Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 ✝ Guðjón Tóm-asson fæddist í Reykjavík 16. mars 1931. Hann andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 21. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Tómas Sig- urþórsson, f. 23. október 1906 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, d. 18. janúar 1997, og Sigríður Lilja Jónsdóttir, f. 2. október 1907 í Reykjavík, d. 18. apríl 1984. Bræður Guðjóns eru Sigurþór Tómasson, f. 29. ágúst 1935, og Tómas Tóm- asson, f. 19. október 1944. Guðjón kvæntist 15. mars 1953 Kristínu Ísleifsdóttur frá Miðkoti í Fljótshlíð, f. 3. des- ember 1927, d. 23. apríl 2010. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Guðjónsdóttir, f. 27. september 1951, maki Jón Ingvarsson, f. 8. febrúar 1946. Börn Sigríðar eru: Guðrún Þóra Björnsdóttir, f. 25. otkóber 1971, og Kristín Lilja Björnsdóttir, f. 6. desem- ber 1979. Dóttir Jóns er Sús- anna Jónsdóttir, f. 11. mars 1974. 2) Ingibjörg Guðjóns- dóttir, f. 16. febrúar 1953. 3) Guðjón og Kristín hófu bú- skap á Hvolsvelli árið 1951. Þau fluttust til Reykjavíkur árið 1955 og var þeirra fyrsta heimili í Þingholtsstræti 8. Þar bjuggu þau til ársins 1963 er þau hófu byggingu raðhúss í Álftamýri 53. Kristín lést 23. apríl 2010. Guðjón bjó í Álfta- mýrinni þar til í september síðastliðnum er hann flutti að Kleppsvegi 62. Guðjón fæddist í Reykjavík og ólst upp í Norð- urmýrinni. Hann hóf skóla- göngu sína í Austurbæjarskóla og þaðan lá leið hans í Gagn- fræðaskólann í Reykjavík. Guðjón gekk í Samvinnuskól- ann í Reykjavík og útskrif- aðist þaðan vorið 1949. Að námi loknu hóf hann störf hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli. Árin 1955 til 1972 vann hann hjá Almenna bygg- ingarfélaginu og starfaði m.a. við byggingu Búrfellsvirkj- unar. Síðan var hann ráðinn til Landsvirkjunar, þar sem hann gegndi starfi starfs- mannastjóra og átti hlut að máli við margvísleg störf við virkjanir á síðari árum. Guð- jón starfaði hjá Landsvirkjun til ársins 2001 þegar hann lét af störfum. Útför Guðjóns fer fram frá Háteigskirkju í dag, 2. desem- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Guðjón Axel Guð- jónsson, f. 26. sept- ember 1968, maki Katrín Björk Ey- vindsdóttir, f. 6. apríl 1981. Börn þeirra eru: Sandra Dögg, f. 28. sept- ember 2000, Thelma Rún, f. 12. júní 2002 og Rakel Lilja, f. 20. september 2006. 4) Kristín Laufey Guð- jónsdóttir, f. 16. október 1971, maki Óðinn Vignir Jónasson, f. 19. janúar 1969. Börn þeirra eru: Arna Björk, f. 1. ágúst 1995, Tómas Darri, f. 17. októ- ber 1999 og Ísleifur Óli, f. 9. febrúar 2008. Stjúpsonur Guð- jóns er Kristmann Óskarsson, f. 24. apríl 1944, maki Bergljót Hermundsdóttir, f. 17. desember 1943. Börn þeirra eru: Gyða, f. 7. mars 1964, maki Jón Ríkharð Kristjánsson, f. 4. júní 1967, Auður, f. 11. september 1973, maki Þórður Pálmason, f. 11. nóvember 1956, og Kristín Mar- grét, f. 20. ágúst 1979, maki Jó- hann Ölvir Guðmundsson, f. 24. desember 1976. Barna- barnabörn Guðjóns eru fjórtán og barnabarnabarnabarnið er eitt. Kær vinur er kvaddur. Foreldrar okkar byggðu sér heimili með fjölskyldur sínar á Skeggjagötunni. Það kom í ljós að við vorum Rangæingar í báð- ar ættir. Tíminn leið ótrúlega fljótt, við þroskuðumst og vin- skapur hélst með okkur og fjöl- skyldum okkar. Guðjón fór í nám við Sam- vinnuskólann og eftir útskrift þaðan hóf hann störf við Kaup- félagið á Hvolsvelli og starfaði þar í 7 ár. Á Hvolsvelli hitti hann lífsförunaut sinn hana Kristínu Ísleifsdóttur sem varð