær). Þessir krakkar nenntu ekkert að leggja nafnið mitt á minnið. Það var auðvelt að muna nafnið „Sveppi“, og þessi gæi þarna var bara vinur hans. Þið stáluð eftirminnilega senunni á blaðamannafundi með Will Smith í London þar sem hann lofaði meira að segja að koma þér í David Letterman. Hefur þú ekkert rukkað hann um að efna það? Nei, ertu með númerið hjá honum? Það má endilega koma því aftur í gang, ég væri meira en til í að koma og gera köttinn í Letterman. Þetta var góður blaðamanna- fundur, við fórum á nokkra svona í tengslum við Strák- ana. Það var alltaf spenna og gaman, við vorum alltaf hálfpartinn búnir að plana hvað við ætluðum að gera en svo fór það bara út um gluggann þegar við mættum inn. Það er allt svo formlegt þarna, það eru lífverðir og allir að passa upp á ímyndir stjarnanna og það má voðalega lítið út af bregða. Allir blaðamennirnir eru búnir að undirbúa sig alveg í bak og fyrir og þess vegna var svo gaman að láta eins og trúðar þarna. Allt fólkið varð svo hissa, að við værum að misnota þetta rosalega tækifæri til að hitta einhverjar goðsagnakenndar persónur í einhvern fífl agang, köttinn og eitthvað rugl. Í þáttunum var stundum grínast með að þú værir líkur Elton John. Hvernig kunnir þú við þá viðlíkingu? Þetta byrjaði víst einhvern tímann þannig að við Elton John vorum tvífarar vikunnar í einhverju blaði, það var kveikjan að þessu. Ég var reyndar líka einhvern tímann tvífari vikunnar með öðrum manni, honum Ármanni Reynissyni vinjettugæja (hlær). Það er mjög fyndið að vera tvífari Ármanns Reynissonar en ég var meira skotinn í því að vera tvífari Elton John. Af hverju byrjaðir þú á sínum tíma að herma eftir Jóni Ársæli? Það var eiginlega Bjarni æskuvinur minn sem byrjaði að gera grín að honum og við fórum síðan báðir að herma eftir honum að einhverju leyti. Bjarni byrjaði og svo stal ég þessu eiginlega bara af honum svo ef þú ert að lesa þetta, elsku Bjarni minn, þá áttu pen- ing inni hjá karlinum. Svo fannst Audda Blö þetta svo ógeðslega fyndið, við vorum einmitt á þessum tíma að gera grín að öðru sjónvarpsefni, svo ég lét til leiðast að taka Jón Ársæl nokkrum sinnum í þeim lið þáttarins. Jón Ársæll sagði einu sinni sjálfur að ástæðan fyrir því að honum fyndist þetta í lagi væri af því að ég næði honum svona vel og bætti við að hann væri í raun farinn að herma eftir mér. Sóttir þú eitthvað í reynsluna frá BYKO-árunum þegar þú túlkaðir starfsmann á plani á bensínstöð? Nei, í rauninni ekki. Ég sótti náttúrlega í FM-heiminn. Ég vann á FM957 í tvö og hálft ár og þar er þessi frasa- heimur, menn segja þúsund orð í einni setningu eða helst meira að segja í einu orði. Pælingin var að hann væri þannig týpa að hann gæti aldrei orðið svona gæi, sama hvað hann reyndi, og það heillaði mig. Hann væri bara „wannabe“ starfsmaður á FM og „wannabe“ umboðsmað- ur. Eftir að þættirnir slógu í gegn hefur það trúlega verið daglegt brauð að fólk stoppaði þig úti á götu til að fara með einhvern frasa úr þáttunum. Var það þreytandi? Nei, nei, ég hef nú umburðarlyndi gagnvart svona og lét þetta aldrei fara í taugarnar á mér. Ég held að maður eigi bara að vera þakklátur fyrir það ef fólk er ánægt með það sem þú ert að gera, fólk lýsir ánægjunni svona. Menn voru kannski að bera stóran kassa af eyrnapinnum í Hagkaup og kölluðu svo eftir manni: „Já sæll, eigum við að ræða það eitthvað eða?“, það er bara vinalegt. Svo fékk ég ófá símtöl þar sem menn voru í partíi og hringdu í mig: „Heyrðu Pétur, nennirðu ekki að segja „já sæll“?“ og ég bara: „jú, ertu með stillt á spíker?“ og lét svo vaða og þá sprakk allt partíið úr hlátri (hlær). Þú ert fyrst og fremst þekktur sem grínisti þótt Vakta- seríurnar hafi oft og tíðum verið dramatískar. Hvort kannt þú betur við að leika grín eða dramatískar senur? Ég kann bara jafnvel við bæði. Mér fi nnst grín dálítið skemmtilegt ef það er með smá dramatík í og dramatík er oft mjög fyndin. Það er mjög fyndið að sjá fullorðið fólk sem er dauft í dálkinn og er í fýlu, sérstaklega svona fullorðna menn sem eru í fýlu yfi r einhverju skrýtnu. Ólafur Ragnar í Vöktunum var náttúrlega bara með þroska á við lítið barn og gat farið í fýlu yfi r GPS-tæki eða hverju sem er. Nú stendur þú fyrir uppistandssýningunni Steini, Pési og gaur á trommu með Þorsteini Guðmunds og Helga Svavari. Er þessi sýning einvígi milli ykkar Þorsteins upp á hvor sé fyndnari? Nei, langt frá því. Við höfum skemmt áður saman hér og þar og eins og Steini orðaði svo skemmtilega einhvers staðar um daginn þá var ástæðan fyrir að hann hafði samband við mig sú að honum fannst kominn tími á að vinna með manni sem veit ekki hvernig mangó lítur út. Ég var sem sagt úti í búð að kaupa mangó en vissi ekkert hvernig það leit út en ég hitti konu Þorsteins fyrir tilviljun svo ég spurði hana bara hvernig þetta liti út. Svo sagði hún manninum sínum frá þessu og þá hugsaði hann víst: „Jæja, ég þarf að fara að vinna með Pétri.“ Hann var sem sagt með þessa hugmynd að við færum af stað með uppistandssýningu þar sem við skiptum tímanum á milli okkar og svo er þetta þannig að gaurinn á trommu brýtur þetta upp á meðan skiptingarnar eiga sér stað. Ég var samt alltaf bara þekktur sem „vinur hans Sveppa“ af krökkunum. Sveppi er einhvern veginn svo mikil krakkafígúra, með krullaða hárið og þéttvaxinn. WILL SMITH HREIFST AF KETTINUM Árið 2005 héldu þremenningarnir Auddi, Pétur Jóhann og Sveppi út til London á blaðamannafund með stórleikaranum Will Smith þegar verið var að kynna rómantísku gamanmyndina Hitch. Á blaða- mannafundinum beindist fl jótlega öll athygli að tríóinu enda létu þeir ekki eins og hefðbundnir blaðamenn. Meðal annars spurðu þeir Smith hvort hann ætti sér einhvern leyndan hæfi leika, og vísuðu í hæfi leika Péturs í að herma eftir ketti sem dæmi um slíkt. Stórleikaranum fannst mikið til kattareftirhermunnar koma og sagðist ætla að redda Pétri plássi í spjallþætti David Letterman. Sjálfur sagðist Will Smith frábær í að grípa vínber með munninum. Horfa má á blaðamannafundinn á YouTube. ÞRÍFARAR VIKUNNAR?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.