Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Á aðfangadag í fyrra birtist lítil frétt í Morg- unblaðinu þess efnis að hugsanlega myndu tök- ur á annarri þáttaröð bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar HBO, Game of Thrones, fara fram hér á landi. Síðla þessa árs fékkst það svo stað- fest og fjölmennt tökulið á vegum HBO kom til landsins, hóf tökur hinn 25. nóvember og er enn að. Tökurnar fara fram við Svínafellsjökul en einnig stendur til að taka upp við Vatnajökul og á Höfðabrekkuheiði. Fyrstu þáttaröð Game of Thrones var vel tekið af gagnrýnendum vest- anhafs sem og aðdáendum. Á vefnum Internet Movie Database gefa not- endur henni 9,4 í einkunn og á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman gagnrýni bandarískra fjölmiðla, hlýt- ur hún 79 af hundrað mögu- legum í einkunn. Þáttaröð- in var tilnefnd til 13 Emmy-sjónvarpsverðlauna í Bandaríkjunum í ár og hlaut einn leikara þáttanna, Peter Dinklage, verðlaun sem besti aukaleikara í dramatískri þáttaröð. Þá hlaut hún einnig verðlaun fyrir grafíska hönnun. Þættirnir eru af dýrustu gerð hvað framleiðslu varðar, líkt og HBO er orðin þekkt fyrir, ekkert til sparað í sviðsmyndum og tæknibrellum og tekið upp víða um heim. Hið fullkomna landslag Chris Newman, meðframleiðandi Game of Thrones, er hér á landi staddur og blaðamaður ræddi við hann í fyrradag um þættina. „Þetta hefur gengið mjög vel, skipulagningin er góð hjá Pegasus,“ segir Newman um tök- urnar en fyrirtækið Pegasus sér um að þjón- usta tökuliðið. „Ég sé um skipulagningu á tök- um ólíkra hluta þáttaraðarinnar. Við tökum í þremur löndum og ég kem með tillögur að tökustöðum og þá á ég ekki bara við lönd held- ur staðsetningar líka,“ segir Newman um starf sitt. Það geti verið býsna flókið og hafa þurfi snör handtök svo allt sé tilbúið þegar tökur eiga að hefjast. Þá gangi hann í ýmis störf sem leik- stjóri myndi sinna ef um kvikmynd væri að ræða. Verkaskiptingin sé s.s. önnur við gerð sjónvarpsþátta á borð við þessa. Veðrið hefur leikið við tökulið síðustu daga, að sögn New- man, snjór og frost sem er einmitt það sem sóst var eftir. Atriðin sem tekin eru upp hér á landi gerast norðan Veggjarins svonefnda í sögunni, í einskismannslandi þar sem illvígir villimenn búa og yfirnáttúrulegar verur nefndar Hinir. Þangað heldur ein aðalpersónanna, Jon Snow, með vöskum mönnum, hinum svokölluðu Næt- urvörðum og eiga þeir von á því að komast í hann krappan. Leikarinn Kit Harrington fer með hlutverk Jon Snow, óskilgetins sonar Edd- ard lávarðs sem myrtur var í fyrstu þáttaröð Game of Thrones. „Atriðin sem við tökum, þessar þrjár vikur sem við erum hérna, fjalla um afdrif hans, þegar hann heldur norður fyrir Vegginn. Við tókum hluta þeirrar sögu upp áð- ur en við komum hingað, þurftum að búa til gervisnjó úti í skógi en það er mun flóknara að beita brellum þegar búa þarf til snævi þakið og víðfeðmt landslag. Það hefði verið alltof dýrt og því ákváðum við að betra væri að hafa það raunverulegt,“ segir Newman. Ísland hafi því orðið fyrir valinu. Hann er kvæntur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur, en henni kynntist hann við tökur á sjónvarpsþáttunum Nonni og Manni hér á landi. Spurður í gamansömum dúr að því hvort eiginkonan hafi þrýst á að tökur færu hér fram segir Newman ekki svo vera. Hann myndi ávallt ráðleggja mönnum að taka upp á Íslandi, þ.e. ef íslenskt landslag væri það sem þeir væru að leita að. 60-70 milljónir dollara – Þetta er afar umfangsmikil framleiðsla? „Já, miðað við sjónvarp er hún það.“ – Veistu hver er heildarkostnaður við gerð þáttaraðarinnar? „Þetta eru tíu þættir og kostnaðurinn nemur um 60-70 milljónum dollara,“ svarar Newman, þ.e. allt að 8,4 milljörðum króna. „Stundum vildum við þó hafa úr meira fé að spila, fyrir tæknibrellur og slíkt sérstaklega.