eiginkona hans og stofnuðu þau fjölskyldu. Honum vegnaði vel í starfi hjá kaupfélaginu og sagt er að hann hafi þekkt alla bændur í Rang- árþingi þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Hann starfaði hjá Almenna byggingarfélaginu og vann við Búrfellsvirkjun og hjá Ístaki að Sogsvirkjun. Síðan hóf Guðjón störf hjá Landsvirkjun 1973 og vann þar til starfsloka 2001. Störf Guðjóns hjá vinnuveit- endum sínum voru margvísleg sem starfsmannastjóri, bókari og samningamaður. Honum var sér- staklega annt um þá sem störf- uðu við virkjanir á fjöllum og var oft farið að tillögum hans um að- búnað starfsmanna og viðurværi. Vinur minn gekk með ólækn- andi stangveiðidellu. Við vorum saman í tveimur veiðifélögum þar sem við sameinuðum laxveiði og sveitadvöl með fjölskyldum okkar. Nú seinustu ár höfðum við mikið samband. Hann kom í heimsókn og tryggði „bakkelsi“ ef það vantaði. Þá rifjuðum við upp gamlar minningar sem náðu rúm 70 ár aftur í tímann. Nutum við þessara stunda. Börnum Guðjóns sendum ég og fjölskylda mín innilegar sam- úðarkveðjur. Tómas Grétar Ólason. Það var góður og samstilltur hópur sem var í Austurbæjar- skólanum nær öll stríðsárin og útskrifaðist vorið 1944 úr 12 ára E. Við höfðum upplifað það að Bretar hernámu skólastofuna okkar og ráku okkur úr skólan- um. Við höfðum þó sigur að lok- um, enda voru þetta sómamenn. Í þessum bekk vorum við Guðjón ásamt öllum okkar indælu bekkj- arsystkinum. Að undirlagi Guð- jóns hittumst við 12 ára E bekk- urinn á 70 ára afmæli Austurbæjarskólans og oft á ári alltaf síðan. Guðjón stjórnaði okkur, skipulagði jólahlaðborðin og árlegar ferðir okkar víðsveg- ar um nágrannasveitirnar. Ég sá í dagbókarfærslu minni frá af- mælisdegi mínum í nóvember 1941 að einn af boðsgestunum var Gaui. Þá vorum við 10 ára, en ég bauð honum lika í áttræðisaf- mælið mitt, 18. nóvember sl., loksins búinn að ná honum eins og öll árin á undan. Hann hringdi í mig um morguninn og sagðist vera of slappur til að koma en bað að heilsa öllum. Þrem dögum síðar var hann allur. Við ræddum oft gömlu dagana í barnaskólan- um, oftast með okkar góða bekkjarbróður, Árna Steinssyni. Einhvern tíma í kaffi í Perlunni með bekkjarsystkinunum spurð- um við stelpurnar að því hvort þær myndu eftir einelti í bekkn- um eða frekjugangi í okkur strákunum. Þær héldu nú síður, við strákarnir hefðum verið al- gerir englar. Við reyndum að spá betur í þetta og komust að þeirri niðurstöðu að líklega hefði þessi góði andi meðal okkar skóla- systkinanna stafað af áhrifum frá góðmenninu og hinum af- bragðsgóða kennara okkar, Stef- áni Jónssyni skáldi. Hann próf- aði nýja leikinn sinn – Inn og út um gluggann – á okkur í skóla- portinu, kynnti fyrir okkur sög- una um hann Gutta og orti stundum söngva um okkur nem- endurna. Ég kynntist Gauja betur en hinum af því að við vorum ná- grannar og því oftast samferða í og úr skólanum framhjá herbúð- unum á Skólavörðuholtinu. Við áttum margar góðar stundir saman eftir að ég flutti heim eftir áralanga útivist, en Guðjón var einn sá trygglyndasti og besti vinur sem ég hef átt. Ég dáðist alltaf að dugnaði Gauja við að skipuleggja samkomur okkar úr 12 ára E og auk þess fyrir fyrr- verandi starfsfélaga sína frá Landsvirkjun og vina- og fjöl- skylduhópa á Hvolsvelli og um Rangárvallasýslu, en hugur hans tengdist mjög Fljótshlíðinni, Landeyjunum og Eyjafjöllunum, þangað sem hann átti ættir sínar að rekja. Starf hans hjá Lands- virkjun tengdist ekki bara orku- vinnslu – hann átti nóg af henni sjálfur. Það voru miklu fremur