Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Ryan Gosling Hæð: 185 sentímetrar. Besta hlutverk: Noah í The Notebook. Staðreynd: Var greindur með athyglisbrest í æsku og móðir hans kenndi honum í heima- húsi í eitt ár. Eitruð tilvitnun: „Ég hugsa mikið um dauðann, ég held við gerum það öll. Ég hugsa ekki um sjálfsvíg sem möguleika heldur sem skemmtun. Það er áhugavert að hugsa til þess að maður geti stjórnað því hvernig maður yfi rgefur þetta líf. Þetta er yfi rvofandi hlutur sem þú getur stjórnað.“ 1980 Fæðist þann 12. nóvember í London í Kanada. 1993 Byrjar í Walt Disney barna- þáttunum Mickey Mouse Club ásamt Justin Timberlake, Christina Aguilera og Britney Spears. 1998 Flytur til Nýja Sjálands til að leika titilhlutverkið í sjón- varpsþáttunum Hercules: The Legendary Journeys. 2001 Leikur gyðing sem gerist nýnasisti í myndinni The Believer og hlýtur mikið lof fyrir frammistöðu sína. 2002 Leikur í Murder by Numbers ásamt Söndru Bullock en þau tvö rugla saman reitum þetta árið og 2003. 2004 Leikur aðalhlut-verkið á móti Rachel McAdams í hinni róm- antísku The Notebook. Ári síðar byrja þau saman og eru saman með hléum til ársins 2008. 2006 Fer með hlutverk kennara sem er háður fíkniefnum í myndinni Half Nelson. Er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir vikið. 2007 Tilnefndur til Golden Globe- verðlaunanna fyrir leik sinni í myndinni Lars and the Real Girl. 2009 Einbeitir sér að tónlistinni. Gefur út plötu með hljómsveit sinni, Dead Man’s Bones. 2010 Leikur í spuna-myndinni Blue Valentine og er í tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna. 2011 Leikur í fyrsta sinn grínhlutverk í Crazy, Stupid, Love. Sama ár leikur hann hinn þögla bílstjóra sem aldrei er nefndur á nafn í myndinni Drive. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 „Loud noises!“ Brick Tamland, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy (2004). Steven Myers er ungur hugsjónamaður sem þrátt fyrir ungan aldur er talinn einn allra besti kosningastjóri Banda- ríkjanna, enda hefur hann alltaf náð markmiðum sínum fyrir þá frambjóð- endur sem hann hefur unnið fyrir. Nú vinnur hann við framboð þingmanns- ins Mike Morris sem ætlar sér að verða kandídat demókrata til embættis forseta Bandaríkjanna. Hingað til hefur allt gengið vel og allt sem virðist vanta er að fá stuðning eins lykilþingmanns við framboð Mikes. Þá fær Steven óvænt símtal frá kosningastjóra andstæðingsins og gerir í fram- haldinu sín mestu mistök á ferlinum sem leiða til þess að hann er rekinn úr vinnu fyrir framboðið. En hvað gerðist? Hver sveik hann og hvernig getur hann fengið vinnuna sína aftur? facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða á The Ides of March, fylgstu með … FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D MONEYBALL Tómas Leifsson Aðrar frumsýningar: Bakka-Baldur - African Cats - Human Centipede 2 - Tower Heist FRUMSÝNDAR FÖS. 11. NÓVEMBER The Ides of March Leikstjórn: George Clooney. Aðalhlutverk: Ryan Gosling, George Clooney, Philip Seymour Hoff man, Paul Giamatti, Marisa Tomei og Jeff rey Wright. Lengd: 101 mínúta. Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára. Kvikmyndahús: Sambíó in Egilshöll, Kringlunni, Álfabakka, Akureyri og Kefl avík. Pitt er fi tt Þó svo að hafnarbolti sé einhver sú leiðinlegasta íþrótt sem stunduð er í dag hafa Bandaríkjamenn gert margar skemmtilegar kvikmyndir um íþróttina. Moneyball er þar engin undantekning. Hún er byggð á sönnum atburðum og leikur Brad Pitt framkvæmdastjórann Billy Beane. Billy stjórnar liðinu Oakland At- hletics, smáliði sem getur ekki við keppt við stóru liðin þegar kemur að samningum leikmanna. Billy