Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2011 Fáir hafa komist með tærnar þar sem Margrét Lára hefur hælana hvað varðar markaskorun í íslenskri knattspyrnu en hún hefur skorað hvorki fl eiri né færri en 198 mörk í 124 leikjum Íslandsmóts, bikar- og meistarakeppni. Eftir farsælt skeið í sænsku úrvalsdeildinni hefur hún nú samið við þýska stórveldið Turbine Potsdam sem hún bar á dögunum saman við það ef Gylfi Þór Sigurðsson gengi til liðs við Manchester United, svo hátt skrifað er Potsdam í kvennaboltanum. Margrét fær leikheimild með liðinu í janúar en fylgist með gengi liðsins í gegnum netið þangað til. Hún segist spennt fyrir þessu ævintýri þótt henni fi nnist hún hafa gleymt menntaskólaþýskunni að mestu leyti. Ert þú fædd með boltann á tánum? Ég er nú örugglega ekki fædd með hann á tánum en það var ekkert langt liðið á mína ævi þegar ég byrjaði að leika mér með bolta. Ég á tvo eldri bræður og svo var pabbi minn fótboltamaður, svo það var svo sem ekki langt að sækja það. Ég man alltaf þegar ég fór á mína fyrstu æfi ngu af því að ég var í rauninni dregin á hana af minni bestu vinkonu í dag. Þá var ég ekki nema fi mm ára og var bara að leika mér á róló eða eitthvað þegar hún kom og sagðist vera að fara á fótboltaæfi ngu. Þá vissi ég varla hvað það var en hún sagði: „Endilega komdu með mér“, eða kannski meira eitthvað á barnamáli, og ég dreif mig með út á mal- arvöll og ég held að ég hafi varla misst úr æfi ngu síðan. Slátraðir þú strákunum í fótbolta úti í Eyjum þegar þú varst yngri? Ég var náttúrlega alltaf með strákunum í fótbolta, var alltaf með bróður mínum sem er fjórum árum eldri en ég og vinum hans að spila. Ég lét alveg fi nna fyrir mér en ég var líka oft barin og spörkuð niður en ég held að það hafi bara hert mig. Ég ligg allavega ekkert oft í grasinu í dag. Jú, ég var mikið með strákum og jú, ég slátraði þeim alveg (hlær). Þú byrjaðir að spila með meistarafl okki ÍBV þrettán eða fjórtán ára gömul. Hvernig var að vera á fermingaraldri en æfa og spila með fullorðnum konum? Það var rosalega gaman, það er auðvitað draumur allra knattspyrnukvenna og –karla að spila með meistarafl okki síns félags. Það var frábært að fá tækifæri til þess en það var auðvitað líka ótrúlega stressandi. Það var ekki endilega stressandi að spila fótboltaleikina, heldur meira vegna þess að það var hefð í ÍBV að maður var fl engdur af liðsfélögunum eftir fyrsta leikinn sinn og þær tóku mig bara á miðjupunktinum beint eftir leik, gyrtu niður um mig og fl engdu mig allhressilega, sælla minninga. Félags- legi þátturinn var sem sagt meira stress en fótboltinn sjálfur. Maður fékk svona óblíðar móttökur til að byrja með en eftir það voru þær ekkert nema almennilegheitin uppmáluð. Þú skoraðir úr fyrstu snertingunni þinni fyrir A-landslið kvenna á sínum tíma. Hvernig tilfi nning var það? Það var náttúrlega geggjuð tilfi nning og byrjunin á einhverju miklu, miklu stærra og meira sem ég hef síðan afrekað fyrir landsliðið. Byrjunin var frábær og síðan þá hefur þetta auðvitað verið upp og niður en alveg frábært í heildina litið. Ég man eftir markinu, tilfi nningunni, mömmu grátandi uppi í stúku og amma táraðist víst við sjónvarpið heima og þetta er svona augnablik sem maður gleymir aldrei og mun lifa í minningunni sem er mjög gaman að. Þú ert stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Tókst þú þátt í félagslífi nu á menntaskólaárunum? Ég verð eiginlega að viðurkenna það að ég fór aldrei á árshátíð í menntaskóla og fór á eitt ball, það var með Nýdönsk. Ég var félagslega bæld í menntaskóla (hlær). Nei nei, ég var auðvitað mikið í fótboltanum og mínar bestu vinkonur voru í fótboltanum í Val á þessum tíma og ég var rosalega mikið í því að mæta bara í tíma og fara