Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 ✝ Róbert EinarÞórðarson, fæddist í Hafn- arfirði 28. maí 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum á Selfossi, 26. nóv- ember 2011. Foreldrar hans voru Sólveig Bjarnadóttir frá Sólmundarhöfða í Innri-Akraneshreppi og Þórður Einarsson frá Nýlendu í Garði. Systkini Róberts voru Jón Rós- ant, f. 1906, d. 1938, Ólafur Ingi, f. 1909, d. 1990, Sesselja Sigríður, f. 1910, d. 1976, Hulda Dagmar, f. 1912, d. 1999, Matt- hildur, f. 1914, d. 2009, Ásta Guðrún, f. 1920, Unnur, f. 1926, og Guðmundur Marinó, f. 1928, d. 2010. Árið 1947 giftist Róbert Guðbjörgu Jóhannesdóttur, f. 30. ágúst 1926, d. 25. janúar eru Birgir Örn, Ómar Aage og Ellen Alma, 2) Inger, f. 1963, gift Sveini Þórðarsyni. Börn þeirra eru Magdalena Katrín og Breki Þór. Róbert ólst upp í Hafnarfirði. Ungur hóf hann störf í Lands- banka Íslands og vann þar þangað til hann fór til sjós um miðjan sjöunda áratuginn eftir að hann lauk námi í Loftskeyta- skólanum. Árið 1975 hætti hann á sjó og hóf störf að nýju í Landsbankanum og starfaði það uns hann fór á eftirlaun, síðast sem útibústjóri Lands- bankans á Skagaströnd. Í rúma hálfa öld var Róbert félagi í Oddfellow-reglunni, fyrst í stúkunni Þórsteini og síðar kom hann að stofnun stúkunnar Há- steins á Selfossi. Hljómlist- armaður var hann um langt árabil og spilaði fyrir dansi bæði í Reykjavík og víða á landsbyggðinni. Róbert átti mörg áhugamál um ævina. Má þar nefna skák, útskurð og rennismíði, trjárækt og fleira. Útför Róberts verður gerð frá Selfosskirkju í dag, föstu- daginn 2. desember 2011, og hefst athöfnin klukkan 14. 1975. Guðbjörg og Róbert eignust fjórar dætur, en þær eru 1) Sólveig, f. 1948, gift Grími Bjarndal. Dætur þeirra eru Guð- björg, Brynhildur, Hrafnhildur og Bergrún, 2) Jó- hanna, f. 1953, gift Birni Bjarndal Jónssyni. Synir þeirra eru Jóhann Haukur og Unnar Steinn, 3) Matthildur, f. 1954, gift Jens Pétri Jóhanns- syni. Synir þeirra eru Róbert, Ingimar Ari og Jóhann Pétur, 4) Unnur Fjóla, f. 1957, gift Anders Köhler. Börn Unnar af fyrra hjónabandi með Bernt Kanstad eru Daniel og Sandra. Síðari eiginkoma Róberts er Magdalena B. Jóhannesdóttir, f. 6. maí 1934. Dætur hennar eru 1) Guðrún, f. 1953. Börn hennar Það er bjartur og fagur sunnudagur. Snjórinn og þögn- in umlykja allt. Ég rifja upp annan sunnudag og árið er 1975. Þá var líka snjór. Ég sit í farþegasæti á Peugeot með kínverska dúkku í fanginu og dáist að henni. Ég er nýbúin að fá hana frá mann- inum sem ekur bílnum. Ég horfi á hann og hjartað hamast í brjóstinu. „Má ég kalla þig pabba?“ Þögnin er óbærileg. Róbert lítur á mig þessum djúpu, hlýju, brúnu augum: „Elsku telpan mín, auðvitað máttu kalla mig pabba, en láttu mig aldrei koma upp á milli þín og pabba þíns.“ Björninn var unninn. Eftir þetta kallaði ég þig ýmist Ró- bert eða pabba. Ég var 12 ára stelpuskott, illa haldin af afbrýðisemi í þinn garð. Með rólegheitunum tókst þér að yfirvinna allar hindranir sem ég setti fyrir þig. Þú komst inn í líf okkar á erfiðum tíma og reyndist mér alltaf sá faðir sem ég þráði. Sunnudagsmorgun og ég sit til fóta í hjónarúminu. Morgun- verður a la Roberrr og rifjaðar upp sögur af sjónum og sam- ferðamönnum þínum. „Komdu þæl og bleþþuð Þeþþelía mín og hver heldurðu að þetta þé?“ Þessi setning hefur verið mikið notuð í byrjun símtala. „Hver vill fá skeggkossinn?