ræður því til sín tölfræðigúrúinn Peter Brand (Jonah Hill) og stilla þeir saman upp liði af leikmönnum sem önnur lið hafa hafnað. Tölfræðin sýnir þeim hvaða leikmenn skila mestu til liðsins og hverjir ekki. Moneyball er frekar týpísk bandarísk íþróttamynd sem kemur ekki mikið á óvart. Þrátt fyrir það er hún vel gerð kvikmynd í alla staði og þá sérstaklega handritið sem er einstaklega vel skrifað. Þegar Aaron Sorkin og Steven Zaillian koma saman verða engar sjoppubókmenntir til. Glæsilegur Hoffman Í Moneyball fer Brad Pitt með stórt hlutverk og snýst myndin í raun langmest um hans persónu. Pittarinn er, eins og allir vita, fjallmyndarlegur einstaklingur en einnig góður leikari. Það verður ekki tekið af honum. Hann skilar sínu mjög vel en mér fannst hann samt ekki sýna neinn stórleik. Óskar- stilnefningu fær hann efl aust en ég held hann fái ekki styttu. Þið lásuð þetta fyrst hér í Monitor. Aðrir leikarar eru einnig góðir og þá sérstaklega Philip Seymour Hoffman. Hoffman er einn af fáum leikurum í Hollywood sem leikur ekki alltaf sömu týpuna því hann virðist getað skellt sér í hvaða hlutverk sem er. Algjört kamelljón. Ég mæli því eindregið með þessari mynd því hún er falleg saga um mann sem lét ekki peninga stjórna sínu lífi . Speki sem aldrei verður þreytt. Ef það er einhver leikur sem mann langar að horfa ástleitnum augum á og segja, „Þú ert fallegasti leikur sem ég hef á ævinni séð“, þá er það Battlefi eld 3. Leikurinn keyrir á glænýrri grafíkvél sem heitir Frostbyte 2 og má nánast tala um gæði hennar sem grafískt klám. Söguþráður leiksins snýst um hryðjuverkamenn sem stolið hafa kjarnorkuvopnum og hafa uppi plön um að sprengja þær í stórborgum á borð við París og New York. Sagan er sögð frá mismunandi sjónarhorn- um og fara leikmenn í hlutverk ýmissa persóna sem varpa ljósi á hryðjuverkamennina og ill áform þeirra. En í leikjum eins og Battlefi eld 3 er það netspilunin sem skiptir mestu máli og eru góðu fréttirnar þær að netspilun leiksins er klárlega ein sú besta sem gerð hefur verið, en leikurinn inniheldur fjölmörg risastór borð sem eru mjög fjölbreytt og lifandi. Frostbyte 2 grafíkvélin tryggir að leikmenn geta eyðilagt töluvert stóran hluta borðanna og geta leikmenn til að mynda sprengt göt á byggingar og jafnvel jafnað sumar þeirra við jörðu. Aðalsmerki Battlefi eld-leikjanna hefur verið farartæki og er það undirstrikað svo um munar í Battlefi eld 3, en hægt er að hlamma sér niður í þotur, skriðdreka, jeppa, báta, þyrlur og fl eira. Í netspiluninni er hægt að velja um nokkrar gerðir hermanna til að spila sem, en þar á meðal eru verk- fræðingar (viðgerðagaurar) sem geta gert við allskyns farartæki og læknar sem geta hjálpað særðum her- mönnum. Allt sem leikmenn svo gera í netspiluninni skilar sér í stigum sem aftur skila sér í betri vopnum og fl eiri aukahlutum. Í PC-útgáfu leiksins geta allt að 64 spilað saman á netinu, en 24 eru hámarkið á PS3 og Xbox 360. Eins og áður segir er grafík leiksins stórkostleg og það sama má segja um tónlist og talsetningu leiksins sem er í hæsta gæðafl okki svo ekki sé minnst á öll hljóð í byssum og farartækjum leiks- ins. Endingin er nánást endalaus, enda alltaf eitthvað nýtt að gerast í netspilun leiksins, bæði ný borð og nýir möguleikar detta þar inn reglulega. Þannig að þeir sem eru í leit að nánu ástarsambandi við tölvuleik, sambandi þar sem útlit og innihald skipta máli, ættu að tékka á Battlefi eld 3. Ólafur Þór Jóelsson Grafískt klám Tegund: Skotleikur PEGI merking: 16+ Útgefandi: EA Dómar: Gamespot 8 af 10 / IGN 9 af 10 / Eurogamer 8 af 10 Battlefi eld 3 TÖ LV U L E I K U R

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.