heim um leið og þeir voru búnir. Eftir á að hyggja hefði maður kannski átt að taka betur þátt, það hefði efl aust verið skemmtilegt, en svona var þetta bara og ég sé svo sem ekkert eftir því. Ég átti góða tíma í MK. Hvernig fi nnst þér staða mála í kvennaboltanum á Íslandi í dag? Ég held að þróunin sé fl ott, leikmenn eru að fara út að spila og það styrkir landsliðið, við erum bara að verða betri og betri. Leikmenn eru að spila leiki í hverri viku sem eru jafnkrefjandi og landsleikir svo það kemur landsliðinu ofar á heimslistanum og svoleiðis. Að sama skapi fá ungir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref hérna heima fl eiri tækifæri með sínum liðum og spila þá stærri hlutverk. Það er mjög mikilvægt, við stelpurnar sem erum í landsliðinu í dag spiluðum allar mikilvæg hlutverk í okkar félagsliðum frá fi mmtán, sextán ára aldri. Yngri fl okkar eru að styrkjast og við erum að fá marga efnilega leikmenn upp. Það sem mætti helst gagnrýna er að við erum ekki með U21 landslið, sem er mjög slæmt af því að við erum með U19 og svo A-landslið og bilið þarna á milli er rosalega mikið. Leikmennirnir sem eru þarna mitt á milli, eru kannski að banka á dyr í A-landsliðinu, þær fá ekki verkefni við sitt hæfi og eru því verr undirbúnar þegar þær koma út í djúpu laugina með A-landsliðinu. Mér fi nnst það áhyggjuefni en annars held ég að þróunin sé góð og ég vona að við fáum þessa góðu ungu leikmenn áfram. Við fengum síðast Söru Björk sem er ekki nema 21 árs en það er kominn tími á næstu ungu stjörnu. Er mikið um baktal og svoleiðis dramatík í kvenna- boltanum? Já, konur eru konum verstar, það er nú bara þannig. Ég held að það sé ekkert illa meint, þetta er bara eins og kaffi húsaspjall. Strákar fara kannski niður í bæ og lemja hver annan eða taka eina grófa tæklingu í næsta leik og svo er málið búið. Við sleppum því og förum frekar á kaffi húsin og tuðum og röfl um. Ég held að það risti ekkert djúpt og þetta er kannski ekki beint baktal en leikmenn í sitthvorum liðum tala hvor um annan og þetta fylgir líklega bara keppnum þar sem allir vilja vinna. Ef þú værir dæmd í útlegð á eyðieyju en mættir velja þrjár úr landsliðinu til að koma með þér, hverjar yrðu fyrir valinu? Fyrst og fremst myndi ég velja Guðnýju Björk, við erum búnar að búa saman úti í Svíþjóð þannig að við erum mjög góðar vinkonur. Ég þyrfti að hafa hana með því ég yrði að geta spilað skallatennis. Ég yrði líka að taka Dóru Maríu með mér af því að við erum herbergisfélagar í landsliðinu, ég gæti ekki sofi ð án hennar. Svo myndi ég örugglega taka Katrínu Ómars með. Hún er svona léttklikkuð, ég má alveg segja það því hún getur tekið því, hún myndi pottþétt koma okkur frá eyjunni með einhverjum lausnum. Svo er hún líka bara ótrúlega fyndin og skemmtileg. Þegar það kæmi að því að það þyrfti að borða eina til að lifa, hverja myndir þú borða? Ætli ég myndi ekki bara fórna mér sjálfri í það? Það er mesta kjötið á mér, ég er náttúrlega langmössuðust af þeim þannig að ég myndi fórna mér á grillið. Hver í landsliðinu er gáfuðust, hver er fyndnust og hver er frekust? Katrín Jónsdóttir er náttúrlega langgáfuðust, hún er læknir og við tökum þann titil ekki af henni. Katrín Ómars er fyndnust, þótt Edda sé líka fyndin. Ég ætla að segja að Sara Björk sé frekust. Hún er svona frek skástrik ákveðin, alla- vega inni á vellinum. Þú talaðir um merki- legan vígslusið hjá ÍBV en það vill einmitt loða við íþróttalið að vera með einhverja undarlega siði utan vallar. Gildir það um landsliðið? Ég myndi segja að það væri mjög undarlegt hvernig við undirbúum okkur inni í klefa fyrir leiki. Við dönsum rosalega mikið, það er bara eins og við séum að fara á Pál Óskar á NASA. Við erum í gír og það eru nokkrar þarna eins og Sif Atladóttir og Katrín Ómars sem eru búnar að mastera So You Think You Can Dance?