“ kallaðir þú upp þegar þú varst nýbúinn að raka þig. Bónorðsbréfið sem þú skrifaðir mömmu, „hafðieng- inbilmilliorða“. Einn sunnu- dagsmorgun stóðstu yfir pott- unum og varst að útbúa sósu með hádegismatnum. „Hjálp, ég er búinn að setja hálfan dall af hveiti í sósuna og hún þykknar ekki.“ Mikið rétt, sósan var lap- þunn. Hveitidallurinn reyndist vera flórsykur. Alltaf voru mín- ir vinir ykkar vinir. Magdalena fæðist þegar ég er þrítug. Hún dýrkaði afann sinn og það var gagnkvæmt, og fyrstu fjögur árin hennar gekkstu henni í föður stað. Vak- inn og sofinn, hennar velferð skipti öllu. Þú varst mikill knús- ari og notaðir hvert tækifæri til að knúsa „baddið“ þitt og ég man sérstaklega eftir einu til- viki þar sem þú sast með Magdalenu í fanginu og knús- aðir. Þá reis sú litla upp og sagði hátt og skýrt: „Ef þú hættir ekki að kyssa mig afi, þá ætla ég aldrei að giftast þér.“ Sveinn kemur inn í líf okkar Magdalenu þegar hún er fjög- urra ára og er þá strax velkom- inn, enda varstu mikið feginn að ég væri nú komin í „höfn“. Vinátta ykkar var af þeim toga að þið þurftuð ekkert alltaf að tala saman til að skilja hvor annan. Ég gleymi aldrei brúð- kaupsdegi mínum, þegar ég örugg, gekk upp að altarinu með þig mér við hönd. Breki Þór fæddist og afafaðmur var bestur. Afmælisdagarnir þegar afi og amma hringdu fyrir allar aldir, vöktu afmælisbarnið og sungu og spiluðu afmælissöng- inn. Elsku hjartans pabbi minn. Ég vil þakka öll árin, allan stuðninginn og fyrir að vera besti afi í heimi fyrir Magda- lenu og Breka Þór. Ég sé þig fyrir mér standa í stafni Þorkels Mána og hefja þína hinstu för. Þar getur þú bæði spilað á nikkuna og flyg- ilinn. Ég trúi að Dísan okkar sem við erum nýbúin að missa, taki vel á móti þér með góðu knúsi ef ég þekki hana rétt. Við gætum mömmu, sem vakin og sofin hefur vakað yfir þér alla tíð og hefur líf hennar gengið út á það að þér líði sem allra best. Þín dóttir, Inger. Pabbi var glæsilegur þar sem hann gekk upp Vesturgötu og Framnesveg að loknum vinnu- degi, klæddur jakkafötum og með hatt. Um leið og hann var kominn heim tók hann upp nikkuna, kallaði á okkur og síð- an var spilað og sungið þangað til sest var við kvöldverðarborð. Já, það var mikil tónlist á heim- ilinu, og oft bauð hann mömmu upp í dans á eldhúsgólfinu þeg- ar síðasta lag fyrir fréttir hljómaði í útvarpinu. En pabbi spilaði ekki bara heima, hann spilaði líka fyrir dansi á sveita- böllum og danshúsum borgar- innar. Við vorum stoltar systur að eiga flottan pabba. Pabbi var bankamaður nán- ast alla sína starfsævi, en um miðjan sjöunda áratuginn sett- ist hann á skólabekk, útskrif- aðist sem loftskeytamaður og fór til sjós. Hann var á sjónum í um áratug, mest á togurum, en einnig á millilandaskipum. Eftir að mamma lést, langt um aldur fram, hætti hann á sjó og lá leiðin á ný í bankann, þar sem hann var útibússtjóri þegar hann fór á eftirlaun. Það var mikið lán fyrir okkur öll þegar hann eignaðist nýjan lífsförunaut. Að vera einn átti ekki við pabba, en með Magda- lenu tók hann gleði sína á ný og saman gengu þau í gegnum lífið í hátt í fjóra áratugi. Hún var ekki bara konan hans pabba, heldur líka amma og langamma barnanna okkar og til þeirra var alltaf notalegt að koma. Glæsileg og góð kona sem auðg- aði líf pabba og okkar allra. Pabbi var mikill gleðimaður, hrókur alls fagnaðar og tónlist- in var alltaf nálæg. Hann hafði gaman af því að segja sögur og margir skemmtilegir frasar hafa orðið til í gegnum árin. Það var honum því ekki auðvelt þegar heilsan bilaði fyrir rúmu ári og hann hafði ekki lengur getu til að taka þátt. Í tæpt ár var hann rúmfastur, fyrst á sjúkrahúsi