Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Ljósmyndaði tálausan heimilisleysingja Opee Rétt nafn: Ólafur Páll Torfason. Fyrstu sex: 090284. Margir muna eftir þér sem nítján ár a gutta með Quarashi í laginu Mess It Up. Tekur þú það lag ennþá á tónleikum? Færð þú ennþá viðbrögð við þessu l agi? Einu skiptin sem ég hef tekið þetta á tónleikum síðan það var gefi ð út var núna í sumar með Q uarashi, átta árum seinna. Blaðamenn virðast allavega hafa gaman af því að spyrja mig út í þetta (hlær). Þetta va r skemmtilegt og gaman að vinna með strákunum og skemm tilegt hvað þetta virðist lifa lengi. Ef þetta lag gleður ennþá fólk þá er það bara kúl. Ert þú svona öfl ugur í því að rappa á ensku af því að þú ert búinn að horfa svona mikið á bíómy ndir á ensku? Ég held að það hafi frekar bara kom ið frá því að hlusta á mikið af ensku rappi. Mér fi nnst en ska góð að því leyti að þú getur talað um hlut í stærra sam hengi, maður getur ímyndað sér að maður sé að tala við fl eira fólk. Þannig hef ég líka náð að tengjast einhverjum nokkrum úti í heimi, það er gaman þegar maður getur talað v ið fólk í öðrum menn- ingarheimum. Mér skilst að núna sért þú að rappa ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hvað kem ur til? Ég man eftir því þegar ég heyrði af D avíð Stefánssyni fyrst á ferðalagi með mömmu og pabba. Ég á ennþá minningu frá ákveðnu augnabliki á björtum degi. Svo tók ég einu sinni upp eitt lag með texta frá honum fy rir svolitlu síðan en það var ekki gefi ð út eða neitt slíkt. Fyri r stuttu ákváðum við Fonetik Simbol að gera EP-plötu sam an og það þróaðist út í að ég fór að grúska aftur í ljóðunum hans Davíðs og síðan þá er ég kominn með einhver tólf lög. É g gef einmitt út eitt af þeim bráðlega og ætla örugglega að spila eitthvað af þessu á Faktorý á föstudaginn. Samhliða rappi ert þú líka að vinna í ljósmyndun sem má sjá á heimasíðunni þinni. Hvernig b yrjaði það? Já, mér fi nnst gaman að vinna með hljóðlaust listform líka. Þetta byrjaði þegar ég var í New Yor k, þá gekk ég um göturn- ar og tók myndir af fólki og húsum. Mér þykir einstaklega vænt um tvær myndir sem ég tók a f heimilislausum mönn- um. Annar þeirra stoppaði mig út á götu og bað mig í raun um að taka mynd af sér og reyna að birta hana einhvers staðar. Draumurinn er að geta stæk kað myndina svo mikið að hún verði ein á einhverjum sér v egg. Hinn hafði spilað á píanó með Kool & the Gang. Ég gúgg laði hann og New York Times hafði alveg skrifað um þenna n gaur og svona. Þegar ég tók myndina af honum sagði han n að þetta væri í fyrsta sinn sem einhver tæki mynd af hon um í fi mmtán ár. Nú er hann víst kominn á þokkalega bein a braut á ný og spilar á píanó í kirkjum þótt það vanti á han n tær. Hljómsveitin alltaf í forgangi IMMO Rétt nafn: Ívar Schram. Fyrstu sex: 090585. Ást við fyrstu sýn Emmsjé Gauti Rétt nafn: Gauti Þeyr Másson. Fyrstu sex: 171189. Hvað var það sem leiddi þig út í rappið? Ætli þetta hafi ekki bara verið ást við fyrstu sýn? Í fyrsta sinn sem ég fór að heyra rapp af einhverju ráði vissi ég að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera og taka þátt í. Pabbi minn átti stúdíó þegar ég var yngri og ég hékk oft þar. Það voru nokkrir rapparar sem tóku upp í stúdíóinu og mér fannst þeir alltaf svo sjúklega svalir. Þú hefur gefi ð út helling af tónlistarmyndböndum að undanförnu. Styttist í að þú farir að framleiða og leika í bíómyndum? Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef það eru ein-hverjir leikstjórar sem eru að lesa þetta viðtal þá vil ég fá hlutverk á stóra tjaldinu. Annars fi nnst mér í fyrsta lagi bara svo rosalega gaman að leika í tónlistarmyndböndum og það vekur líka meiri athygli á tónlistinni að hafa eitthvað fyrir augað með. Á plötunni þinni eru lög þar sem þú ert með töluvert grimmar yfi rlýsingar en sömuleiðis væmnari lög eins og Okkar leið. Er mikilvægt að geta sýnt á sér ýmsar hliðar í rappinu? Ég held að það að vera „artisti“ snúist um að geta tjáð sig í hvaða ástandi sem þú ert í. Rapparar gráta alveg líka. Sagan í Okkar leið fjallar til dæmis bara um eitthvað sem ég gekk í gegnum og er sönn saga. Eitt laganna þinna heitir Fyrirmynd. Upplifi r þú þig sem fyrirmynd yngri krakka? Ég hugsa að það séu allir einhvers konar fyrirmyndir þótt menn séu kannski misgóðar fyrirmyndir. Hvað sérð þú fram á að þú verðir lengi í rapptónlist?Það er erfi tt að segja. Ég veit svo sem ekki hvort ég verði alltaf í rapptónlist en ég vona að ég verði að stússast eitthvað í tónlist alveg fram á síðasta dag sem ég lifi . Ég hef aðeins verið að færa mig meira út í söng, mér fi nnst gaman að blanda honum saman við rappið. Ég mun halda áfram að gera það á næstu plötu sem ég ætla að reyna að gefa út á næsta ári. Svo er ég líka að gefa út „mixteip“ sem heitir Í freyðibaði með Emmsjé Gauta en ég ætla einmitt að fl ytja eitthvað af því efni á Svínaríinu á föstudaginn. Hvað leiddi þig út í rapptónlist? Þetta var sú bylgja sem var í gangi þegar ég var táningur, ég fékk Jurassic 5 í jólagjöf frá systur minni og þá varð maður áhugamað- ur um hipphopp. Ég gerði mér hins vegar aldrei grein fyrir því að maður gæti gert eitthvað í rappi sjálfur þangað til að ég heyrði einmitt Opee rappa, gaman að segja frá því. Hingað til hefur þú rappað með hljómsveitinni Original Melody. Það að þú sért byrjaður með sólóferil, þýðir það að hljómsveitin sé hætt? Nei, hljómsveitin er alltaf í forgangi hjá mér en eins og staðan er í dag þá búa tveir hljómsveitarmeðlimir erlendis. Með því að vinna sólóverkefni er ég í raun að gera mig að betri hljómsveitarmeð- lim. Þetta er efl aust eins og með knattspyrnumenn, þeir æfa sig með sínu liði og æfa sig líka einir með sjálfum sér, liði sínu í hag. Lagið þitt, Barcelona, vakti mikla athygli á dögunum. Hefur þitt daglega líf breyst eitthvað eftir að lagið kom út? Það er auðvelt að svara bara „nei, það er allt eins“ upp á að hljóma ekki sjálfumglaður en auðvitað var þetta í öllum fjölmiðlum og lagið vakti athygli svo það hafði óneitanlega áhrif á það sem ég er að gera þótt ég yrði ekki upptekinn af því. Þetta er líka fyrsta lagið mitt sem nær svona aðeins lengra, hingað til hafa lögin svona aðallega fengið viðbrögð frá jafnöldrum eða fólki innan rappsenunnar. Lagið Barcelona virtist hins vegar höfða til breiðari hóps, ég var á árshátíð í vinnunni minni og þar voru meira að segja eldri konur sem komu allt í einu upp að mér til að segja hvað þeim þætti lagið fl ott og að laglínan væri alveg stórkostleg sem er skemmtilegt (hlær). Ert þú svona öfl ugur í því að rappa á ensku af því að þú ert búinn að horfa svona mikið á bíómyndir á ensku? Ég hef aldrei búið í enskumælandi landi en auðvitað hefur maður hlustað á endalaust af rappi á enskri tungu og horft á mikið af bíómyndum. Æfi ngin skapar meistarann. Hver eru helstu umfjöllunaratriði textanna þinna? Allir hafa sína sögu að segja og á sólóplötunni minni er ég að segja mína sögu. Eins og fólk hefur kynnst, til dæmis í gegnum lagið Barcelona, þá tala ég um persónulega hluti í textunum sem ég tala kannski annars ekkert um við hvern sem er. Hins vegar er Peter Pan, lagið sem ég er að gefa út núna með þeim Unnsteini Manuel, Fonetik Simbol og Opee, ekkert persónulegt heldur er það bara á léttu nótunum, það fjallar um það að vera ávallt ungur. Þetta eru samt pælingar sem hafa legið á manni því ég er á þeim aldri að ég er á milli þess að vera fullorðinn og unglingur, ég er á þessari brú milli þess. elg

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.