Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbli.is Á ætlað er að skila frum- matsskýrslu vegna um- hverfisáhrifa kísil- málmverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík inn til meðferðar Skipulagsstofn- unar í apríl á næsta ári og að álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu geti legið fyrir í október 2012. Stefnt er að því að framkvæmdir við verk- smiðju PCC geti hafist á árinu 2012 og að fyrsta þrepi í uppbyggingu á verksmiðju með framleiðslugetu sem nemur 33 þúsund tonnum ljúki á árinu 2014, segir í drögum að til- lögu að matsáætlun, sem unnin er af Eflu verkfræðistofu. Samstarfssamningur var gerður í haust milli þýska fyrirtæksins PCC og sveitarfélgsins Norðurþings varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landi Bakka. Ekki hefur verið gengið frá raforkusamningum, en í frétt frá Eflu um mat á um- hverfisáhrifum kemur fram að samningaviðræður standi yfir á milli fyrirtækisins og Landsvirkjunar um kaup á orku til verksmiðjunnar. Heildarorkuþörf hennar verður um 52 megawött í upphafi og 104 MW þegar stækkun er lokið. Engar ákvarðanir Bæði PCC og fyrirtækið Thorsil hafa sótt um lóð á Bakka, en Thorsil hefur um tveggja ára skeið unnið að undirbúningi að byggingu kísil- málmverksmiðju þar. Stefnt hefur verið að því að hún verði gangsett á fyrsta ársfjórðungi 2015. Þá hefur fyrirtækið Carbon Recycling Int- ernational, sem er í eigu íslenskra og bandarískra aðila, uppi áform um metanólverksmiðju við Kröflu. Finnska fyrirtækið Kemira hefur sent inn fyrirspurn um matsskyldu vegna mögulegrar natríumklórat- verksmiðju á Bakka og Grundar- tanga. Engar ákvarðanir liggja fyrir um þessi verkefni. Álit Skipulagsstofnunar sam- kvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum er ein af forsendum þess að sveitarfélagið geti gefið út fram- kvæmdaleyfi og Umhverfisstofnun starfsleyfi. Í vinnu við frummats- skýrsluna verður lögð áhersla á að skoða þætti eins og loftmengun, samfélagsleg áhrif, flutning og geymslu efna, áhrif á landslag og sjónræna þætti og umhverfisáhrif á framkvæmdatíma. Á sínum tíma var gert umhverfismat vegna álvers á Bakka sem þá var í umræðunni og gæti hluti gagna sem aflað hefur verið nýst við matið nú, eins og hvað varðar grunnástand í umhverfinu. Alþjóðlegur hópur fyrirtækja Í frétt frá Eflu kemur fram að PCC er alþjóðlegur hópur fyrir- tækja með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi. Fyrirtæki PCC eru með starfsemi í 13 löndum með um 2.200 starfsmenn. Starfsemin nær yfir þrjár megingreinar: efnafram- leiðslu, orkuframleiðslu og flutninga og er áætluð velta ársins 2011 alls um 620 milljónir evra. Meðal fyr- irtækja í PCC er efnaverksmiðja í Wroclaw í Póllandi sem er ein stærsta verksmiðja sinnar tegundar í landinu, þar sem framleidd eru efni fyrir plastiðnað, húsgagnafram- leiðslu og efni fyrir framleiðslu á þvotta- og hreinsiefnum. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan á Bakka verði reist í tveimur áföng- um, hvor um sig með 33 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan rísi á um 20 hektara iðnaðarsvæði á Bakka. Áætlað er að 150 framtíðarstörf skapist við rekstur kísilmálmverk- smiðjunnar að ótöldum þeim störf- um sem skapast á svæðinu vegna kaupa verksmiðjunnar á orku og þjónustu. Tíu mánaða ferli við umhverfismat hafið Áhugi Fyrirtækin PCC og Thorsil hafa bæði sótt um lóð á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík og hafið er ferli umhverfismats vegna áforma PCC. