Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Mér skilst að þú eigir þér það sem áhugamál að keyra um með fellihýsið þitt og spjalla við ókunnugt fólk á tjaldstæðum. Um hvað tala fellihýsaeigendur saman? Já, mér fi nnst gaman að keyra eitthvert út í buskann, opna fellihýsið og skoða landið, krakkarnir hafa líka gaman af því. Samræður fellihýsaeigenda eru nátt- úrlega mismunandi eftir því hvar maður er staddur í útilegunni. Í upphafi byrja menn að setja út á mann eða hjálpa manni að tjalda og segja þá svona: „Mér þykir þú nú brattur að tjalda hér.“ Og maður spyr hvers vegna og þá er svarað: „Nú, spáin er auðvitað þannig að hann á að blása beint í fangið á þér þarna í fyrramálið.“ Svo eru menn bara að hjálpa manni, maður er ekkert endilega að biðja um hjálp, en allt í einu eru komnir kannski þrír í það að hjálpa manni að setja niður tjaldhæla. Þetta er áhugaverður heimur. Þú kynntist konunni þinni á MySpace. Hvort er hún skemmtilegri á netspjall- inu eða í persónu? Nú þarf ég að passa hvað ég segi (hugsar sig um), nei grín. Að sjálfsögðu er hún skemmtilegri í persónu, ég var nú alveg búinn að sjá hana áður en ég kynntist henni á netheimum, svo ég vissi alveg að hún væri ekta, að hún væri ekki gaur eða eitthvað svoleiðis. Hún var reyndar alveg ótrúlega skemmtileg á netspjallinu. Við spjöll- uðum á þessu í allnokkrar vikur áður en við hittumst aftur. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Framtíðin er óskrifað blað og ég tek henni með opnum örmum. Ég veit aldrei hvað ég geri næst, það er allavega óráðið sem stendur, og markmiðið er bara að deyja sáttur maður. Ég er að vinna í því hægt og rólega. Heldur þú að þú gætir sómað þér vel sem eftirmaður vinar þíns, Jóns Gnarr, sem borgarstjóri? Nei, takk, ég er góður. Ég væri hins vegar til í að verða forsætisráðherra (hlær). Nei, eða sendiherra, ég held að það væri ekta ég. Maður gæti kannski verið sendiherrann í Svíþjóð, boðið einhverju fl ottu fólki og verið bara: „Yes, you must visit Iceland, it‘s very nice.“ Veistu hvernig maður kemst í svoleiðis starf? ÞETTA EÐA HITT Næturvaktin eða 70 mínútur? Annað er leikið og hitt ekki, varla hægt að bera það saman. Bæði mjög skemmtilegt og bæði börn síns tíma. Uppistand eða sjónvarp? Skemmtunin er jafnmikil en ólík. Þú færð viðbrögð beint í æð í uppistandi en í sjónvarpinu færðu bara viðbrögð svona út undan þér. Jón Ársæll eða kötturinn? Kötturinn, ekki spurning. Hvort myndir þú frekar vilja vinna sem starfs- maður á plani á bensínstöð alla ævi eða stofna Grínskóla Péturs Jóhanns þar sem þú kenndir fólki að vera fyndið? Starfs- maður á plani. Það væri vonlaust fyrir mig að ætla að fara að miðla því í einhverjum skóla hvernig ætti að vera fyndinn.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.