mannlegu tengslin og að skipu- leggja framlag Landsvirkjunar til umhverfisbóta og menningar- mála, m.a. með víðtækri ung- lingastarfsemi. Þar nutu ung- mennin og verkefnin hins frjóa anda Guðjóns og hlýjunnar sem alltaf stafaði frá honum. Ég sakna míns góða vinar og sendi börnum hans og fjölskyldu sam- úðarkveðjur mínar. Björn Sigurbjörnsson. Í dag kveðjum við vin okkar og veiðifélaga, Guðjón Tómas- son. Liðin eru um það bil 35 ár frá því að hópur kátra veiðifélaga hóf að venja komur sínar í Vatnsdalinn til laxveiða. Guðjón var óumdeilanlega foringinn í hópnum enda bar hann hið virðu- lega viðurnefni, Laxi. Af sérstök- um ástæðum sem ekki verðar raktar hér var veiðihópurinn nefndur „Litla norræna“, skammstafað LN. Í byrjun 9. áratugarins yfirgaf félagið Vatnsdalinn og leitaði á ný mið. Eftir að hafa þreifað fyr- ir sér í nokkur ár hafnaði LN í Hrútafirðinum þar sem tekin var á leigu á nokkur, sem bar hið virðulega heiti Laxá í Hrútafirði. Þetta var árið 1986 og að venju var Guðjón prímus mótor í samningaviðræðum við bændur þar. Fljótlega sköpuðust venjur og hefðir innan félagsins og ókrýndur regluvörður var að sjálfsögðu Laxi, sem sá til þess að öllum reglum væri stranglega fylgt og vei þeim auma félaga sem gerðist brotlegur við þær. LN efndi reglulega til þorra- blóta en í upphafi hvers blóts var aðalfundur haldinn og að sjálf- sögðu var Guðjón fundarstjóri og stjórnarformaður þó að hann hafi aldrei verið kosinn til þess embættis. Allir góðir hlutir taka enda og svo fór að félagið góða LN leyst- ist upp fyrir nokkrum árum, þegar leigusamningurinn við bændur var ekki framlengdur. Enginn í hópnum harmaði þessi málalok meir en Guðjón, sem tók þeim engu að síður með stóískri ró, sem einkenndi allt hans fas. Guðjón var fyrsti starfs- mannastjóri Landsvirkjunar og gegndi þeirri stöðu í hartnær aldarfjórðung. Í starfi sínu reyndi mjög á margslungna samningatækni Guðjóns í viður- eign hans við stéttarfélög og má segja að Guðjóni megi þakka það góða samband sem Landsvirkjun átti að öllu jöfnu við stéttarfélög- in. Við félagarnir nutum góðs af þessari reynslu Guðjóns í samn- ingum okkar við veiðiréttarhafa. Að leiðarlokum þökkum við Guðjóni fyrir ógleymanlegar samverustundir og vottum fjöl- skyldu hans okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd veiðifélagsins góða, Litla norræna, Stefán M. Halldórsson og Örn Marinósson. Vinna við rafdreifikerfið krefst góðrar þekkingar og er oft unnin við ákaflega erfið skilyrði uppi í háum möstrum í veðrum þar sem flestir halda sig innan- dyra. Guðjón var alla tíð mikill áhugamaður um samskipti á vinnumarkaði og gekk hiklaust fram fyrir skjöldu við að tryggja að allur aðbúnaður og öryggi starfsmanna væri eins og best yrði á kosið hverju sinni. Guðjón var ákveðinn og stóð fast á samningsákvæðum, en það þurfti aldrei að beita hann hörðu við að sækja rétt starfsmanna ef ákvæði voru skýr og aldrei hall- aði hann á rétt starfsmanna. En ef ekki fundust samningsákvæði sem stóðu undir þeim kröfum sem fram voru settar þá stóð ekki á svarinu: „Já, drengir mín- ir, þetta er nú bara svona, en við ræðum þetta betur í næstu samningum.