Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 15
MORKINSKINNA Morkinskinna er mikið konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá þeim konungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga á Stiklarstöðum árið 1030. Ritið mun í öndverðu hafa náð fram að valdatöku Sverris Sigurðarsonar seint á 12. öld, en niðurlagið er glatað. Hér er á ferð elsta rit þar sem saga margra konunga er rakin ítarlega. Morkinskinna gerist einkum við norsku hirðina, og mikill áhugi er þar á hirðmenningu og hirðlífi. Ein höfuðprýði Morkinskinnu eru hinar mörgu frásagnir af samskiptum konunga við Íslendinga sem dveljast í Noregi, hinir svonefndu Íslendinga þættir. Flestir eru þættirnir í sögu Haralds harðráða. Sumir þáttanna eru meðal meistaraverka íslenskra bókmennta, svo sem Auðunar þáttur vestfirska, Halldórs þáttur Snorrasonar, Hreiðars þáttur heimska og Sneglu-Halla þáttur. Vísur Morkinskinnu og skáld þeirra setja jafnframt mikinn svip á verkið. Morkinskinna er hér í fyrsta sinn gerð aðgengileg íslenskum almenningi, með ítarlegum formála og skýringum. Verkið er í tveimur bindum; í þeim báðum eru formálar og skýringar, en skrár sem gilda fyrir bæði bindin eru í því síðara. Útgáfur Íslenzkra fornrita eru gerðar úr garði með rækilegum inngangi og skýringum á kveðskap og torskildum orðum neðanmáls, auk sögulegrar, mannfræðilegrar og landfræðilegrar glöggvunar á atburðum og aðstæðum þar sem þurfa þykir. Myndir og kort prýða útgáfuna. TVÖ NÝ BINDI ÍSLENZKRA FORNRITA Dreifing Við óskum þeim Ármanni Jakobssyni og Þórði Inga Guðjónssyni til hamingju með tilnefninguna. Nánari upplýsingar um heildarútgáfu Íslenzkra fornrita er að finna á www.hib.is HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG HIÐ ÍSLENZKA FORNRITAFÉLAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.