Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Kristen Stewart Hæð: 167 sentímetrar. Besta hlutverk: Isabella Swan í Twilight. Staðreynd: Stewart er með brúnar linsur í hlutverki sínu í Twilight-myndunum. Hennar raunverulegi augnlitur er grænn. Eitruð tilvitnun: „Stelpur eru ógnvekjandi. Ég er skíthrædd við stóra stelpuhópa.“ 1990 Fæðist í Los Angel-es þann 9. apríl. 1999 Leikur sitt fyrsta hlutverk í bíó- mynd þegar hún leikur stúlku sem segir ekkert í myndinni The Thirteenth Year. 2002 Hlýtur sitt fyrsta hlutverk í stórmynd þegar hún leikur sykursjúka stúlku, Sarah Altman, í myndinni Panic Room. Þar leikur hún á móti Jodie Foster. Hún var tilnefnd til Young Artist-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína. 2003 Aftur er Stewart tilnefnd til Young Artist-verðlaunanna, nú fyrir hlutverk sitt í hryllinum Cold Creek Manor. Sama ár byrjar hún í heimaskóla vegna óreglu- legrar mætingar í skóla. 2004 Leikur í fyrsta sinn í aðalhlut- verki í myndinni Catch That Kid. Sama ár fer hún með hlutverk stúlku sem er nauðgað í sjónvarpsmyndinni Speak. Hlutverkið er fremur þögult en hefur fært Stewart mikið lof. 2007 Leikur í In the Land of Women. Hún leikur einnig táningssöng- konu, Tracy, í myndinni Into the Wild sem Sean Penn leikstýrir. 2008 Fer með lítið hlutverk í Jumper og leikur einnig í What Just Happened með Robert De Niro. Í október er fyrsta Twilight-mynd- in frumsýnd og hlýtur Stewart kvikmyndaverðlaun MTV-sjón- varpsstöðvarinnar fyrir besta leik konu í aðalhlutverki. 2009 Leikur aðalhlut-verkið í Advent- ureland á móti Jesse Eisenberg, sem síðar fór með hlutverk Mark Zuckerberg í Social Network. The Twilight Saga: New Moon kemur einnig út og Stewart hlýtur MTV-verðlaun. 2010 The Twilight Saga: Eclipse er frum- sýnd og enn fer Stewart með hlutverk Bellu. MTV-sjónvarps- stöðin heldur uppteknum hætti og verðlaunar Stewart. Hún leikur einnig í The Runaways ásamt Dakota Fanning. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2011 Meðleikari Kristen Stewart í Into the Wild, Emile Hirsch mælti með henni í hlutverk Bellu en hann hafði áður unnið með leikstjóra Twilight við gerð myndarinnar Lords of Dogtown. Þau Bella og Edward ganga í hjónaband þrátt fyrir að ekki séu allir sáttir við þann ráðahag, þar á meðal Jacob, enda er hann sjálfur ástfanginn af Bellu. Strax eftir brúðkaupið halda þau Bella og Edward til Brasilíu þar sem þau eyða sínum fyrstu brúðkaupsdögum í rómantísku andrúmslofti við eina af ströndum landsins. Nokkrum dögum síðar verður Bellu ljóst að hún er orðin ófrísk af barni þeirra Edwards. Fréttirnar af hinu nýja barni leggjast hins vegar ekki jafnvel í alla. Foringjar vampíruhópsins telja að Bellu sé stórhætta búin fæði hún það, en úlfurinn Sam er sannfærður um að barnið eigi eftir að gera út af við úlfana fái það að koma í heiminn. Til að varna því ákveður Sam að Bella þurfi að deyja, svo og allir sem tilheyra Cullen-hópnum. facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða á Twilight Saga, fylgstu með … FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D TOWER HEIST Aðrar frumsýningar: Immortals 3D - Elías og fjársjóðsleitin FRUMSÝNDAR FÖS. 18. NÓVEMBER Twilight Saga: Breaking Dawn Leikstjórn: Bill Condon. Aðalhlutverk: Robert Pattinson, Kristen Stewart, Taylor Lautner, Ashley Greene, Dakota Fanning, Michael Sheen, Maggie Grace og Anna Kendrick. Lengd: 115 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri, Selfossi og Kefl avík. Ekki nógu fyndin Myndin fjallar um starfsmenn íbúðahótels sem ákveða að reyna að ræna ríkasta íbúann eftir að hann sveik peninga út úr þeim öllum. Ég leyfði mér að hafa smá væntingar áður en ég fór, bjóst jafnvel við góðu „kombakki“ frá Eddie Murphy og Ben Stiller er yfi rleitt alltaf skemmtilegur. En því miður þá varð ég fyrir vonbrigðum. Myndin er bara ekki nógu góð og kannski það sem verra er fyrir svona grín- mynd, alls ekki nógu fyndin. Hún er auðvitað algjör formúla sem mér hefði reyndar fundist í góðu lagi ef hún hefði verið mjög fyndin og skemmtileg en svo var ekki. Myndin nær aldrei neinu fl ugi, er meira bara svona að keyra um á fl ugvellinum í staðinn fyrir að taka á loft. Lítið kjöt á beinunum Söguþráðurinn er ágætis hugmynd en maður fær það fl jótt á tilfi nninguna að handritshöfundarnir hafi ekki alveg vitað hvernig þeir ættu að klára hana. Lítið sem ekkert kjöt er á beinunum fyrir utan stöku brandara sem fær mann til að brosa. Að lokum rennur hún bara út í sandinn og maður er eiginlega bara nokkuð feginn að hún sé á enda. Eddie Murphy á ágætis spretti innan um og það sama má segja um Gabourey Sidibe. Ben Stiller er bara Ben Stiller og Matthew Broderick, sem ekkert hefur sést til síðan í Godzilla, náði sér heldur aldrei almennilega á strik. Það verður þó að viðurkennast að ég hef aldrei verið neinn sérstakur Matthew Broderick-aðdáandi. Myndin er efl aust ágætis afþreying fyrir þá sem gera ekki miklar kröfur en það er líklega ódýrara að horfa bara á trailerinn, öll fyndnu atriðin eru þar. Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands og hálfrar aldar afmæli Háskólabíós standa stofnanirnar fyrir mánudagsbíó í hverri viku. Á kvöldunum hafa verið sýndar myndir sem hafa margar hverjar ekki verið sýndar í kvikmyndahúsi svo árum skipti en á meðal mynda sem varpað hefur verið á hvíta tjaldið frá því í vor eru Coming to America, Top Gun, Psycho og Schindler‘s List. Sýningarnar fara fram í Stóra sal og eru þær á hagstæðu verði en miðinn kostar 500 kr., rétt eins og fyrir rúmum áratug síðan. Næsta mynd sem sýnd verður þann 21. nóvember er háklassíkin Indiana Jones: Raiders of the Lost Ark í leikstjórn Steven Spielberg. Eins og allir vita túlkaði Harrison Ford þennan fræga fornleifafræðing með ódauðlegum hætti en myndin kom út fyrir 30 árum síðan var jafnframt sú fyrsta í myndafl okknum um Indiana Jones. Háskóli Íslands og Háskólabíó sýna sígildar myndir á hverju mánudagskvöldi á hagstæðum kjörum. Næsta mánudag verður myndin Indiana Jones: Raiders of the Lost Ark sýnd í Stóra salnum. Aftur til fortíðar á mánudögum Kristján Sturla Bjarnason HARRISON FORD-LEIFAFRÆÐINGUR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.