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í vikunni lögðunokkrir þing-menn fram tillögu til þings- ályktunar „um faglega úttekt á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi“. Nánar til tekið er þar lagt til að Alþingi álykti „að fram fari fagleg út- tekt á rekstri og reynslu af starfrækslu réttargeðdeild- arinnar að Sogni í Ölfusi. Einnig verði metnir kostir og gallar þess að flytja starfsem- ina frá Sogni á Kleppsspítala út frá faglegum rökum. Þar til úttektin liggur fyrir verði flutningi stofnunarinnar frá Sogni á Kleppsspítala frest- að“. Í tillögunni segir ennfremur að velferðarráðherra skuli skipa starfshóp til að fram- kvæma hina faglegu úttekt og að í þeim hópi skuli eiga full- trúa Geðvernd, sem velji full- trúa úr hópi gæslufólks á Sogni, Geðlæknafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Úttektinni skuli lokið í maí á næsta ári. Allt lítur þetta ágætlega út og virðist gefa til kynna að flutningsmönnum tillögunnar sé annt um starfsemina á Sogni og að hún haldi áfram á þeim stað, enda eru í grein- argerð færð rök fyrir því að jákvæð reynsla sé af rekstr- inum og að samfélagið hafi „fóstrað starfsemina vel“ og að uppbygging hennar á svæðinu sé „um leið skuld- binding við samfélagið“. Af þessum sökum þurfi ekki að- eins fagleg rök fyrir flutningi deildarinnar, heldur „afger- andi fagleg rök“. Svo er rakið að velferð vistmann- anna skipti mestu um hvort deildin skuli flutt og ítrekað að það þurfi „skýr fagleg rök að liggja að baki ákvörðun um flutning rótgróinnar stofn- unar á borð við Sogn“. Ýmsum öðrum sjónarmiðum er bætt við til að rökstyðja að réttargeðdeildin skuli vera áfram á Sogni, meðal annars að reynslan sé góð og hafi það verið „niðurstaða fyrri úttekta á starfseminni og þarf því að rökstyðja það ítarlega og fag- lega ef á að leggja deildina niður og flytja annað“. Öllu meiri áhersla verður varla lögð á að réttargeðdeild- in fari hvergi og alls ekki nema „afgerandi fagleg rök“ styðji flutninginn. Sama dag og þessi þings- ályktunartillaga var lögð fram skilaði meirihluti fjár- laganefndar inn breyting- artillögu við fjárlagafrum- varpið þar sem fjármálaráðherra er veitt heimild til að „selja fasteignir ríkisins að Sogni í Ölfusi og ráðstafa andvirðinu að hluta til uppbyggingar nýrrar rétt- argeðdeildar á Kleppi“. Svo einkennilega vill til að tveir þingmenn, þeir Björgvin G. Sigurðsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson, eru flutn- ingsmenn að báðum þessum tillögum. Eiga réttargeðdeildin á Sogni, vistmenn þar, starfs- menn og ofangreind fagfélög, að ógleymdum kjósendum, ekki betra skilið en að þing- menn séu með slíkan leik- araskap? Stundum verður sýndarmennskan öllu öðru yfirsterkari} Tvær tillögur tveggja þingmanna Hræðsluauglýs-ingar eru sér- stakt fyrirbæri og ekki í sérstöku uppáhaldi hjá öll- um. En þær eru gerðar vegna þess að fagmenn segja að þær „virki“. Sama gildir um svokallaðar „neikvæðar“ aug- lýsingar stjórnmálaflokka, sem Íslendingar hafa séð glitta í en eru áberandi í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkin eru háborg neyslusælunnar í heim- inum og þarlendir vita allt um auglýsingar. Reynslan kennir þeim að neikvæðar auglýsingar og þær sem spila á óttann þræl- virka, þótt flestir segist hafa skömm á þeim. Heimurinn var hræddur upp úr skónum af spuna- og tækni- meisturum vegna 2000-„vandans“. Opinber yfirvöld hvarvetna voru með óteljandi nefndir og fólk til að bregðast við vandanum óg- urlega og á því græddi margur óhemju fé. Allir þeir sem tóku 2000-vandann há- tíðlega hlæja hins vegar digur- barkalega að körlum og kerl- ingum sem reglubundið spá heimsendi af óbifanlegu öryggi. Í augnablikinu eru stjórn- málakórar og einsöngvarar úr röðum leiðtoga ríkja að góla á hæstu nótum um allan hrylling- inn sem verði „falli“ evran. En hefur örlagadómurinn verið bor- inn undir heimsendaspámann- inn mikla í Kaliforníu? Hann er fagmaður með reynslu. Hvað er svona voða- legt við það ef mis- heppnað mynt- samstarf leysist upp?