Monitor - 01.12.2011, Page 13

Monitor - 01.12.2011, Page 13
13 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Monitor Allir landsmenn þekkja Loga Geirs fyrir hans þrumuskot sem einn af „Strákunum okkar“. Hann sagði skilið við handboltann í sumar eftir farsælan feril þar sem hann varð meðal annars tvöfaldur Evrópumeistari með Lemgo og nú síðast Íslandsmeistari með FH. Hafnfi rðingurinn knái er þó hvergi af baki dottinn enda uppfullur af hug- myndum og segist hann sjálfur vera algjörlega ofvirkur. Logi segist einnig vera fyrirtæki út af fyrir sig sem býður upp á einkaþjálfun, fyrirlestra og handboltaskóla svo eitthvað sé nefnt en nýjasti starfstitill hans er sennilega „upprennandi poppstjarna“ því í gær kom út lagið Komdu með, sem fl utt er af okkar manni. „Ég er ekki alveg klár á því hvert þetta stefnir en ég held að þetta verði algjör partíslagari, að öllu gríni slepptu,“ segir Logi jákvæður og brattur að vanda. Þú upplifðir margt á handboltaferli sem þó tók fl jótar endi heldur en dæmigerður íþróttamannsferill. Er eitthvað skemmtilegra en að spila á stórmóti með íslenska landsliðinu, þegar það er góður andi í hópnum, vel gengur og öll þjóðin er á bak við mann? Nei, það er alveg einstök tilfi nning. Maður veit ekkert hvað þjóðarstolt er fyrr en maður fær að fara í miðpunkt- inn á því. Ef þú lætur einhvern lýsa fyrir þér hvernig það er að verða pabbi, þá er aldrei hægt að lýsa því nákvæm- lega og það er eins með landsleikina. Það er allt annað sport að spila landsleik heldur en að spila bara handbolta. Ég sakna þess mjög mikið enda snerist allt mitt líf frá fi mmtán ára aldri til 28 ára um að ég ætlaði að skara fram úr og vinna til verðlauna, sem ég gerði, og allt annað var hliðarverkefni. Hvernig krakki varst þú? Ég var frekar ofvirkur krakki og dálítið stríðinn og uppá- tækjasamur. Það endurspeglast kannski svolítið í syni mínum, þótt hann sé bara sautján mánaða. Mamma gekk með mig í beisli alveg til þriggja ára aldurs. Hún sagði mér einmitt fyrir ekki svo löngu að krakkar hafi oft spurt: „Af hverju ertu alltaf með strákinn þinn í bandi?“ (hlær). Heimildir Monitor herma að þú hafi r stolið bíl pabba þíns tólf ára að aldri og farið að rúnta um Hafnarfjörð- inn. Satt eða logið? Þetta er alveg rétt. Ég hafði fengið að keyra nokkrum sinnum í sveitinni og hef alltaf haft áhuga á alls kyns mótorum, fékk skellinöðru ungur og svona. Þarna brást maður kannski aðeins traustinu, pabbi var í útlöndum, mamma í vinnunni og bíllinn heima. Maður kom heim úr skólanum, pabbi var náttúrlega búinn að kenna mér að keyra í sveitinni, svo ég fór bara á rúntinn. Ég var síðan reyndar tekinn, löggan stoppaði mig, svo mamma þurfti að sækja mig upp á stöð. Ég gerði þetta aldrei aftur, ég lærði þarna ágætis lexíu svo ég mæli náttúrlega ekki með því að nokkur geri svona vitleysu. Hugsunin var ekki orðin alveg nógu rökrétt á þessum tíma. Varst þú alltaf bestur í árgangnum þínum í handbolta? Nei, ég var alltaf voða lélegur upp yngri fl okkana. Ég var alltaf í B-liði, spilaði lítið og var ekkert áberandi. Það var ekki fyrr en ég einsetti mér að komast langt, fór að kynna mér hvað þeir sem voru að ná árangri í íþróttinni voru að gera, að ég fór að taka framförum. Ég var rosalega seinn í líkamlegum þroska, ég er í kringum nítján ára þegar ég fæ hár á typpið. Út af þessu var ég alltaf rosalega spéhrædd- ur og fór ekki í sturtu með hinum. Sem betur fer er ég búinn að sigrast á þessu í dag, ég er góður, engar áhyggjur, þetta er komið (hlær). Maður glímdi við ýmislegt þarna sem mótaði mann að þeim sem maður er í dag. Þú segist hafa ákveðið þegar þú varst 18 ára að verða atvinnumaður í handbolta. Beittir þú „The Secret“-að- ferðunum til að ná markmiðinu? Já, meðal annars. Allt sem við gerum eða mun gerast ræðst af hugsunum okkar. Allt sem við hugsum gerist, því heimurinn og allt sem er í honum er samansett af raf- eindum og orku sem við stýrum sjálf og ákveðum. Fæstir gera sér grein fyrir því. Jákvætt hugarfar er 90% sterkara en neikvætt. Ég sá eitthvað fyrir mér, setti mér markmiðið og langaði það ógeðslega mikið. Þetta er þrennt sem þeir sem ná árangri eiga allir sameiginlegt. Margir halda að það að ná árangri sé bara eitthvað „walk in the park“ en þetta er löng þrautaganga. Ég þurfti oft að taka eitt skref aftur á bak til að komast tvö áfram. Ég hélt