Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 22
22 Monitor FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 10. nóvember 2011 | Allt að gerast - alla fi mmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? fílófaxið fi mmtud10nóv EURO-NÖRDAR KOMA SAMAN Hressó 20:00 Fáses, opinbert félag aðdá-enda Eurovision, býður öllum áhugasömum á þematengt vídjókvöld þar sem farið verður yfi r eftirminnilegustu lögin sem hafnað hafa í öðru sæti í keppninni. Tilvalið tækifæri til að koma út úr Eurovision- skápnum og hitta aðra forfallna aðdáendur. Aðgangur ókeypis. QUARASHI 11.11.11 Prikið 21:00 Hinir ódauðlegu Quarashi-liðar standa fyrir útgáfupartí nýs safndisks sem kom út á dögunum undir nafninu Anthology. Sveitin gefur boðsmiða á netinu. föstudagu11nóv Kvikmynd: Big Lebowski því the dude er svo svalur, Mean girls því að ég er svo einföld, Sódóma Reykjavík, bull sem meikar sens. En ég hef ekki einu sinni séð Star Wars þannig að ekki hlusta á mig. Þáttur: Það eru ekki til betri þættir en Human Planet. Fyrir mér festa þeir niður þá stóru hugmynd að enginn upplifi lífi ð á sama hátt. Bók: Síma- skráin, hún nýtist í svo ótal margt! Til dæmis eru fjórar Símaskrár sem halda uppi rúminu mínu og þegar ég á ekki pening fyrir klósettpappír þá er Símaskráin þarfasti þjónninn. Nei nei, mér fi nnst gaman að glugga í góðar ljóðabækur. Plata: Ég bý til mixtape með sama artistanum en af mismunandi plötum því að mér fi nnst gaman að skapa mitt eigið andrúmsloft. Ég myndi ekki segja að ég hlustaði mikið á plötur, frekar artista. En ef ég ætti að nefna eina plötu myndi ég segja að platan Woops með Andrew sé í miklu uppáhaldi af mörgum mismunandi ástæðum. Vefsíða: Stumble upon er ein af mínum uppáhaldssíðum. Þar vafrar kerfi ð með notand- ann um Internetið út frá hvar áhugi viðkomandi liggur. Staður: Stundum vakna ég á nóttunni og get ekki sofi ð, þá er bara eitt í stöðunni. Nammilandið í Hagkaup er opið allan sólar- hringinn og þar er nammibarinn næstum jafnlang- ur og álverið í Straumsvík. Síðast en ekki síst » Agnes Björt Andradóttir, söngkona, fílar: ARMSTRONG 11.11.11. Föstudagurinn 11. nóvember Vegamót kl. 23:00 „Neil Armstrong er virkilega fl ottur og tæknilegur plötusnúður með virkilega fl otta sögu. Hann hefur hitað upp fyrir Kanye, spilað á NBA „rookie shoutout“ og svo hefur hann fengið mikið lof fyrir sitt innlegg í hina svokölluðu mixtape menningu,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, eða Benni B-Ruff eins og hann kallar sig þegar hann þeytir skífum. Benni og plötusnúðurinn Jay-O verða Neil Armstrong til halds og trausts á Vegamótum. „Mesta snilldin er náttúrulega að Neil hitaði upp og spilaði á tónleikum með Jay-Z frá 2008 til 2010, þannig að hann er með svakalega reynslu í því að halda uppi alvöru stuði fyrir tugþúsundir manna. Í framhaldi af tónleikaferðalaginu með Jay-Z hefur hann svo komið fram með stórstjörnum á borð við Beyoncé, NERD, Timbaland, Common, Colplay og Puff Daddy.“ Benni segir að allir sem vilji dansa megi ekki láta sig vanta á föstudaginn. „Ekki skemmir fyrir að hann er sonur Neil Armstrong sem var fyrstur á tunglið. Nei, ég segi svona, hann er ekkert sonur hans.“ Alnafni tunglfara á Vegó SYKUR ÁSAMT NÓLÓ Gaukur á stöng 22:00 Sykur, sem nýverið gaf út plötuna Mesópótamía, treður upp á Gauknum ásamt hljómsveitinni Nolo. Tilvalið tækifæri til tjútts. Húsið opnar kl. 21. Miðaverð er 1.000 kr. KIRIYAMA FAMILY Faktorý 22:00 Kiriyama Family stendur fyrir tónleikum þar sem einn heppinn gestur mun ganga út með allan aðgangseyrinn. DJ Milla sér um upphitun. Miðaverð er 1.000 kr. monitor@monitor.is GÍSLI PÁLMI Gaukur á stöng 22:00 Hinn gallharði Gísli Pálmi ætlar að setja allt í gang á Gauknum. Þar verða fríar veitingar í boði en miðaverð er 1.000 kr. laugardag12nóv

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.