og síðan á hjúkrun- arheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi. Þar fékk hann góða umönnun, allt gert til að gera lífið eins létt og hægt var. Ég vil þakka frábæru starfsfólki sérstaklega fyrir það. Alla daga heimsótti Magdalena hann og kom oft með eitthvað gott með sér, heimagerðan ís eða rjóma- pönnsur. Ég sat frekar hjá hon- um á kvöldin og las oft fyrir hann bækur, okkur báðum til skemmtunar. Þegar komið er að leiðarlok- um eru minningar dýrmætar og þær eru eilífar ef við erum dug- leg að rifja þær upp. Minning- arnar um pabba eru margar og verður skemmtilegt að kalla þær fram og brosa. Jóhanna Róbertsdóttir. Róbert afi kvaddi þennan heim um svipað leyti og jörð varð alhvít sunnan heiða. Það er táknrænt fyrir þá birtu sem hann færði samtíðarfólki sínu á meðan hann lifði. Afi var maður gleðinnar, náði ævinlega að kalla fram bros með grínsögum og tónlist. Hann naut lífsins og gerði vel við sig í mat, drykk og öðrum lífsins unaðssemdum. Skeytti lítið um læknisráð og úrtölur, taldi hæpið að það væri til góðs að halda sig frá hamingjunni. Afi gaf sér líka tíma fyrir hið hljóðláta í lífinu. Hann las og skildi heimsbókmenntirnar, náði tökum á skáklistinni og skar út fallega listmuni sem prýða heimili vina og afkom- enda. Hann náði góðum árangri í starfi, ferðaðist til fjarlægra landa, fann ástina tvisvar og eignaðist stóra fjölskyldu. Afi virtist kannski vera heppnasti maður í heimi. En hann þurfti enga heppni, hann kallaði hamingjuna sjálfur fram. Smitaði frá sér lífsgleði og fékk hana til baka með háum vöxtum. Nú munum við hin heiðra minningu Róberts afa með því að segja af honum grínsögur og elska lífið eins og hann gerði. Þá mun lífið elska okkur – rétt eins og hann. Haukur. Þakklæti og stolt kemur upp í hugann þegar ég minnist afa míns. Ég átti margar ómetan- legar stundir með afa og ég er líka þakklátur fyrir að börn okkar hjóna fengu tækifæri til að kynnast honum. Allar minningar mínar um afa eru ánægjulegar. Hann var lífsglaður maður, skemmtilegur og hlýr. Afi hafði forgangsröð- ina í lífinu á hreinu: Fyrst kom fjölskyldan og vinir, svo allt annað. Afi kunni listina að njóta. Hver máltíð var sú besta sem hann hafði bragðað og þegar hann heyrði gamansögu hló hann eins og hann hefði nýverið uppgötvað hláturinn. Hann hafði frábæra kímnigáfu og var landsins besti sögumaður. Afi var líka mikill tónlistarmaður og spilaði listavel á flygilinn og harmonikkuna. Hann var sjálf- kjörinn veislu- og skemmtana- stjóri þegar fjölskyldan kom saman. Honum leiddist ekki að gegna því hlutverki. Veraldleg gæði skiptu afa ekki miklu máli. Á því var þó ein undantekning. Honum þótti afskaplega vænt um bílana sína. Þá sýndi hann bílunum mínum líka mikinn áhuga. Sérstaklega eftir að hann sendi gamlan eð- alvagn í fóstur til mín. Svo töl- uðum við saman um bílana líkt og um nána fjölskylduvini væri að ræða. Afi var afskaplega vinsæll maður og hvers manns hugljúfi. Það var gott að leita til hans og það var líka ánægjulegt að fá að aðstoða hann þegar hann leitaði eftir því. Ég minnist sérstak- lega góðra stunda þegar við hjálpuðumst að við að færa gamlar tónleikaupptökur hans yfir á geisladiska. Hann ljómaði þegar hann rifjaði upp gamlar minningar úr tónlistarstússinu. Ég kveð elskulegan afa með virðingu og þökk og bið guð að varðveita minningu þessa lífs- glaða og góða manns. Unnar Steinn. Sumarið 2005 heimsótti ég kærastann minn til Íslands í fyrsta skipti. Ég var nýkomin úr löngu flugi þegar ég mætti í skírn lítillar frænku