Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 ✝ GuðmundurGuðbrandsson var fæddur á Hóli í Hörðudal 25. júní 1915. Hann and- aðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Silfurtúni í Búð- ardal 20. nóv- ember 2011. Foreldrar hans voru þau Guð- brandur Gestsson frá Tungu í Hörðudal, f. 12. mars 1877, d. 21. apríl 1963, og Margrét Steinunn Teitsdóttir frá Hóli, f. 9. október 1883, d. 12. september 1970. Guð- mundur átti sjö systur. Elst var Ása, f. 2. júlí 1908, d. 18. ágúst 1908, Ása Lilja, f. 9. ágúst 1909, d. 6. maí 2007. Þriðja elst var Kristín, f. 25. janúar 1911, d. 8. desember 1995. Synir hennar eru Franz Jezorski og Guð- brandur Jezorski. Guðný, f. 17. októ- ber 1912, d. 29. september 1992. Fimmta elst var Hólmfríður, f. og d. 11. nóvember 1913. Næstyngst og á eftir Guð- mundi í systk- inaröðinni var Kristín Fjóla, f. 4. maí 1917, d. 25. júní 1925. Vil- hjálmína Ragnheiður var yngst, f. 20. september 1920, d. 2. nóvember 1920. Guðmundur var bóndi á Hóli fram á síðasta dag. Hann var heiðursfélagi í Hestamanna- félaginu Glað. Útför Guðmundar fer fram frá Snóksdalskirkju í dag, 2. desember 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. Við vitum að veröldin, lífið og náttúran lúta ekki vilja okkar heldur fara sínu fram. Stundum af hörku og ofsa. Stundum með þeirri ró og hlýju að það er eins og tíminn gæli endalaust við til- veruna. En meira að segja á Hóli í Hörðudal fær allt líf sinn óhjákvæmilega endi. Hóll í Hörðudal er jarðar- prýði. Þar er gróðurinn og landið samofið andanum. Nátt- úran er eins og ósnortin, þrátt fyrir langa ábúð. Í víðáttum Hólsdalsins drýpur smjör af hverju strái og þar tala villt dýr tungum við náttúrufarið, en þeir einir heyra sem nema æða- slátt jarðarinnar. Á hörðum vetrum hafa hross þar oft frekar kosið græna gra- sloðnu í dalbotninum en heima- gjöfina. Niðri við bæ, á og um- hverfis Hólinn, er gróðurinn óvenju gróskumikill, eins og frjó moldin geti ekki hamið rausnarskapinn þegar hún fæð- ir sín afsprengi. Þegar horft er til suðurs frá bænum blasir Hólsfjallið við, hátt og tignar- legt. Efst með klettabeltin Snjófannahlíð og Litlu Snjóf- annahlíð, neðst með kletta- kraga sem afmarkar fjallið frá heimalandinu. Þetta sköpunar- verk prýðir umhverfi Hólsins eins og kirkjuturninn upphefur kirkjuskipið. Í þessari náttúru- dýrð er litli bærinn á Hólnum sannkallað höfuðból. Guðmundur Guðbrandsson bjó einn á Hóli síðustu þrjá ára- tugina. En á sinn sérstaka hátt var Mundi of stórhuga og virð- ingarverður í sínum búskap, til að geta kallast einstæðingur. Hann átti marga vini og kunningja sem sóttu hann heim og fengu að dreypa af bikar stórmennsku og rausnarskapar. Að koma að Hóli var aft- urhvarf til einingar mannsins og náttúrunnar. Í hvert sinn uppgötvaði maður lífið og til- veruna upp á nýtt og hófst upp yfir veraldlegt gildismat. Að eiga spjall við Munda var sönn upplifun. Hann var jafnan glaður í sinni, kíminn og hnyttinn í til- svörum. Hugurinn hreinn og tær og minnið óbrigðult, allt til síðasta dags. Hann dæmdi aldr- ei, en umbar og virti marg- breytileika manna og málefna. Hann var náttúruunnandi og hestamaður í þess orðs fyllstu merkingu. Hann bjó einbýli, en fas hans og framkoma sæmdi hverjum heimsborgara. Mundi á Hóli lifði langa ævi sáttur við lífið og tilveruna. Þegar kallið kom kvaddi hann saddur lífdaga. Dauðinn er hinn eðlilegi framgangur lífsins og því er lát gamals manns í sjálfu sér ekki sorgartíðindi. En Mundi var þeirrar gerðar að til- veran öll hefur breytt um svip