“ Í tíð Guðjóns voru samskipti stéttarfélaganna ekki einungis við LV vegna fastra starfs- manna, í virkjanasamningum voru ákvæði um að LV bæri ábyrgð á því að allir undirverk- takar fyrirtækisins færu eftir ákvæðum samningsins. Þannig að þær deilur sem ekki tókst að leysa milli starfsmanns og fyr- irtækis, enduðu hjá viðkomandi stéttarfélagi og þá var rætt við Guðjón. Þegar Búrfellsvirkjun var reist á árunum 1965-1970 sáu Guðjón og samstarfsfólk hans að mestu um öll laun þeirra 500 manna sem voru þar að störfum. Annan hvern fimmtudag var bú- ið að reikna út laun allra starfs- manna og Guðjón ók síðan á Land Rover niður á Selfoss og fór í bankann og sótti þar pen- inga fyrir laununum. Þeir voru settir í pappakassa aftur í Land Roverinn og Guðjón ók aftur upp í Búrfell aðfaranótt föstudagsins, þar sem gengið var frá launa- umslögum 500 starfsmanna. Þar var um að ræða fólk sem vann langan vinnudag og má ætla að væri þetta fært til nútíðar hafi verið um að ræða upphæð sem samsvarið í dag vel ríflega 100 millj. kr. Guðjón hafði oft orð á þessu þegar við ræddum um hvernig samfélagið hefði þróast. Það var á vitorði margra hversu mikla fjármuni hann var að ferðast með aleinn í Land Ro- vernum en aldrei kom nokkrum manni til hugar en að þetta væri ekki í lagi. Í tíð Guðjóns varð LV áber- andi brautryðjandi í því að lag- færa þann aðbúnað sem tíðkaðist á vinnustöðum sem voru fjarri heimkynnum fólks. Í tíð Guðjóns breyttist þetta frá því að starfs- mönnum til fjalla var gert að liggja í flatsæng í opnum óaðl- aðandi skálum með slakri snyrti- og mötuneytisstöðu, yfir í að starfsmenn fengu sérherbergi og öll snyrtiaðstaða ásamt mötu- neytum færðist yfir í það sem við þekkjum í dag. Mikil afturför varð á þessu í Kárahnjúkavirkj- un, þar sá aðalverktakinn um vinnubúðirnar. Landsfrægt varð hversu slakur aðbúnaðurinn var. Guðjón var þá hættur að koma að þessum málum og tók þetta ástand mjög nærri sér. Síðustu starfsár sín beitti hann sér fyrir því að starfsmönn- um sem höfðu lagt mikið á sig við að reisa og viðhalda raforku- dreifikerfinu stæðu til boða létt- ari störf. Við rafiðnaðarmenn minnumst Guðjóns sem heil- steypts og vel gerðs manns, hann var drengur góður. Við þökkum margar góðar stundir og sendum fjölskyldu hans hug- heilar samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnarsson. Guðjón Tómasson HINSTA KVEÐJAÞei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Kveðja, Þórhildur, Guðrún, Margrét og Ragnhildur. Hún Sísí móðursystir mín var engri lík og þótt hennar verði sárt saknað er sérstaklega ljúft að rifja upp minningar af henni. Allt við Sísí og í kringum hana var fágað og „elegant“. Hún var einstaklega smekkleg og meiri hefðardömu hef ég aldrei kynnst. Það sem hún sagði og gerði virk- aði einlægt, gegnheilt og aldrei yfirborðskennt. Hún var hrein- skilin og óhrædd við að segja það sem henni fannst. Sísí var alltaf litríkur karakter og heimsborg- ari. Hún var afar sterk mann- eskja sem virtist stundum ekki óttast neitt í lífinu. Hún hafði til að bera mikinn kjark og tókst á við endurtekin veikindi í seinni tíð af ótrúlegu æðruleysi. Hún Sísí var fárveik á spítala einn daginn en nokkrum dögum síðar Sigríður Gunnarsdóttir ✝ Sigríður Gunn-arsdóttir fædd- ist í Von við Lauga- veg í Reykjavík 26. september 1927. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 11. nóvember 2011. Útför Sigríðar fór fram frá Bú- staðakirkju 21. nóvember 2011. var hún jafnvel flog- in yfir hálfan hnött- inn til að heimsækja Nonna son sinn al- sæl og eldhress. Þótt ég hafi bara kynnst Sísí á full- orðinsaldri hafa þær systur verið að rifja upp ýmis prakkara- strik frá sínum yngri árum sem eru í raun efni í heila bók. Þar gæti ég trúað að hlutur Sísíar vægi þungt. Sísí og mamma gerðu t.d. Gyðu elstu systur sinni lífið leitt með því að elta hana í bæinn með stólpípur á lofti sem þær notuðu til að sprauta yfir hana