Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 21
21 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2011 Monitor Netið, fótbolti, iPod, Facebook, skyndibiti og merkja-föt. Þetta eru fyrirbæri sem á meðal annarra fylla upp í hversdagslíf mitt sem ungur strákur búsettur í höfuðborg Íslands. Ég vakna á morgnana, fæ mér morgunkorn, klæði mig í gallabuxur, stekk út í strætó, mæti í vinnuna og kíki kannski í bíó á tyllidögum. Ég held meira að segja að líf þetta sé tiltölulega dæmigert. Þetta er heimurinn sem ég geri ráð fyrir að lesendur Monitor lifi og hrærist í. Við búum í heimi tæknivæðingar og -framfara sem við trúum að bæti samfélagið okkar og geri lífi ð auðveldara. Í síðustu viku hlammaði ég mér fyrir framan sjón- varpið sem trúlega er einmitt mjög dæmigert fyrir lifnaðarhætti ungs manns í tæknivæddu samfélagi. Aldrei þessu vant horfði ég á fræðslu- efni á RÚV sem opnaði augun mín enn á ný fyrir því hversu klikkaður þessi heimur sem við lifum í er. Þátturinn sagði frá tengslum mannkynsins við jörðina og hvernig það hefur sigrast á öfgakenndum aðstæðum til þess að byggja sér heimili. Hann sagði frá fólki sem býr í regnskógum og hefur lifi brauð af því að karlmaður- inn í fjölskyldunni klifrar upp í 40 metra há tré til þess að komast í býfl ugnabú og ræna hunanginu þeirra. Það gerir hann með einu reipi búnu til úr jurtum að vopni á meðan brjálaðar býfl ugurnar verja búið með lífi sínu. Þarna er mikið á sig lagt fyrir máltíð dagsins. Hversdagslíf þessa fólks í regnskógunum sló mig út af laginu og það gerði næsta umfjöllunarefni þáttarins líka. Næsti ættbálkur sem þátturinn fjallaði um var merkilegur fyrir margar sakir en einkum fyrir þær að hann er svo einangraður og afskekktur að aldrei áður hafði sést til hans né spurst. Hér er um að ræða manneskjur eins og lesendur Monitor sem er uppi á því herrans ári 2011 en hafði aldrei náðst á mynd áður og trúlega voru þetta fyrstu kynni þess af umheiminum yfi r höfuð. Fyrir okkur er þetta fólk í raun geimverur sem þó búa á nákvæmlega sama bláa hnetti og við. Ástæða þess að ég taldi mig knúinn til að stinga niður penna var hvorki til þess að vera eitthvað yfi rdrifi ð heimspekilegur né að láta eins og ég sé fyrsti maðurinn sem hugsar til þessa fólks sem býr gjörsamlega einangrað frá öðrum jarðarbúum, mér fi nnst bara tilhugsunin um mismuninn á samfélagi okkar og samfélagi þessa fólks svo rosaleg að ég næ bara ekki utan um hana. Um hvað talar þetta fólk sín á milli? Grínast það við hvort annað og segir brandara? Á það sér áhuga- mál? Að sama skapi verður það gjörsamlega súrrealískt að hugsa til þess hvernig atriði sem ég álít stundum heimsins stærstu vandamál, eins og batterísleysi farsímans míns, blikna gjörsamlega í samanburði við vandamál þessa fólks. Flest allt sem ég pirra mig yfi r kallast lúxusvanda- mál samanborið við það að þurfa að klifra 40 metra upp í loftið og hrista af sér her býfl ugna til þess eins að fá að borða. Mannskepnan er magnað fyrirbæri og þetta líf er klikkað. Þótt margt sé ólíkt með okkur mönnunum þá má kannski benda á eitt og annað sem við eigum sameiginlegt. Trúlega erum við öll að leita að einhverju, en munurinn er þó sennilega fólginn í hvers er leitað. Í hinum vestræna heimi leita menn kannski helst að heppilegri bráð til að veiða í matinn til að lifa af á meðan að í hinum miklu regnskógum er algengara að leitin sé að sannleikanum um hvort Justin Bieber sé virkilega pabbinn eða ekki. Eða var það kannski öfugt? Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Geimverur á jörð ÆTLI ÞETTA FÓLK KUNNI Á IPAD? VERTU KLÁR Á FORSÍÐU Fylgstu með á Facebook

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.