þegar hans nýtur ekki lengur við. Svo samofin var hann og órjúfanlega tengdur sinni heimabyggð, að maður skynjar sorg og tómleika sem á djúpar rætur í umhverfinu sjálfu. Hóll- inn hefur lækkað, lækurinn hljóðnað, auður bærinn tinar álútur og umkomulaus. Í þögn- inni drúpir Þórutindurinn kolli sínum. Það er eins og dalurinn allur hafi þrengst eða minnkað við það að missa höfðingja sinn. Við Ingibjörg höfum þekkt Munda nær alla okkar ævi og höfum átt vináttu hans alla tíð. Við kveðjum hann með virðingu og þakklæti. Megi hinn hæsti höfuðsmiður blessa minningu Munda á Hóli. Stefán Skjaldarson. Guðmundur Guðbrandsson gluggann og hugsa svo oft um þig. En nú eru skjálfandi skuggar og skammdegi kringum mig“, nú geri ég það að mínu stefi sem áður. Guð blessi minningu góðs drengs. Erling Garðar Jónasson. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarð- arströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu frið- arlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró.– Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Mikill maður er fallinn frá. Maður sem var ekki einungis mik- ill af því að hann var farsæll í öllu sem hann tók sér fyrir hendur í líf- inu, heldur líka af því að hann var heiðarlegur, góður maður og mik- ilfengleg persóna. Jón Aðalsteinn föðurbróðir minn var minn fyrsti vinnuveit- andi. Hann var líka einn af mínum fyrstu birgjum þegar ég hóf sjálf- stæða atvinnustarfsemi liðlega tvítugur. Af þolinmæði og alúð leiðbeindi Alli frændi mér fyrstu skrefin, gaf mér ráð og fordæmi sem reynst hafa vel. Eftirminni- legustu ráðin sneru að heiðarleika og orðheldni. Þar lét hann ekki sitja við orðin tóm heldur var full- komin fyrirmynd alla tíð. Það var gott að leita til Alla þegar erfiðar ákvarðanir í leik eða starfi blöstu við. Guðjón heitinn bróðir minn leitaði oft til hans varðandi fyrirtækjarekstur. Iðu- lega var ég meðferðis og hlustaði á ráðin. Eitt þeirra er mér einstak- lega minnisstætt. Þá stóð Gaui andspænis einni stærstu ákvörð- un lífs síns og vissi hreint ekki í hvorn fótinn hann ætti að standa. Alli sá að hugurinn var fullur af flóknum hugsunum sem glímdu hver við aðra. Ráðið sem hann gaf var einfalt en virkaði vel: „Gaui minn, skelltu þér bara í bíó og hvíldu hugann. Þegar myndin er búin veistu hvaða ákvörðun þú átt að taka.“ Réttri viku áður en Alli kvaddi jarðvistina átti hann 85 ára af- mæli. Þó að hann lægi helsjúkur á Hrafnistu kom ekki annað til greina en að halda ættingjunum og vinum veislu. Þó að líkaminn væri farinn að láta mikið á sjá var hugurinn jafn frískur og snjall sem fyrr. Við það tækifæri sagði hann mér að það bæri að þakka fyrir hvern dag sem við lifðum því lífið væri forréttindi sem ekki allir fengju að njóta. Við sem sam- glöddumst honum þennan dag gátum ekki annað en dáðst að æðruleysi hans, gleði og jákvæðni. Slíkan andlega styrk hefur ein- ungis mikill maður – sáttur við Guð og menn. Leópold Sveinsson. Elsku Alli minn, það er svo sárt, að þú skulir vera farinn. Það var alltaf svo gaman að hitta þig, þú hlýi og yndislegi höfð- ingi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að mega vera samferða þér svolítinn tíma í lífinu. Þú tókst ekki bara Hönnu Kristínu systur minni, síðar tengdadóttur þinni opnum örmum, heldur fjölskyldu hennar líka og bauðst okkur vel- komin inn í líf ykkar Möggu. Þú kynntir okkur fyrir áður óþekkt- um lúxus. Á fallegu heimili ykkar voru alltaf kistur fullar af gos- drykkjum og sætindum og maður mátti fá sér eins og maður vildi. Fyrstu súper-8 kvikmyndunum