“ – Þessir þættir hafa notið mikillar velgengni, ekki satt? „Jú, nógu mikillar til þess að HBO telur sig hafa gott efni í höndunum,“ svarar Newman. – Hafið þið lent í einhverjum vandræðum í tökum hérna? „Nei, einu vandræðin hafa tengst vali á töku- stöðum sem er okkur sjálfum að kenna. Við komum hingað að vetrarlagi sem er gott fyrir það útlit sem við erum að sækjast eftir en slæmt hvað dagsbirtu varðar. Það er áskorun fyrir okkur að ljúka tökum í dagsbirtu. Við þurfum að laga okkur að því, gera allt klárt í myrkrinu og lýsa upp svæðið svo við getum at- hafnað okkur,“ segir Newman. Allt hafi þó gengið vel til þessa og leikarar hæstánægðir með að hafa fengið að fara til Íslands. – Hvað er norðan Veggjarins? „Næturverðirnir halda að norðan Veggjarins séu villimenn sem fari um ránshendi, líkt og menn óttuðust indjána í villta vestrinu forðum í Ameríku. Þeir átta sig á því, þegar þangað er komið, að eitthvað mun verra er á ferðinni, líkt og mikil illska sé að vakna af löngum dvala. Þess vegna er sagt að vetur sé í nánd (slagorð þáttanna er „Winter is Coming“) og er þá ekki aðeins átt við veðurbreytingar heldur nýjan óvin,“ svarar Newman. Í bókunum sem þættirnir eru byggðir á séu árstíðirnar óhemjulangar, sögu- persónur minnist vetrar sem stóð í tíu ár. Að lokum spyr blaðamaður hvort líkur séu á því að fleiri þáttaraðir verði teknar á Ís- landi. Newman segir það velta á því hversu vel tök- urnar gangi. Gangi vel séu líkurnar góðar. Hann vilji í það minnsta snúa aftur. Norðan Veggjarins  Umfangsmiklar tökur á annarri þáttaröð Game of Thrones standa yfir við Svínafellsjökul Vígalegur Leikarinn Kit Harrington í fullum herklæðum á tökustað við Svínafellsjökul í vik- unni. Harrington er einn af aðalleikurum þáttanna ævintýralegu Game of Thrones. Þættirnir Game of Thrones eru byggðir á sagnabálki bandaríska metsöluhöfundarins George R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Fyrsta bókin kom út árið 1996 og hét hún Game of Thrones. Sögusvið sagnanna er tilbúinn miðaldaheimur og fara þær að mestu fram í heimsálfunni Westeros og einnig álfunni Essos. Flestar sögupersóna eru menn en einnig koma við sögu drekar og aðrar ævintýraskepnur. Fyrsta bókin segir af valdabaráttu nokkurra konunga um yfirráð yfir Westeros allri. Þeir vilja sölsa undir sig svonefnda Járnkrúnu en ógn steðjar að úr norðri, frá villimönnum annars vegar og yfirnáttúrulegum verum hins vegar sem nefndar eru Hinir og búa norðan gríðarstórs veggjar, Veggjarins svonefnda, sem markar landamæri Westeros og á að vernda íbúa álfunnar fyrir Hinum. Svonefnt Bræðralag næturvaktarinnar stendur vörð við Vegginn og í því liði er óskilgetinn kon- ungssonur, Jon Snow. Þá segir einnig af út- lægri konungsdóttur, Daenerys Targaryen. Faðir hennar var myrtur og sviptur Járn- krúnunni og hyggst hún endurheimta hana og þar með völd sín yfir álfunni. Járnkrúnan skiptir um hendur í fyrstu þáttaröð Game of Thrones með mannvígum og djöfullegu ráðabruggi. Erfitt er að rekja söguþráð sagnabálksins í stuttu máli þar sem hann er býsna snúinn og bækurnar eru orðnar fimm talsins. Valdatafl í miðaldaheimi Martins SAGNABÁLKURINN A SONG OF ICE AND FIRE George R.R. Martin Chris Newman hbo.com/game-of-thrones Rithöfundurinn Bergljót Arnalds datt illa af hestbaki um síðustu helgi við myndatöku fyrir nýja bók sína, Íslensku húsdýrin og Trölli. Tveir hryggjarliðir féllu saman, þykir mildi að ekki fór verr. Skv. tilkynn- ingu frá útgefanda bókarinnar, For- laginu, lá Bergljót á hestinum sem jós með þeim afleiðingum að hún kastaðist af baki og lenti illa. Berg- ljót þarf að ganga með hryggspelku næstu þrjá mánuði, að því er fram kemur í tilkynningunni. Í bókinni Íslensku húsdýrin og Trölli eru börn frædd um íslensku húsdýrin í gegnum ævintýri um tröllastrák sem ratar ekki heim til sín og þarf á hjálp dýranna að halda. Óhapp Bergljót kastaðist af hest- baki og slasaðist. Datt illa af hestbaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.