} Evruheimsendir F acebook er gagnlegt fyrirbæri á margan hátt. Ekki einungis til samskipta við skólafélaga sem hafa ekki hist í aldarfjórðung eða til að fylgjast með skini og skúr- um í lífi fólks sem maður vann með í frystihús- inu sumarið góða árið 1986, heldur til að fá upplýsingar um hvað það er sem maður þarfn- ast hverju sinni. Eða réttara sagt: það sem aðrir telja mann þarfnast. Skyldi það hafa farið fram hjá einhverjum, þá úir allt og grúir af auglýsingum á Face- book, en ekki fá allir notendur að sjá sömu auglýsingarnar. Auglýsendur geta nefnilega valið hverjum þeir birta auglýsingar sínar til að ná sem bestum árangri í sölu varnings síns. Samkvæmt upplýsingum á Facebook eru ýms- ir möguleikar fyrir auglýsendur á að búa til markhóp. Velja má aldur, staðsetningu, kyn, áhugamál og menntun, svo eitthvað sé nefnt, og þetta kallast lýð- fræðilegt úrtak í markaðsfræðunum. Þannig getur aug- lýsandi t.d. auglýst eingöngu fyrir háskólamenntaðar konur á aldrinum 25-30 ára sem eru búsettar á höf- uðborgarsvæðinu og hafa áhuga á fiskeldi og annar gæti beint auglýsingaspjótum sínum að einhleypum karl- mönnum á sjötugsaldri sem hafa áhuga á bútasaumi og ferðalögum á framandi slóðir. Þær auglýsingar sem birtast á facebooksíðu hvers og eins hljóta því að taka mið af því sem talið er höfða til við- komandi og nýtast honum í leik og starfi. Af þeim sökum rak mig í rogastans fyrir skömmu þegar á facebooksíðunni minni birtist auglýsing undir fyrirsögninni „Engir ömmuvængir“. Ég hafði aldrei heyrt um fyrirbærið og smellti því á auglýsinguna í ofboði til að svala forvitni minni. Í ljós kom að ömmuvængir eru óhófleg fitusöfnun á upphandleggjum og þykja síður en svo eftirsóknarverðir. Í auglýsingunni var svo kynntur til sögunnar handhægur útbún- aður sem minnkar umfang þessara vængja. Af öðrum þarfaþingum og dýrgripum sem auglýsendur á Facebook sjá sér skylt að halda að mér er netverslun fyrir konur með mjúkar línur, dáleiðslutækni (sem meðal annars á að hjálpa fólki við að léttast), lyf sem minnkar matarlyst, frábærar og æðislegar smágjafir á dásamlegu verði, og náttúrulyf við þvagfæra- sýkingu. Nú er ekki verið að leggja mat á þann varning eða þjónustu sem hér er nefnt til sögunnar. En auglýsingar geta verið móðgandi. Lífið er nú nógu erfitt fyrir, þó að óviðeigandi (og ótímabærar) auglýsingar séu ekki að gera manni gramt í geði. Eflaust eru margir sem taka öll- um auglýsingum opnum örmum með þakklæti í hjarta þó að aðrir séu jafnvanþakklátir og þessi skrif bera vitni um. Kannski er þetta bara óþarfa viðkvæmni. Hvað með það þó að einhver telji mann þurfa á þessu og hinu að halda? Og verði einhvern tímann þörf á að vinna bug á ömmu- vængjum, þá þarf ég ekki að leita langt yfir skammt. Það er nóg að fara á Facebook. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Með ömmuvængi á Facebook STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Sveitarfélagið Norðurþing og PCC SE hafa boðað til opins kynningarfundar um mat á um- hverfisáhrifum vegna fyrirhug- aðrar byggingar á kísilmálm- verksmiðju PCC SE á iðnaðar- svæðinu á Bakka við Húsavík og verður hann haldinn í Fosshóteli á Húsavík kl. 17:30 þann 13. desember. Fjallað verður um verkefnið, en einnig hefur verið óskað eftir að PCC kynni íbúum svæðisins starfsemi fyrirtækisins, áform þess og hvar það starfar. Drög að tillögu að matsáætl- un verða til kynningar frá 1. des- ember til 22. desember. Fundur með íbúum nyrðra KYNNA FYRIRTÆKIÐ Fundur Húsvíkingar eru ekki óvanir því að ræða um stóriðju á Bakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.