Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Tillaga að deiliskipulagi Þeista- reykjavirkjunar hefur verið auglýst hjá sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. Skipulagssvæðið er um 76,5 km² en meginviðfangsefni deiliskipulagsins er 16 km² orkuvinnslusvæði á Þeista- reykjum þar sem gert er ráð fyrir allt að 200 MWe jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu. Það er Þeista- reykir ehf. sem áformar að reisa þarna virkjun en félagið er í 96,7% eigu Landsvirkjunar. Þá mun Landsnet leggja háspennulínu um svæðið. Samkvæmt deiliskipulaginu er virkjunarsvæðinu skipt í tvo hluta, skilgreind eru 15 borsvæði og gert ráð fyrir allt að 40 vinnsluholum. Virkjunin mun óhjákvæmilega hafa áhrif á umhverfi sitt enda nátt- úran og landslagið á svæðinu að mestu ósnert. Sérstök áhersla er lögð á að taka skuli mið af landslagi og náttúrufari af fremsta megni og leitast við að öll mannvirki verði lát- laus og falli sem best að umhverfinu. Samkvæmt mati á umhverfisáhrif- um hafa framkvæmdirnar óveruleg til verulega neikvæð áhrif á um- hverfið. Segir að lítið jákvætt geti hlotist af þessu fyrir náttúruna eins og búast má við með slíka fram- kvæmd þrátt fyrir að markmið fram- kvæmdaraðila sé að halda neikvæð- um umhverfisáhrifum í lágmarki. Til dæmis eru áhrifin á hið ósnortna víð- erni talsvert neikvæð og nokkuð nei- kvæð á eldhraun og jarðhitaum- mynduð svæði. Ekki í náttúruverndaráætlun Framkvæmdartíminn gæti haft nokkuð neikvæð áhrif á fuglalíf og verið talsvert neikvæður fyrir smá- dýr. Þá hefur virkjunin neikvæð áhrif á ásýnd svæðisins, á ferðaþjón- ustu og útivist og tímabundið á af- réttarlönd og á samgöngur. Virkjun- in þykir verulega jákvæð fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu og talsvert jákvæð fyrir samgöngur, ferðaþjónustu og útivist eftir að framkvæmdum er lokið. Þeistareykir eru tilgreindir sem „aðrar náttúruminjar“ í náttúru- minjaskrá. Svæðið er ekki friðað og ekki nefnt í náttúruverndaráætlun 2009-2013. Samkvæmt mati Skipulagsstofn- unar á umhverfisáhrifum er veruleg óvissa um hver áhrif af fyrirhugaðri virkjun verði á jarðhitaauðlindina og meiri líkur en minni á að orkunýt- ingin verði ekki sjálfbær. Þá telur stofnunin að umhverfisáhrif fram- kvæmdanna verði verulega neikvæð og að hún muni raska um 110 hekt- urum af, að mestu, óröskuðu hraun- svæði. Áhrif lagningar háspennulínu þykja einnig nokkuð neikvæð fyrir landslag, ásýnd, jarðmyndanir, líf- ríki og gróður. Í áliti Skipulagsstofn- unar um háspennulínurnar segir að framkvæmdirnar muni hafa veruleg neikvæði og óafturkræf áhrif á svæð- ið við Þeistareyki og á landslagsheild Þeistareykjahrauns. Þeistareykir er á virku gosbelti Framkvæmdir á skipulagssvæð- inu munu raska einum skráðum minjastað. Annars er talið að áhrif á fornleifar verði óveruleg. Þá kemur fram að Þeistareykir eru á virku gos- belti þar sem hætta er á jarðhrær- ingum. Litlar líkur eru samt taldar á að jarðskjálftar stærri en 5 verði á eða í grennd jarðhitasvæðanna. Skipulagstillagan ásamt umhverf- isskýrslu var lögð fram á skrifstofu Þingeyjarsveitar og hjá Skipulagsstofn- un á þriðjudaginn og liggur frammi til 30. janúar 2012, þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana at- hugasemdir fram til þess tíma. Óhjákvæmileg umhverfisáhrif  Tillaga að deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar í Þingeyjarsveit auglýst  Gert ráð fyrir 200 MWe jarðvarmavirkjun á svæðinu  Talið að umhverfisáhrif framkvæmdanna verði verulega neikvæð Deiliskipulag Þeistareykja- virkjunar í Þingeyjarsveit (Til Húsavíkur) Þeistareykja- bunga Hólasandur Skipulagsmörk Skipulagssvæði B Byggingarlóðir Borsvæði Niðurrennslissvæði Mannvirkjabelti M-2:9 Mannvirkjabelti M-1 og M-10 Virkjanavegir Vegir fyrir almenna umferð Til Húsavíkur Bæjarfjall Mælifell Gæska Stórihver Ke til fja lls ha li Ketil- fjall Húsavík Gæsafjöll Lambafjöll Framfjöll Aðaldalur Grunnkort: Loftmyndir ehf. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir varðandi tímasetn- ingu á byggingu virkjunarinnar en vonast er til að það geti orð- ið innan tíðar að sögn Einars Mathiesen, stjórnarformanns Þeistareykja ehf. „Slíkar ákvarðanir verða teknar í tengslum við fyrirhugaða raf- orkusölu til stórnotenda á Norðausturlandi. Við munum halda áfram undirbúningi fyrir byggingu virkjunarinnar en það liggja ekki fyrir ákvarðanir um hversu langt við munum ganga á næsta ári. Það ræðst af því hvernig sölu á orkunni vindur fram,“ segir Einar. Landsvirkjun hefur ekki enn sótt um virkjunarleyfi til Orku- stofnunar en unnið er að því. „Undirbúningur að því ferli er hafinn en við höfum ekki sótt formlega um. Allur undirbún- ingur miðar að því að við getum verið tilbúin með að fara í fram- kvæmdir þegar við þurfum á orkunni að halda og við erum að komast á það stig núna. Við teljum okkur vera farin að sjá til lands hvað varðar að hefja orkuvinnslu á svæðinu. Auð- vitað tengist það því að það sé orkukaupandi á hinum end- anum og að því er unnið hörð- um höndum,“ segir Einar og kveðst vera bjartsýnn á að virkjun rísi á Þeistareykjum innan ekki allt of margra ára. Virkjun rís innan tíðar ÞEISTAREYKIR EHF. Þeistareykir Til- raunaborun í gangi. Skógræktarfélag Fáskrúðsfjarðar hefur starfað í um þrjátíu ár og hafa félagsmenn og aðrir gróð- ursett í útjaðri þorpsins á Fáskrúðsfirði um 300 þúsund tré. Í haust var tekin ákvörðun um að hefja grisjun á grenitrjám og var auglýst að fólk gæti komið og valið sér tré. Allnokkur þátttaka var í þessu verkefni félagsins en ágóða af sölu trjánna verður varið til að kaupa nýjar trjáplöntur. Steinþór Pétursson hafnarstjóri í Fjarðabyggð ásamt konu sinni Guðnýju Elísdóttir voru fyrstu við- skiptavinir sem mættu í skóginn. Síðan komu Austfirðingar hver af öðrum og trén sem höggvin voru munu prýða heimili í fjórð- ungnum fyrir jólin. Morgunblaðið/Albert Kemp Jólatré höggvin og seld Gestir Landspítalans á fjórum haustdögum í nóvember voru flestir innan við 20 mínútur að komast á spítalann, samkvæmt nýrri ferða- venjukönnun sem unnin var fyrir Nýjan Landspítala ohf. Þeir sem áttu leið um Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi, aðrir en starfsfólk, dagana 8.-10. og 14. nóvember voru stöðvaðir við inn- gang og lagðar fyrir þá spurningar. Yfir 48% aðspurðra voru aðstand- endur, rúmlega 44% voru að sækja þjónustu á spítalann en ríflega 7% í öðrum erindagjörðum. Nær allir, eða 94,6%, komu akandi. Flestir komu skamman veg Þegar spurt var um ferðatíma sagðist meira en helmingur gest- anna, eða 55%, hafa verið á bilinu 1- 10 mínútur á leiðinni á spítalann frá heimili sínu eða síðasta áfangastað. Rúm 28% voru 11-20 mínútur á leið- inni og því voru um 84% aðspurðra innan við 20 mínútur á leiðinni. Flestir þeir sem lögðu leið sína á spítalann komu stutt að. Samtals komu um 44% gesta úr Austur- eða Vesturbæ Reykjavíkur, af Seltjarn- arnesi eða Þingholtunum, en um 14- 15% komu úr úthverfum borg- arinnar. Tæp 11% gesta komu úr Hafnarfirði og sögðust þeir vera um 18 mínútur á leiðinni á spítalann. Ferðatími flestra innan 20 mínútna  Gestir Landspítala koma akandi Morgunblaðið/Ómar Landspítali Til stendur að reisa nýtt sjúkrahús við Hringbrautina. Gestir Landspítala » 94,6% komu akandi og ríf- lega helmingur ökumanna sagðist leggja í gjaldskyld stæði við spítalann. » Þeir sem komu úr Vesturbæ og Austurbæ Reykjavíkur, sem var fjölmennasti hópurinn, voru 9 mín. á leiðinni á en gestir úr úthverfum 14 mín. » Flestir starfsmenn Land- spítala koma á einkabíl til vinnu, en um 60% segjast geta hugsað sér strætó eða hjól.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.