Morgunblaðið - 29.12.2011, Page 10

Morgunblaðið - 29.12.2011, Page 10
Enginn ætti að láta framhjá sér fara stuðtónleika Varsjárbandalagsins sem verða á morgun, föstudag, á Kaffi Rósenberg klukkan tíu. Æv- inlega þegar þau sprelligosarnir stíga á stokk upphefst mikill dans og gleði. Bjórpolkalúðrasveit ætlar að hita upp til hálfellefu en síðan tekur hið eina sanna Varsjárbandalag við og leikur dansvæna og fjöruga tónlist frá Austur-Evrópu fram eftir nóttu. Fiðlusnillingurinn Greta Salóme Stef- ánsdóttir verður gestaspilari. Sambærilegir tónleikar voru fyrir ári á sama stað og þá var troðfullt hús og rífandi stemning. Endilega... ...dansið með Varsjárbandalaginu 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 Svanhildur Eiríksdóttur svei@simnet.is Það var ekki atvinnuleysisem fékk þá félaga Har-ald Haraldsson og IngvaKristin Skjaldarson til að söðla um og reyna sig á nýjum starfsvettvangi í öðru landi. Það var fyrst og fremst ævintýraþrá og áskorun, auk hærri launa. Starfs- auglýsingin gaf það einnig til kynna að starfsmaðurinn þyrfti að vera ævintýragjarn og tilbúinn í ýmislegt. Þeir hafa báðir yfir 20 ára reynslu af björgunarstörfum, eru menntaðir sjúkraflutninga- menn, hafa starfað sem slökkviliðs- menn og öryggisverðir, auk þess að vera menntaðir húsasmiðir. Áskorunin var hins vegar sú að vera á hverjum starfsdegi í hættu- legu vinnuumhverfi í stað þess að taka útköll þegar þau berast. Vinnufatnaðurinn er öryggisvesti, hjálmur og fallbelti, enda þver- hnípt ofan frá þyrlupallinum þar sem fararskjóti þeirra, þyrla, lend- ir á hverjum morgni, niður að námuopi. „Þetta er langhættuleg- asta starfið sem ég hef unnið sem launamaður, en auðvitað hefur maður oft unnið við hættulegar og erfiðar aðstæður við björgun, bæði á landi og sjó,“ sagði Ingvi í sam- tali við blaðamann. Haraldur var einn þeirra björgunarmanna sem fóru til Haítí eftir jarðskjálftana í fyrra og sagði það á margan hátt hafa verið erfiðara en þetta starf. Hann hefur auk þess mikla reynslu sem slökkviliðsmaður. Öryggisvitund Grænlend- inga minni en Íslendinga „Danska vinnueftirlitið segir þetta hættulegasta vinnusvæðið í sinni lögsögu og við erum undir smásjá. Þegar náman var starfandi á áttunda og níunda áratugnum urðu þarna mörg banaslys en síðan hefur verið unnið að því að auka öryggi starfsfólks,“ sagði Haraldur í samtali við blaðamann. Ingvi bæt- ir við að þeir séu leiðinlegu gæjar- nir, sífellt á verði til að kanna hvort allir séu í viðeigandi öryggis- búnaði og stefni hvorki sér né sam- starfsfólki í hættu. „Öryggisvitund Ævintýraþráin togaði þá til Grænlands Þegar auglýst var eftir ævintýragjörnum sjúkraflutningamanni til Grænlands fyrr á þessu ári sótti Haraldur Haraldsson um starfið eftir litla umhugsun. Hann fékk síðan vin sinn og starfsfélaga Ingva Kristin Skjaldarson til samstarfs síðastliðið sumar. Vinnustaðurinn er náma í 600 metra hæð í þverhníptri berghlíð í Mar- morilik á Norðvestur-Grænlandi. Ljósmynd/Frá viðmælendum Ekki fyrir lofthrædda Haraldur Haraldsson og Ingvi Kristinn Skjaldarson á þyrlupallinum í 740 metra hæð þar sem starfsfólk hefur vinnudaginn. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríks Heima yfir hátíðina Einn af kostunum við vinnuna er löng dvöl heimavið milli vinnutarna. Hér eru Ingvi og Haraldur afslappaðir heima í stofu. Á gamlárskvöld er kjörið tækifæri til að halda grímuball heima í stofu. Það er skemmtilegt að bregða sér í annað hlutverk um stund og til að fá hugmyndir að búningum er um að gera að vafra á netinu. Ofangreind síða er ein slík og svo er bara að njóta sín! Vefsíðan www.costumecraze.com Búningar og fjör á gamlársdag Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. hafi nagað sig í gegnum veggi af ótta við hávaða. Mörg dæmi eru um að hross á útigangi hafi algerlega tryllst, brotist gegnum girðingar og flúið til fjalls og ekki fundist fyrr en löngu síðar, oft illa útleikin. Almennar ráðleggingar: Ýmislegt er til ráða til að draga úr óttanum. Dýrunum skal haldið innandyra og best er að útbúa aðstöðu í einhverju herbergi þar sem þau þekkja til. Þar skal draga fyrir glugga og hafa ljósið kveikt og einhverja tónlist í gangi þar sem það getur dregið úr hávaðanum sem berst inn. Þetta á jafnt við um hunda og ketti en kettirnir eru yf- irleitt fljótir að finna sér felustað sem hentar þeim. Ráðlegt er að tala rólega við dýrin en ekki vorkenna þeim um of. Dýr sem verða mjög hrædd má ekki skilja eftir einsömul. Hvolpum og kettlingum sem eru að upplifa sín fyrstu áramót þarf einnig að sýna sérstaka aðgát. Hræðsla við hávaða eykst oft eftir því sem dýrin eldast. Hestum sem komnir gjöf í hesthúsum skal gefið vel, ljós haft kveikt og útvarp í gangi. Eigendur ættu einnig að vitja þeirra á þessum tíma. Útigangshrossum á að gefa vel og halda á kunnuglegum slóðum, þar sem þau fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þau. Notkun róandi lyfja: Það hefur færst í vöxt að gefa hundum róandi lyf á áramótunum og þrettándanum. Þó að það sé góð lausn fyrir einhverja hunda er það ekki æskilegt í öllum tilfellum og alls ekki á fyrstu áramót- unum sem dýrin upplifa. Verkun ró- andi lyfja er mismunandi eftir ein- staklingum og fer m.a. eftir aldri, líkamlegu ástandi og skapgerð. Ekki hafa öll róandi lyf slævandi áhrif á skynfæri þannig að þrátt fyrir að hundurinn virðist slaka á getur hann upplifað óttann en ekki tjáð hann vegna lyfjanna. Aukaverkanir geta fylgt notkun róandi lyfja og aldrei má skilja dýr eftir ein hafi þeim verið gefin slík lyf. Ávallt skal ráðfæra sig við dýralækni áður en dýrum er gefið róandi lyf. Við flugeldaótta er sem sagt ýmislegt til ráða og gott er að huga að ráðstöfunum með nokkrum fyrirvara. Dagarnir skömmu fyrir ára- mót geta gefið vísbendingar um hvernig dýrin munu bregðast við þar sem sumir geta ekki beðið eftir gaml- ársdegi með að byrja að sprengja. Það allra mikilvægasta er þó að sjá til þess að dýrin séu í öruggu umhverfi og njóti stuðnings eigenda sinna. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir hjá Matvælastofnun – www.mast.is Mörg undanfarin áramót hafa orðið fjölmörg slys og óhöpp vegna ofsa- hræðslu dýra við flugelda og hávað- ann frá þeim. Dýrin skilja ekki að há- vaðinn og ljósadýrðin sé ekki upphaf heimsendis og því er eðlilegt að þau verði skelfingu lostin. Ábyrgð dýra- eigenda er mikil gagnvart dýrunum og ber þeim skylda til að passa upp á að dýrin fari ekki sjálfum sér að voða eða valdi skaða. Aldrei er góð vísa of oft kveðin og þar sem líður að áramótunum með tilheyrandi flugeldum er ástæða til að rifja upp helstu leiðbeiningar til dýraeigenda vegna ótta við flugelda. Ótti við hávær hljóð eins og flugelda háir fjölda hunda, katta og ekki síður hrossa. Eðlilegt er að dýrin verði vör um sig í miklum hávaða en sum verða ofsahrædd, titra og skjálfa, verða áhugalaus um mat og leikföng og missa jafnvel þvag. Flest reyna að leita skjóls undir húsgögnum eða inni í skápum en dæmi eru um að hundar Heilbrigði og velferð dýra Dýrahald og flugeldar um áramót Morgunblaðið/Ómar Varúð Hross verða oft mjög hrædd á gamlárskvöld við sprengingar og hávaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.