Monitor - 10.11.2011, Side 18

Monitor - 10.11.2011, Side 18
Monitor FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 stíllinn Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Fimm sinnum fjölbreyttur. Áttu þér fyrirmynd hvað varðar tísku og fataval? Ég fæ innblástur frá fólkinu í kringum mig og fylgist mikið með götutísku. Annars finnst mér Patti Smith og vinkonurnar Alexa Chung og Tennessee Thomas, mega flottar. Hvar verslar þú helst fötin þín? Nostalgíu, Spúútnik, Einveru, Aftur, Public Beware og Beyond retro í London. Fyrir hvernig tilefni finnst þér skemmti- legast að klæða þig upp? Absalút fyrir þriðjudagsklúbbinn. Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? Kókosolíu, hún er allra meina bót. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú? Þorskur því það er hin sanna auðlind Ís- lendinga. Nú eða sauðkind af sömu ástæðu. Anika Laufey Baldursdóttir er tvítug lífsglöð stúlka sem hefur gríða- legan áhuga á tísku. Hún starfar sem verslunarstjóri Nostalgíu, þar sem hún kaupir ófá fötin og kíkti Stíllinn á fjölbreytta fataskápinn hennar. fataskápurinn BESTA Það er hálfvandræðalegt hvað ég nota þessa fjaðraflík mikið sem ég keypti í Nostalgíu. Enda passar hún eiginlega við allt. NÝJASTA Á veturna gerist ég algjör pelsaperri enda fátt kven- legra og hlýrra í kuldanum. Þetta er sá nýjasti og í mestu uppáhaldi í dag. Keyptur í Spúútnik. FLOTTASTA Þessi pallíettukjóll var búinn að stara lengi á mig í Nostalgíu þangað til ég gerðist svo djörf að máta hann og kolféll fyrir honum. Algjör partýflík! DÝRASTA Þessir Sonia Rykiel- skór eru búnir til úr demöntum og gullkornum eða það hlýtur allavega að vera ástæðan fyrir því að þeir kostuðu sem samsvarar mánaðarlaununum mínum fyrir nokkrum árum. SKRÍTNASTA OG ÞÆGILEGASTA Ótrúlegt en satt þá er þessi flennistóri kjóll, ekki náttkjóll heldur rándýr hönnunarflík sem ég stal af vinkonu minni og sef í. Bleiku skórnir: Mögulega skrítnustu og þægilegustu skór sem ég hef átt. Enda keyptir í stórfurðu- legri búð í Asíu. ELSTA Mér þykir afar vænt um þessi Ray ban sólgleraugu og þrátt fyrir að hafa týnt ófáum gleraugum í gegnum árin hefur mér alltaf tekist að passa vel upp á þessi. Það fylgir því líka skondin saga hvernig mér áskotnaðist þau. Myndir/Kristinn 18 Kókosolía allra meina bót

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.