Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 3
FYRIR ÞJÓÐINA
Sómi Íslands,
sverð og
skjöldur
um þessar
mundir
er án efa
kvenna-
landsliðið
í handbolta.
Liðið hélt til
Brasilíu í vikunni til að
undirbúa sig fyrir átök helgarinnar
en þá hefur liðið leik á HM. Er þetta
í fyrsta sinn sem íslenskt kvenna-
landslið í fl okkaíþrótt keppir í loka-
keppni heimsmeistaramóts. Monitor
hvetur lesendur til að fylgjast með
gangi mála og hvetja
stelpurnar okkar
áfram.
Í GOGGINN
Nýverið
opnaði veit-
ingastaðurinn
Sushisamba í
Þingholtsstræti
sem er athyglis-
verður að því leyti að
þar mætir japönsk matarmenning
suður-amerískri matargerð. Hér er
á ferðinni staður með spennandi
matseðil sem matgæðingar og
einkum sushi-áhugamenn ættu ekki
að láta framhjá sér fara.
FYRIR JÓLIN
Það er til
ógrynni af
skemmti-
legum
jólabíó-
myndum
sem
notalegt er
að horfa á í
faðmi fjölskyld-
unnar. Monitor mælir með því að
lesendur hói saman mannskapnum
og skelli mynd á borð við Christmas
Vacation, Home Alone eða Elf, svo
einhverjar séu nefndar, í tækið á
aðventunni. Kannski gæti popp
með malt og appelsín orðið hið
nýja popp og kók.
Monitor
mælir með
Halldór
Halldórsson
Ef það fer ekki
einhver að stíga
Pasodoble
í Dans Dans Dans, mun
alþjóðasamband dansara
dæma keppnina ógilda.
27. nóvember kl. 10:50
Vikan á …
Gunnleifur
Gunnleifsson
Á 3.ára gaur
sem syngur
come on feel
the noise með Slade STANS-
LAUST!
28. nóvember kl. 9.24
3 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Monitor
Feitast í blaðinu
Rappararnir Emm-
sjé Gauti, IMMO
og Opee troða upp
á Svínarí á
föstudaginn.
Logi Geirs var
tekinn af löggunni
þegar hann var
rúntandi um
tólf ára að aldri.
Stíllinn kíkti í
MR og Versló til
að taka púlsinn á
tísku unga
fólksins.
11
Af hverju fá börn
stórstjarnnanna í
Hollywood alltaf
svona skrýt-
in nöfn? 18
Orð í belg fjallar
um tækni og hvað
framtíðin gæti
borið í
skauti sér. 17
Fylgstu með jóladagatali Monitor á Facebook-síðunni okkar. Þar munum við
birta eitt af 24 uppáhaldsjólalögum Monitor á hverjum degi fram að jólum.
6
fyrst&fremst
8
MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is)
Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: George K. Young (george@mbl.is)
Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson (sigurgeir@mbl.is)
Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136
Efst í huga Monitor
Þú á forsíðu Monitor?
Mjög ofarlega í huga Monitor þessa vikuna er klárlega
skemmtilegi leikurinn sem er að
fara af stað á Fésbókarsíðunni
okkar. Nú getur þú séð hvernig
þú tekur þig út á forsíðu Monitor.
Láttu hugmyndafl ugið ráða og
fi nndu stellingu sem hefur ekki
sést áður. Gott er að hafa í huga
að hendur koma alltaf við sögu á
forsíðunum.
Og það er ekki nóg með að það sé gaman að vera á forsíðu
Monitor í leiknum heldur gefst níu
heppnum einstaklingum kostur
á að komast á forsíðu blaðsins í
alvörunni. Þessir níu einstaklingar
munu svo keppast um að fá sem
fl est „like“ á Facebook og mun sá
einstaklingur sem stendur uppi
með fl est „like“ vinna glæsileg
verðlaun. Hinir níu munu líka fá
skemmtileg verðlaun.
Nú, sjón er sögu ríkari og því hvetjum við ykkur til að
drífa ykkur inn á Facebookið
okkar, www.facebook.com/
monitorbladid og taka þátt í
leiknum.
Inn á Facebook, núna. Nei. Klára að lesa blaðið og svo
inn á Facebook.
Tækifærið er ykkar.
Og hana nú.