hans, þreytt og stressuð yfir því að hitta á einu bretti alla tilvon- andi tengdafjölskyldu mína. Þegar til kirkju var komið mættu mér bros, kurteisislegir höfuðhnykkir og kossar á kinn. En þá kom til mín, út úr fjöld- anum, bústinn og góðlegur maður, rétti fram höndina og bauð mig velkomna til Íslands á fallegri ensku. Þarna var kom- inn afi kærastans, Róbert afi. Með þessum orðum hans hurfu feimnin og spennan og ég fann að hér átti ég heima. Á næstu sex árum náði þessi gamli maður að töfra sig alla leið að hjartarótum mínum. Þar sem ég kynntist aldrei mínum eigin öfum og ömmum, þá varð hann á endanum afi minn. Ég mun ávallt minnast Ró- berts afa við flygilinn sinn, að spila grípandi djassslagara, sjarmerandi og geislandi af lífs- gleði. Við sem kynntumst hon- um erum heppin að hafa fengið að elska hann. Ást okkar til hans mun lifa í hjörtum okkar alla tíð. Juliet Björnsson. Fljótlega eftir að Róbert Þórðarson kom til starfa á Skagaströnd sem útibússtjóri Landsbankans árið 1983 tókust kynni með okkur. Snemma varð mér ljóst að Róbert var skemmtilegur og hlýr maður með góða kímnigáfu. Hann var bankamaður af gamla skólan- um, traustur og samviskusam- ur. Veg Skagastrandar vildi hann sem mestan og studdi vel við bak heimamanna í stærri hagsmunamálum. Í byrjun var samstarfið á forsendum starfa okkar en ég var oddviti sveitar- félagsins á þeim árum sem Ró- bert var á Skagaströnd. Síðan átti samstarf okkar eft- ir að þróast í góða vináttu sem haldist hefur síðan. Ekki var það bara að við deildum sam- eiginlegri lífssýn í mörgum mál- um heldur höfðum við báðir áhuga á tónlist. Þannig var Ró- bert mikill snillingur í hljóð- færaleik, lék listavel á harm- onikku og píanó. Á yngri árum spilaði hann með landsþekktum hljómsveitarmönnum. Á heimili þeirra hjóna á Höfða hér á Skagaströnd sem alltaf var op- ið, ríkti glaðværð og hlýja. Margar góðar stundir rifjast upp við fráfall vinar míns. Ég minnist margra sameiginlegra ferða okkar og eiginkvenna til Kálfshamarsvíkur eða silungs- veiða út á Skaga, inn í Selvík eða í Vatnsdalsá. Þar sátum við oft á fallegum stöðum og nutum náttúrunnar og félagsskaparins og spiluðum á harmonikku. Eftir að Róbert og Magda- lena fluttu frá Skagaströnd breyttust eðlilega samskiptin. Samverustundunum fækkaði en þræðinum var haldið með sím- tölum og heimsóknum. Aldrei breyttist það að við höfðum margt að ræða og vináttan var óbreytt. Um leið og ég kveð minn kæra og trausta vin, votta ég og fjölskylda mín Magdalenu og öðrum aðstandendum, inni- lega samúð. Blessuð sé minning Róberts Þórðarsonar. Adolf Jakob Berndsen. Í dag er til moldar borinn okkar kæri vinur og bróðir Ró- bert Einar Þórðarson. Hann gekk í Oddfellowstúkuna nr. 5 Þórstein 12. febrúar 1959 og hafði því verið í reglunni í tæp 53 ár, er hann lést. Hann var einn af stofnendum stúkunnar nr. 17 Hásteinn á Suðurlandi hinn 25. apríl 1992 og sótti þar fundi á meðan heilsan leyfði. Bróðir Róbert var með þeim eldri þegar stúkan var stofnuð og oft var komið heim til hans og Magdalenu, til skrafs og ráðagerða. Voru þau hjón oft kölluð pabbi og mamma af yngri bræðrunum sem litu upp til þeirra. Bróðir Róbert var einlægur og gegnheill Oddfel- lowi og hann var mjög stoltur þegar við heiðruðum hann fyrir 50 ára stúkustarf árið 2009. Hann var mikill músíkant og spilaði í mörgum danshljóm- sveitum á sínum yngri árum. Fengum við Oddfellow-bræður að njóta þess þar sem hann var aðalhvatamaður þess að keypt- ur var flygill af vandaðri gerð í stúkuheimili okkar. Í