kynntumst við hjá þér. Við sáumst í óramörgum fjölskylduveislum, þú í hópi karlanna að tala um loðnuveiðar og því um líkt, við hittumst líka í sumarbústaðnum ykkar þar sem dekrað var við okk- ur, við kynntumst hundunum ykk- ar Möggu, seinna skúraði ég hjá þér í Sportvali og enn seinna að- stoðaðir þú mig á allan hátt, þegar ég var að leita að tökustöðum úti á landi. Það er svo verulega sárt að svona öðlingur eins og þú skulir vera farinn. Þú varst alla tíð svo hörkuduglegur maður, fluttir t.d. í aðra íbúð fyrir ekki alls löngu. Sumir hefðu veigrað sér við slíkri vinnu, en þú lést sko ekki ekki ald- urinn stoppa þig á einn eða neinn hátt. Þú varst alla tíð virkur í fé- lagslífi, barðist fyrir bættum hag eldri borgara, varst eldklár í koll- inum, hafðir mikinn áhuga á þjóð- félagsmálum og sterkar skoðanir á þeim. Það var yndislegt að sjá þig með langafabörnunum og með Mayu og Monsu. Þú hreinlega geislaðir af ást. Í þér bjó svo mikil ást og þú varst traustur og óhræddur eins og sterkur klettur. Elsku Alli minn, þakka þér fyr- ir samfylgdina. Loksins fékk Magga þig til sín. Ég óska ykkur báðum mikillar hamingju og gleði handan þessa jarðlífs. Ástar- og saknaðarkveðjur frá Þýskalandi, Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus. Okkur er ljúft að minnast góðs vinar okkar Jóns Aðalsteins Jón- assonar sem lést að morgni 25. nóvember, áttatíu og fimm ára að aldri. Með brotthvarfi hans er horfinn af vettvangi stórbrotinn maður og einstakur persónuleiki. Andlát hans kom okkur ekki á óvart. Hann hafði um tíma glímt við mjög alvarleg veikindi, sem að lokum drógu hann til dauða. Við vinirnir vorum allir jafn gamlir og vinátta okkar hafði staðið yfir í sex áratugi. Margs er að minnast á svo langri leið um lífsins veg. Alli eins og við kölluðum hann ólst upp í Hafnarfirði. Hann var fæddur for- ingi, skapgreindur, traustur, rök- fastur og einstaklega málefnaleg- ur. Þá var hann hið mesta ljúfmenni og einstakur í mannleg- um samskiptum. Hann var hið mesta prúðmenni. Þessir hæfileik- ar hans ásamt miklum dugnaði leiddu til þess að hann var fenginn til að taka að sér mörg og mik- ilvæg verkefni um ævina. Alli var alla tíð framsóknarmaður og gegndi oft miklum störfum í þágu flokksins. Lífshlaup hans var margbrotið og hann kom víða við í atvinnulífinu. Hann rak sport- vöruverslunina Sportval í nítján ár með glæsibrag. Átján síðustu árin hafði hann umsjón með fram- kvæmdum Samtaka aldraðra. Áhugamál hans voru með ólíkind- um og maður kom aldrei að tóm- um kofunum hjá honum. Alli var mikill áhugamaður um lax- og silungsveiði á stöng í ám og vötnum og þetta var sameiginlegt áhugamál okkar félaganna. Við fórum oft saman í veiðiferðir í ýmsar laxveiðiár í gegnum ára- tugina. Þá áttum við allir hlut í náttúruparadísinni Kaldbaksvík á Ströndum. Margar ferðir fórum við þangað til veiða og útivistar á þessum fallega stað. Frá öllum þessum ferðum eigum við ljúfar minningar. Alli var einstaklega laginn í eldamennskunni og sá um að við fengjum góðan mat. Við munum aldrei gleyma kjötsúp- unni góðu sem hann eldaði handa okkur í þessum ferðum. Jón Aðalsteinn var mikill gæfu- maður í einkalífi sínu. Hann kvæntist yndislegri konu, Mar- gréti Sveinsdóttur, 14. júní 1947. Þau eignuðust tvo syni, Svein Grétar og Jónas Rúnar. Báðir eru þeir miklir mannkosta- og sóma- menn. Barnabörnin eru þrjú og barnabarnabörnin eru fjögur. Margrét kona Jóns Aðalsteins dó 2008 og varð það vini okkar mikið áfall, enda hjónabandið gott og farsælt. Við þökkum forsjóninni fyrir