Rosalega er þetta skrítinn pistill. En það er bara
af því að upphafsstafi r
efnisgreinanna mynda
orðið Monitor. Magnað alveg
hreint.
jrj
Logi Geirsson
Var að fá lagið
í hendurnar,
þið gerið ykkur
ekki grein fyrir
því hversu glaður ég er með
útkomuna ;)
29. nóvember kl. 9:38
Jógvan Hansen
Takk til tykkum
öll sum komu
á Frostrósunar
í vikuskiftinum.
Hetta var ein fantastisk löta
fyri ökkum at framföra fyri so
nógvum og góðum gestum.
Eg vóni at vit kunni gera hett
28. nóvember kl. 13:57
„Við förum út á morgun. Á laugardaginn fara fram
undanúrslitin og svo eru úrslitin á sunnudag,”
segir Kjartan en hann hefur farið tvisvar áður
og í bæði skiptin unnið til verðlauna en það
verður að teljast gott því að um 200 manns taka
þátt í mótinu. „Í fyrra skiptið krækti ég í silfrið
en í seinna fékk ég brons.” Klifurfélagið sér um
að velja þá einstaklinga sem það telur að muni
standa sig best og er þá tekið mið af æfi ngum og
eins keppnum hérlendis en Íslandsmeistaramóta-
röðin inniheldur fjögur mót á ári.
Á Norðurlandamótinu er keppt í svokallaðri
grjótglímu sem á ensku heitir „bouldering“ en þá
er klifrað í lágum klettabeltum eða steinum sem
eru um tveir til þrír metrar á hæð. „Í undan-
úrslitum er allur hópurinn inni í einu en hver
aldurshópur inniheldur um 20 manns. Þá eru sex
mismunandi leiðir sem þarf að klifra og dómarar
telja hversu margar tilraunir keppendur þurfa til
að klára hverja leið fyrir sig. Af því að allir eru inni
þá getur maður lært af hinum keppendunum.”
Það er aftur á móti ekki hægt í úrslitunum því þá
er bara einn keppandi inni í einu. „Þá er maður í
algjörri einangrun og þarf að klifra fjórar leiðir án
þess að hafa séð neitt.”
Mikil gróska í klifrinu
„Til að verða góður í klifri er mikilvægt að vera
sterkur í efri partinum en mestu máli skiptir að
æfa sig mikið og klifra eins oft og maður getur.
Maður verður ekkert góður að klifra ef maður er
bara að lyfta lóðum.” Mikil gróska er í klifurmenn-
ingunni á Íslandi og eiga um 300 manns kort í
Klifurhúsinu en þar er hægt að æfa þegar hentar
og eins lengi og menn vilja. Í Bjarkarhúsinu í
Hafnarfi rði er líka aðstaða fyrir klifrara en þar er
æft á tilsettum tímum og undir handleiðslu þjálf-
ara. „Ég er persónulega ekki með neinn þjálfara
en ég eyði mjög miklum tíma í Klifurhúsinu og
það virðist skila sér ágætlega. Stemningin er líka
alltaf góð og fólk hjálpast að við að leysa ýmsar
leiðir. Áhuginn er orðinn það mikill að húsið er of
lítið fyrir allan fjöldann sem stundar þar klifur.”
Grjótglíma er stunduð í meira mæli hérlendis
en línuklifur því að í glímunni þarf enga línu,
belti eða félaga en Kjartani fi nnst þó línuklifrið
skemmtilegra. „Mér fi nnst bara skemmtilegra að
sigrast á 20 metra háum vegg heldur en á lágum
stein en svo eru margir ósammála mér í því.”
Sumrin eru í uppáhaldi hjá Kjartani því þá getur
hann klifrað utandyra. „Hnappavellir eru algjör
snilld. Þar eru þrír kílómetrar af klettabelti og því
ótal leiðir sem hægt er að klifra.”
jrj
Um helgina fer fram Norðurlandamót ungmenna í klifri en þangað fara
átta galvaskir einstaklingar sem keppa fyrir Íslands hönd. Kjartan Jónsson
keppir nú á mótinu í þriðja sinn og stefnir að sjálfsögðu á verðlaunasæti.
Kjartan klifurfús
M
yn
d/
Ó
m
ar
KJARTAN JÓNSSON
Fyrstu sex: 181293.
Í klifri síðan: 2006.
Uppáhaldsmatur: íslensk kjötsúpa.
Skemmtilegasta klifursvæðið: Hnappavellir.
Uppáhaldsklifrari: Chris Sharma.
Uppáhaldstónlistarmaður: Steely Dan.