hvert skipti sem hann kom á stúkuf- und settist hann við flygilinn og spilaði lög frá gömlu dögunum, svo unun var á að hlýða. Bróðir Róbert hafði mjög létt skap og var alltaf stutt í hláturinn hjá honum. Hann varð alltaf mjög áhugasamur þegar talið barst að gömlu dögunum, þegar hann spilaði á vinsælustu veitinga- stöðum Reykjavíkur og átti hann gott með að muna nöfn þeirra sem hann spilaði með. Oft barst talið líka að sjó- mennskuferli hans sem loft- skeytamanns á togurum frá 1963 til 1975. En nú er kallið komið og við fáum ekki lengur að njóta samvistanna við bróð- ur Róbert, en hljómanna frá flyglinum munum við minnast um ókomin ár. Fyrir hönd okkar bræðranna í Oddfellowstúkunni nr.17 Há- steinn vil ég votta eftirlifandi eiginkonu hans, Magdalenu B. Jóhannesdóttur og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning bróður Róberts E. Þórðarsonar. Bjarni Kristinsson ym. í st. nr. 17 Hásteinn I.O.O.F. Róbert Einar Þórðarson Fréttir dagsins í dag voru ekki góðar. Þú minn kæri vinur ert horfinn á braut en eftir standa margar góðar minning- ar. Allt mitt líf hefur heimilis- fólkið á Efri-Dálksstöðum verið eins og partur af minni fjöl- skyldu og oftar en ekki leitaði ég skjóls þar þegar erfiðleikar steðjuðu að vitandi að þar var ætíð huggun að finna. Þú sagðir við mig: „Þú ert nú eiginlega bara litla systir mín, Hulda.“ Oft vill það verða svo þegar maður er svona mikið inni á heimili einhvers að maður verð- Kristján Ernst Kristjánsson ✝ Kristján ErnstKristjánsson fæddist á Akureyri 3. júní 1963. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 11. nóvember 2011. Útför Kristjáns fór fram í Sval- barðskirkju á Sval- barðsströnd 19. nóvember 2011. ur bara einn af fjöl- skyldunni. Mig langar því að kveðja þig kæri vinur og þakka þér fyrir samfylgdina með fáum orðum. Það er svo ótrú- lega margt sem í gegnum hugann fer við fréttir sem þessar. Myndir sem hafa verið geymdar í myndaalbúmi hug- ans. Hlutir til að þakka og gleðjast yfir. Takk fyrir að lána mér alltaf dótið þitt. Flottu kýrnar og alla traktorana. Þær voru ekki fáar stundirnar sem ég var búin að leika mér á stofugólfinu með allar þessa kýr sem voru svo miklu fleiri en mínar. Takk fyrir að leyfa mér að vera alltaf í herberginu þínu sitjandi á rúminu þínu að lesa Tinna. Bjóða mér að koma á kvikmyndakvöldin þar sem við vorum að horfa á gömlu 8mm myndirnar sem Paul hafið tekið og svo slides-myndirnar. Það sem við vorum öll búin að hlæja að þeim. Hvað þú gast verð ótrúlega stríðinn og fyndinn og hvað þú gast verið fljótur að hugsa svo eitthvað fyndið kæmi út úr út- úrsnúningnum. Það voru nú ekki allir glaðir þegar þú fórst að gera grín að þeim, en við veltumst um af hlátri og oftar en ekki voru það mamma þín og strákarnir sem fundu fyrir því og svo líka amma Friðrika. Ég man eftir því þegar við vorum að hjálpast að við að gefa í gamla fjósi, hlupum svo yfir í nýja fjós og hjálpuðum bræðr- unum að mjólka. Hlustuðum á Umhverfis jörðin á 45 mínútum og Hlunkur er þetta. Svo eru myndir af þér að spila á munn- hörpuna eða píanóið með Frið- riki frænda. Góða sumarið sem ég vann hjá ykkur og margar aðrar myndir sem ég mun ætíð geyma í hjarta mér það sem eft- ir er af minni ævi. Kveðjustundir eru sárar og fullar saknaðar en ég hef þá lífsins trú að þótt ég sjái þig ei meir á förnum vegi þá lifir þú áfram í huga mér og ert ein- ungis hugsun fjarri. Far þú í friði minn kæri vinur. Þar til við sjáumst næst. Þín Hulda Hrönn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.