-sporin. Þetta er rosaleg stemning og ég sæi Eið Smára, Gylfa Sigurðs og félaga í karlalandsliðinu ekki beint fyrir mér að taka þessi spor fyrir leiki. Er líka dansað hjá félagsliðunum í atvinnumennskunni? Hjá Kristianstad í Svíþjóð vorum við svo margir Íslend- ingarnir að við vorum búnar að smita þetta út þar. Hún „Sif-So You Think You Can Dance?“ er aðalstuðboltinn í þessu svo hún er búin að draga Svíana úr sínu þæginda- svæði í þessa stemningu. Ég reikna samt ekki beint með því að þýska stálið fari að taka einhverja breikdansa inni í klefa með mér fyrir leiki. Ég byrja allavega ekki á þessu á fyrstu vikunni en við sjáum hvað gerist þegar þær hafa vanist mér. Þér hefur aldrei verið vísað af velli hérlendis með rauðu spjaldi. Ert þú svona prúð? Ég fékk reyndar mitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í sumar með Kristianstad á móti hinu Íslendingaliðinu í sænsku deildinni, Djurgården. Ég braut einmitt á fyrirlið- anum okkar, Katrínu Jónsdóttur. Mér fi nnst ég voðalega prúð og heiðarleg inni á vellinum þótt það sé kannski ekki mitt að dæma. Sóknarmenn eiga heldur ekkert að vera í gulum eða rauðum spjöldum, varnarmenn eiga að taka það á sig. Við sóknarmenn eigum bara að vera í dúlleríinu að skora og leggja upp mörk. Er sérstakt stríð milli Íslendinganna í atvinnumanna- deildunum þegar liðin ykkar mætast? Auðvitað, ég væri að ljúga að þér ef ég neitaði því. Maður er alltaf að keppa um ákveðið stolt og maður vill ekki tapa fyrir hinum Íslendingunum, sérstaklega ekki þegar þetta eru góðar vinkonur manns. Það eru samt allir vinir þegar leikurinn er fl autaður af og dansa saman næst þegar landsliðið hittist. Á dögunum samdir þú við liðið Turbine Potsdam sem er á meðal stærstu félagsliða í heiminum. Hvernig leggst í þig að spila með svona stóru liði? Ég er mjög spennt fyrir þessu og held að ég sé tilbúin í þetta núna, bæði andlega og líkamlega. Ég er búin að vera að glíma dálítið við meiðsli undanfarin ár og hef áður fengið tilboð frá stórum liðum en þurft að neita því vegna meiðsla og annað. Mér fi nnst ég vera að komast á rétt skrið núna, átti gott sumar og fer með það inn í næsta ár. Þetta verður krefjandi og erfi tt verkefni en án efa skemmtilegt. Þetta er tilraun númer tvö hjá þér varðandi þýsku deildina því þú fórst til Duisburg tvítug að aldri en snerir fl jótlega heim. Hvers vegna gekk það ekki upp? Það voru margir þættir sem spiluðu inn í. Á þessum tíma var ég mjög ung og reynslu- lítil og félagið stóð kannski alveg við sitt í samningnum. Mér leið ekki vel úti í Þýskalandi þá, liðið hittist aldrei utan æfi nga og gerði ekkert saman þannig að maður mætti bara á æfi ngar einu sinni á dag og fór síðan heim og varð einangr- aður. Það er erfi tt að vera einn og hafa engan til að deila þessum 22 klukkustundum sem fara ekki í æfi ngar með. Mig langaði samt að prófa þetta en sé hins vegar ekki eftir því að hafa komið heim. Sumarið 2007 lifi r lengi í mínu minni fyrir frábært ár og ég þroskaðist mikið af því að fara út. Maður heyrir stundum að lífi ð sem atvinnumaður í íþrótt geti verið einmanalegt. Hvernig upplifi r þú það? Ég er þannig gerð að ég þrífst best í umhverfi þar sem það er mikið að gera og langar alltaf helst að vera í boltan- … þær tóku mig bara á miðjupunktinum beint eftir leik, gyrtu niður um mig og fl engdu mig allhressilega, sælla minninga. HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 250786. Uppáhaldsmatur: Nautasteik með öllu tilheyrandi. Uppáhaldsstaður í heiminum: Vestmanna- eyjar. Fyrirmynd í fótboltanum: Gamli Ronaldo. Helsti kostur: Metnaðargjörn. Helsti ókostur: Óstundvísi. Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.