Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Monitor Tyra Banks vs. Kim Kardashian Þessar sjóðheitu dömur tóku sig vel út í ferskjulituðum Rachel Roy-kjól. Þær voru báðar í baige-lituðum skóm við kjólinn sem kemur mjög vel út og geisla þær báðar af fegurð. Jafntefl i! Audrina Patridge vs. Kristin Chenoweth Stjörnurnar tvær klæddust þessum eitur- svala Rachel Gilbert-míníkjól á dögunum. Það er hins vegar raunveruleikaþáttaskvísan sem ber sigur úr býtum fyrir fl ott litaval á kjólnum. Nicole Richie vs. Ellen Pompeo Gray’s Anatomy-stjarnan er sæt í þessum geggjaða Winter Kate-kjól. Hún nær hins vegar ekki að toppa tískudívuna sem er meiriháttar fl ott í kjólnum, með dökkt slegið hár við og í fl ottum platform-hælum. Kourtney Kardashian vs. Amber Lancaster Sykursætu skvísurnar klæddust þessum Ted Baker-kjól á dögunum í Hollywood. Ljósa liðaða hárið og sæta rauða taskan poppa upp lúkkið hjá leikkonunni sem gefur henni vinningssætið. Stjörnustríð Að þessu sinni fór Stíllinn og fann myndir af þrusugellunum Sienna Miller og Kate Bosworth. Dressaðu þig upp eins og skvís- urnar, annars vegar hversdags og hins vegar í fínna kvölddress. Steldu stílnum HVERSDAGSDRESS Peysa: Gallerí 17, 12.990 kr. Til að vera nú ekki alveg nákvæmlega eins og stjarnan fann Stíllinn gula peysu, enda kúl litur fyrir þá sem púlla hann! Buxur: Top Shop, 12.990 kr. Flottar plein gallabuxur við hlýja peysu, klikkar ekki. Skór: GS Skór, 14.990 kr. Flottir reimaðir hversdagsskór sem passa við nánast allt. Taska: Gallerí 17, 7.990 kr. Taskan brýtur þetta skemmtilega upp og gerir mikið fyrir heildarlúkkið. Varalitur: MAC Please Me, 3.990 kr. Flottur hversdags og látlaus varalitur. KVÖLDDRESS Jakki: Top Shop, 19.990 kr. Plein jakki við fl ott dress klikkar ekki. Bolur: Spúútnik, 3.900 kr. Blúndubolirnir eru heitir núna í haust og koma þeir vel út við háar stuttbuxur eða pils. Stuttbuxur: Gallerí 17, 5.990 kr. Háar stuttbuxur eru málið, bæði sem hversdagsfl ík og fínni fl ík. Skór: GS Skór, 25.990 kr. Flott háhæla leðurstígvél eru möst fyrir hvern kvennmann. Passa við allt og fullkomna fínna lúkkið. Taska: Gallerí 17, 27.990 kr. Geggjuð taska sem setur punktinn yfi r i-ið í kvölddressinu. Varalitur: MAC Lady Danger, 3.990 kr. Meiriháttar fl ottur eldrauður varalitur.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.