vatni. Einnig stríddu þær vinnumönnum á Gunnarshólma sem þeim líkaði ekki við með ótrúlega hugvits- samlegum uppátækjum. Sú albesta saga sem ég hef heyrt af Sísí, og jafnvel af nokk- urri manneskju, er þegar þær systur voru unglingar á Gunnars- hólma og Sísí langaði í bíó í bæn- um. Móðir mín ráðlagði þá Sísí að þykjast vera komin með botn- langakast. Sísí fannst hugmyndin greinilega góð og lék hlutverk sitt það vel að faðir þeirra sem sjaldan tók sér frí úr vinnu fór með hana á spítala. Þar var hún skorin upp og alheilbrigður botn- langinn fjarlægður. Þegar Sísí rifjaði upp þessa sögu minntist hún þess helst að hafa verið svo þyrst þegar hún vaknaði að hún tók það til bragðs að þamba vatn- ið úr hitapokanum þar sem henni hafði verið neitað um vatn. Þessi saga lýsir uppátækjasemi þeirra systra, kjarki og óttaleysi Sísíar vel. Mér er það til efs að margar manneskjur hefðu þorað að ganga alla leið með svona hug- mynd. Á jólunum vorum við fjölskyld- an svo heppin að fá að eyða dýr- mætum stundum með Sísí. Þetta eru stundir sem við eigum öll eft- ir að sakna. Sísí var aldrei spör á hrósið þegar henni líkaði eitthvað vel. Maturinn sem henni var boð- ið upp á var alveg „deluxe“ og í hvert skipti yfirleitt sá besti sem hún hafði smakkað. Nærvera Sísíar hafði góð áhrif á okkur öll og hún bar alltaf með sér jólaand- ann, gleði, húmor, þakklæti og frið. Fyrir þessar stundir og allar aðrar með Sísí er ég óendanlega þakklát og finnst hún virkilega hafa kennt mér mikið um lífið og hvers konar hugarfar er farsælt til þess að mæta því sem að hönd- um ber hverju sinni. Blessuð sé minning þessarar yndislegu frænku sem er og verður alltaf í mínum huga algjörlega ógleym- anleg. Elsku Lilja, Nonni, börn, barnabörn og systur. Megi andi Sísíar lifa áfram með ykkur öllum og ylja ykkur um ókomna tíð. Guðbjörg Daníelsdóttir. Einkennilegt er að fyrir skömmu eða jafnvel hinn 11. sl., varð mér hugsað til Sigríðar Gunnarsdóttur, þessarar merku og fallegu konu sem setti á lagg- irnar fyrsta tískuskóla á Íslandi, hann var til húsa rétt fyrir ofan Hlemm. En svo sá ég í Morgun- blaðinu að það var verið að bera hana til grafar. Ég varð hugsi, og ég hugsaði til baka, því ég varð þess aðnjótandi að komast í þennan skóla er hann tók til starfa. Ég feimin og hlédræg sveitastúlkan, en Sigríður tók mér brosandi og opnum örmum, mér varð starsýnt á hana því hún var svo falleg og bar höfuðið hátt. Þessi skóli er mér ógleyman- legur, þar lærði ég svo margt gott, t.d. hvernig konur eiga ganga upp og niður stiga í hæla- háum skóm og hvernig á að hafa fæturna er við sitjum og bara óteljandi margt gott. Það hefur engin svo ég viti komið í stað þessarar merku konu, hún var sérstök, hún kom með nýjungar inn í okkar litla land og var sterk og var stórglæsileg. Ég hef oft hugsað til Sigríðar í gegnum árin, sérstaklega á vorin þegar fermingarnar byrja, þá kemur í huga minn: nú vantar Sigríði. Sigríður mín, ég þakka þér allt sem þú kenndir mér og okkur stúlkunum sem voru hjá þér í skólanum. Blessuð sé minn- ing hennar og megi góður guð blessa afkomendur og fjölskyldur þessarar hugrökku konu sem ég mun seint gleyma. Sólrún Guðjónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR V. KRISTJÁNSDÓTTUR, Hæðargarði 29, Reykjavík. Helga Þorkelsdóttir, Andrés Þórðarson, Kristján Þorkelsson, Sigurdís Sigurðardóttir, Guðmundur Þorkelsson, Kristjana Stefánsdóttir, Guðríður Þorkelsdóttir, Guðmann Héðinsson, Viðar Þorkelsson, Sigríður Svava Þorsteinsdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.