að við skyldum eignast vináttu Jóns Aðalsteins. Grímur og Alli voru einstaklega nánir vinir og næstum óaðskiljanlegir fram á síðasta dag. Þá þökkum við honum allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum saman með honum í gegn- um ævina. Lífið verður ekki eins án vinar okkar. Góður vinur gleymist ekki og eitt er víst, að þín verður sárt saknað. Við þökkum þér allt sem þú varst okkur. Bless- uð sé minning þín. Við sendum afkomendum Jóns Aðalsteins okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Grímur Jónsson og Kjartan Sveinsson. Farinn er góður maður eftir farsæla ævidaga. Fréttin um frá- fall Jóns Aðalsteins dró fram minningarbrot um mann sem kom fram á sjónarsvið okkar Víkinga á áttunda áratug síðustu aldar með glæstar hugmyndir og lét ekki þar við sitja heldur hrinti þeim í fram- kvæmd. Það er ekki öllum gefið að koma inn í félagsskap og gerast leiðtogi sem að lokum skilar af sér hlutverki sem geymist um aldur og ævi. Alli í Sportval var mér ókunnur þegar hann kom að máli við mig og fleiri um að koma með sér í að- alstjórn Víkings. Hann lagði fram metnaðarfullar áætlanir um frek- ari uppbyggingu klúbbsins sem gengu eftir. Hann átti auðvelt að fá menn til að vinna með sér og var góður mannþekkjari. Auk þess að reka eina stærstu íþróttaverslun landsins og vinna öflugt fé- lagsstarf hjá Víkingum var hann mikill framsóknarmaður og vann af kappi fyrir flokkinn. Þó að stjórnmálaskoðanir okkar færu ekki saman bitnaði það ekki á nokkurn hátt á góðu samstarfi enda vissi hann að ólíkar skoðanir leiddu oft af sé góðar hugmyndir sem hægt væri að vinna úr. Hann var mér og minni fjölskyldu betri en enginn, sérstaklega á fyrstu búskaparárunum. Í seinni tíð hitt- umst við ekki oft en þegar það gerðist var alltaf góður tími fyrir spjall um daginn og veginn, inni- haldsríkt að vanda. Á efri árum var hann öflugur baráttumaður aldraðra um aukið réttlæti þeim til handa. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína og veit að hann sameinast einvalaliði rauð-svart röndóttra sem taka á móti honum. Ásgrímur Guðmundsson. Ég tel það mikil forréttindi að hafa kynnst Jóni Aðalsteini og taldi hann einn af mínum kæru vinum, enda sérlega mikið ljúf- menni, hreinskiptinn og heiðar- legur. Við kynntumst er ég byrj- aði að vinna hjá Samtökum aldraðra bsf., við unnum saman í tæp 10 ár, ég á skrifstofunni en hann var í stjórn Samtakanna. Það sem Jón tók sér fyrir hendur var unnið af heilindum. Hann tók að sé í sjálfboðavinnu að vinna að búsetuúrræðum fyrir eldri borg- ara, stóð fyrir byggingu á fjölda fjölbýlishúsa þar sem þjónusta var á neðstu hæðum húsanna sem Reykjavíkurborg sá um. Jón stóð oft í miklum samningum við for- ráðamenn borgarinnar til að fá þessa þjónustu í gegn en oftar en ekki tókst það með ágætum. Samningum um lóðir fyrir húsin stóð hann í aftur og aftur og lagði mikla áherslu á að lóðir undir fjöl- býlishús þessa hóps væru ekki í úthverfum þar sem borgarar af hans kynslóð og eldri þekktu ekki til. Jón var afburða samningar- maður. Afrek Jóns á þessu sviði voru mörg og ómetanleg fyrir þá sem þess nutu og eiga eftir að njóta um ókomna tíð. Jón var mikill fjölskyldumaður, talaði mikið um hve heppinn hann væri með drengina sína, það kom sérstakt blik í augu hans er hann talaði um þá og barnabörn sín, hann var svo hreykinn af þeim. Góðmennska hans lýsti sér í svo mörgu sem ógerningur væri að telja hér upp en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða manni og eiga vináttu hans. Mínar dýpstu samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu Jóns Aðal- steins. Sólveig Guðmundsdóttir. Jón Aðalsteinn eða Alli var maður sem ég leit alltaf mikið upp til og hans er sárt saknað. Ég fékk tækifæri til að kynnast honum ungur að aldri og hann var mér mikil fyrirmynd í lífinu. Alli var maður hugmynda og framkvæmda og hann tók virkan þátt í ýmsu félagsstarfi. Lengst af stundaði hann verslunarrekstur og hver kannast ekki við að fara til Alla í verslun hans Sportval á Laugavegi gegnt Hlemmi. Orka og framkvæmdagleði var inn- byggð í Alla alla tíð. Ég hélt að síðustu ár myndi hann setjast í helgan stein en það var aldeilis ekki. Síðustu ár sín vann hann að byggingu íbúða fyrir aldraða þar sem hann leiddi framkvæmdir frá upphafi til enda. Jón Aðalsteinn elskaði útiveru, stundaði stang- og skotveiði. Ég fékk nokkur tækifæri til að vera með honum í stangveiði og hvílík gleði og orka geislaði frá honum við veiðarnar og maður smitaðist af áhuga og fann fyrir þessari ein- stöku gleði og ánægju, sem veiði- skapurinn gefur manni. Best leið Alla með fjölskyldu sinni og var ávallt vakandi og sof- andi yfir velferð hennar. Þar var hann gæfusamur að eiga góða fjölskyldu sem reyndist honum einnig stoð og stytta þegar veik- indi hans bar að. Við Guðrún Soffía sendum okk- ar hugheilar óskir til fjölskyldu Alla. Til Sveins Grétars og Hönnu Kristínar, Jónasar og Helgu, barna þeirra og barnabarna. Á sama tíma kveðjum við góðan vin og það er yndislegt að eiga góðar minningar um góðar stundir með Alla. Ragnar Atli og Guðrún Soffía. Í dag kveðjum við Víkingar hinstu kveðju dugmikinn og atorkusaman fyrrum formann Víkings. Jón Aðalsteinn kom eins og hvítur stormsveipur til starfa fyrir Knattspyrnufélagið Víking árið 1973 og hélt styrkri stjórn til ársins 1980 er ég undirritaður tók við af honum. Jón hafði þá góðu leiðtogahæfileika að mynda sínar stjórnir með dugmiklum fram- kvæmdamönnum sem áttu það sameiginlegt að vera forkólfar hver á sínu sviði víðsvegar í at- vinnulífinu. Framkvæmdagleðin og stór- hugur réðu flestum hans gjörðum og meðfram rekstri á stærstu sportvörubúð landsins, Sportvali, tókst honum ásamt sínum mönn- um að koma miklu lífi og fjöri í starfsemi Víkings og m.a. að stofna margar nýjar deildir innan félagsins og að manna þær allar með hæfileikaríku fólki sem axl- aði ábyrgð á nýju deildunum. Þessi frumstarfsemi átti síðar eftir að færa Víkingi marga góða keppnistitla, og ekki sló neinum fölva á framgang handknattleiks- deildarinnar þessi ár, en þarna var lagður grunnur að ótrúlegu skeiði handknattleiksmanna inn- an Víkings sem stóð með miklum blóma á annan áratug. Knatt- spyrnudeild félagsins var og í góðri sókn á þessum árum en Vík- ingur varð Íslandsmeistari árið 1981 og 1982 eftir 57 ára bið frá síðasta Íslandsmeistaratitli. Þessi ofangreind gullaldarár Víkings voru mikið til að þakka fastri og öruggri undirbyggingu sem Jón Aðalsteinn og hans stjórnarmenn byggðu upp. Knattspyrnufélagið Víkingur kveður hér í dag mikilvægan for- ystumann sinn sem letraði nafn sitt vel og dyggilega í sögu Vík- ings. Hafðu þökk fyrir, við kveðj- um þig með virðingu. F.h. Knattspyrnufélagsins Vík- ings, Anton Örn Kærnested. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson g|Ä Å|ÇÇ|ÇztÜ âÅ {xyâÜ etâ"t ~ÜÉáá| ˝áÄtÇwá äxÜ|" y—Ü" z}≠yA `x" |ÇÇ|ÄxzÜ| átÅØ" Minnist vina og ættingja með stuðningi við starf Rauða krossins. Farið á raudikrossinn.is eða hringið í síma 570 4000 MINNINGARKORT RAUÐA KROSS ÍSLANDS Samúðarkveðjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.