Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2011 um, skóla og jafnvel vinnu líka. Lífi ð sem atvinnumaður er þannig að maður er með mikinn frítíma, sem getur verið kostur og galli. Það er galli að því leyti að þá hefur maður kannski meiri tíma til að fara að velta sér upp úr hlutum eins og þegar maður saknar fjölskyldunnar eða kærast- ans, sem hefur búið heima á Íslandi þann tíma sem ég hef verið úti. Þess vegna kom ég mér í sálfræðifjarnám frá Háskólanum á Akureyri. Það er algengt bæði í karla- og kvennaknattspyrnu að leikmenn hugsi mikið um útlitið inni á vellinum. Hugsar þú um að líta vel út á vellinum? Já, auðvitað hugsar maður um það líka. Ég slétti alveg á mér hárið og set á mig maskara fyrir leiki eins og stelpur gera. Ég er ekkert að dressa mig upp og fara í „extreme make-over“ en þegar það eru sjónvarpsleikir og svona þá hendir maður kannski aðeins í grímuna á sér. Mér fi nnst skipta máli að líta vel út. Ég spila ekki í svörtum takkaskóm, fi nnst bara miklu meira kúl að spila í hvítum, og ég er yfi rleitt í hjólabuxum innanundir sem eru í sama lit og treyjan en ekki stuttbuxurnar. Maður reynir kannski að vera með hárbönd í stíl við búninginn. Auðvitað hugsar maður um lúkkið innan vallar alveg eins og utan hans. Tekur þú þá aukalegan tíma í að hafa þig til fyrir sjónvarpsleiki? Kannski aðeins (hlær), en auðvitað er aðaleinbeitingin á leiknum. Þetta er samt hluti af þessu. Leyfi r atvinnuknattspyrnukona sér skyndibitafæði og nammi á laugardögum? Já, ég er alveg nammigrís en ég er ekkert rosalega mikið fyrir skyndibitann. Mér fi nnst súkkulaði mjög gott og það er kannski einn af mínum ókostum. Ég held að allir atvinnumenn geti skrifað upp á það að þeir hafi lagt ýmist óhollt fæði og drykki inn fyrir sínar varir. Ég held mig þó frá áfengi og öðrum vímuefnum svo ég leyfi mér súkkulaði á laugardögum í staðinn. Mér skilst að þú hafi r gaman af því að syngja. Þessa dagana er fyrrum landsliðsmaðurinn í handbolta, Logi Geirs, að reyna að meika það sem poppari. Má búast við að þú æðir inn í þann bransa áður en langt um líður? Ég er með viskírödd og ég held að þær séu ekki vinsælar söngraddir. Reyndar gerði Birgitta Haukdal garðinn frægan á sínum tíma og ég gæti mögulega fetað í hennar spor en ég þyrfti að fá smá kennslu. Eða ekki smá, ég þyrfti að fá mikla kennslu. Að öllu gamni slepptu, þá held ég ekki. Mér fi nnst gaman að syngja og hef oft sagt að ég hefði viljað vera poppstjarna ef ég hefði getað það. Ég er hins vegar langt frá því að geta það, ég fékk víst hæfi leika í fæturna. Ég hugsa að ég reyni bara að rækta þá hæfi leika og sjái til með sönginn. Hvað átt þú eftir að gera sem knattspyrnukona? Átt þú þér einhver yfi rlýst markmið? Ég á eftir að gera fullt. Ég er náttúrlega bara 25 ára og er kannski að fara á mín bestu ár núna svo ef ég næ að halda mér meiðslalausri þá get ég náð ennþá lengra. Mig dreymir um að komast á Heimsmeistaramótið með landsliðinu, halda áfram að standa mig vel þar og hjálpa liðinu til að brjóta fl eiri blöð í þeirri sögu. Persónulega er ég síðan að fara í stórt og krefjandi verkefni, eitthvað sem getur orðið mikill draumur. Ég þarf auðvitað að hafa fyrir hlutunum, sem ég ætla mér að gera, og ég er alveg full af eldmóð núna. Mér fi nnst ég nýr leikmaður eftir að hafa loks komist út úr þessum meiðslum, mér fi nnst eins og ég hafi verið í barneignafríi þar sem ég er að koma til baka núna. Ég er að fara að spila með liði sem er eitt besta lið heims í kvennaboltanum í dag og yfi rlýst markmið þess er að vinna þýska meistaratitilinn, bikarinn og Meistara- deildina svo það hljóta að vera mín markmið líka. Talandi um barneignir, er það eitthvað sem afreksí- þróttakona má við að vera að hugsa út í á sínum bestu árum? Við bíðum bara eftir því að karlarnir geti farið að ganga með börnin. Nei, auðvitað er það eitt af því sem er á pásu hjá manni. Fótboltinn er eitthvað sem maður getur auðvitað gert í svo stuttan tíma, maður getur eignast börn seinna. Það er allt í lagi, maður verður að ferma börnin svona um sjötugt (hlær). Núna er maður á fullu í þessu, þetta tekur allan tíma og orku, svo hitt verður að bíða betri tíma. Ég er hins vegar mikil barna- og fjölskyldu- manneskja svo mig langar að stofna til fjölskyldu einn daginn og fara að búa til litla fótboltastelpur eða –stráka framtíðarinnar, það væri ekkert leiðinlegt. ÞETTA EÐA HITT Lundakjöt eða pizza? Lundakjöt. Þjóðhátíð eða EM? EM, ef ég er að spila þar. Ef þú meinar að horfa á karlana á EM, þá er það klárlega Þjóðhátíð. Adidas eða Nike? Hvorugt. Hvort myndir þú frekar velja að missa alla fótboltahæfi leika eða að Þjóðhátíð í Eyjum yrði lögð niður fyrir fullt og allt? Að Þjóðhátíð yrði lögð niður, sorrí allir.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.