fyrirlestur með Magnúsi Scheving á Akranesi um daginn og þá sagði hann að maður þyrfti 10.000 klukkutíma til að verða frábær í einhverju, það er líklega ekki fjarri lagi hjá honum. Það er algengur misskilningur sem krökkum er kenndur að það sé æfi ngin sem skapi meistarann. Það er aukaæfi ngin sem skapar meistarann. Þú ert með þrjátíu krakka á fótbolta- æfi ngu og það er nánast ómögulegt að skara fram úr, en þeir sem fara að leika sér aukalega með bolta eftir skóla eða æfa, þeir verða betri en hinir og ná árangri. Hvert var markmiðið þitt nákvæmlega? Ég einsetti mér að ég ætlaði í besta lið í heimi, TBV- Lemgo og ég ætlaði að gera það innan fi mm ára. Svo náði ég því, fjórum árum seinna sat ég í bílnum hjá Daniel Stephan sem var valinn besti handboltamaður í heimi árið 1998. Ég fór úr því að spila fyrir meistarafl okk FH fyrir framan 300 manns yfi r í það að spila fyrsta leikinn með Lemgo fyrir framan 32.000 manns, sem er heimsmetsleik- ur. Sagan mín er í raun öskubuskuævintýri. Hvernig hófst þetta ævintýri? Ég fór út sem ungur gutti, vissi ekkert hvar ég var að fara að búa eða neitt, mér var alveg sama. Ég sagði við þá: „Reddið mér íbúð og reddið mér bíl, ég mæti og ætla bara að spila handbolta.“ Svo ætlaði ég að vinna til verðlauna og komast í hóp þeirra bestu. Ég fór bara út með bakpoka, ég er ekki að grínast, engin föt eða neitt og ég átti 80 þúsund krónur sem ég skipti yfi r í evrur. Það var allt sem ég átti þegar ég fór út. Svo byrjaði ég á aumum samningi með 300-400 þúsund á mánuði og undir lokin var ég kominn með einhverjar milljónir á mánuði. Í millitíðinni keypti ég mér sextán íbúðir í Þýskalandi og á ennþá sex, svo ef einhver er að fara út skal sá ekki hika við að senda mér tölvupóst (hlær). Það er nú sem betur fer allt að klárast. Álitu menn þig ekkert klikkaðan þegar þú settir þér svona háleit markmið? Jú, ég held að fólki hafi fundist ég pínu skrýtinn að vera sextán ára og segjast ætla að komast í besta lið í heimi en vera samt bara í B-liði 3. fl okks. Ég missti þetta kannski út úr mér við vini mína og fólk hló að þessu. Það er gífurlegur fórnarkostnaður fólginn í því að ætla að verða góður í einhverju. Þegar vinir mínir fóru að fara í partí sautján, átján ára gamlir og kannski að fi kta við áfengi þá sá ég mér alltaf leik á borði og hugsaði: „Þegar þeir fara að drekka, þá ætla ég að fara að æfa mig.“ Ég fór alltaf út að hlaupa á kvöldin, lyfti og gerði alls konar æfi ngar. Ég hugsaði: „Ef ég geri þetta, þá mun ég komast alla þessa leið.“ Þessu fylgdi ég eftir og þess vegna komst ég þessa leið. Mér skilst að þú hafi r á tímabili búið í lyftingaskúrnum í Kaplakrika sem nú er búið að rífa. Sérð þú mikið eftir honum? Ég sé gífurlega mikið eftir honum, þarna tókum við rosalegar lyftingar. Það eru fl eiri íþróttamenn sem hafa farið í gegnum þennan skúr og komist í atvinnumennsk- una eins og Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson og Emil Hallfreðsson fótboltamaður. Við ólumst upp í þessum skúr, kölluðum hann alltaf „The Chamber“. Lóðin þarna voru rosalega hrá þannig manni leið alltaf eins og maður væri Rocky, maður var allur í siggi á höndunum og með tónlist á fullu blasti. Það voru engin gúmmí í salnum, þetta var bara járn. Þetta var sko „að rífa í járnin“. Þarna þyngdi ég mig örugglega um tuttugu kíló á svona einu og hálfu ári. Þið íslensku Ólympíufararnir hittuð bandaríska körfu- boltalandsliðið á sínum tíma en þú átt meira að segja mynd af þér með LeBron James. Hver voru kynni þín af NBA-stjörnunum? Þetta var mjög fyndið. Ég var svona feiti gaurinn þarna, skjannahvítur í tölvunni niðri í móttökunni á hótelinu okkar og svo heyri ég allt í einu einhver geðveik læti og þá mæta þeir allir inn þar sem ég sit á sekknum. Þarna koma LeBron James og Jason Kidd og fl eiri og spyrja: „Hey, where is Ragga?“ og ég hugsaði strax: „Hvaða djók er þetta?“ LeBron James var að spyrja mig hvar Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona væri. Hún hafði víst hitt þá og sagt þeim að þeir yrðu að koma og hitta sætu stelpurnar frá Íslandi svo þeir komu þá sérstaklega til að hitta á þær, með 100 Kínverja í eftirdragi sem voru allir að reyna að fá eiginhandaráritanir. Ég er ekki mikið fyrir að missa mig yfi r einhverju svona, þótt einhverjar stórstjörnur eins og Nadal og Nowitzki væru þarna á svæðinu, og er ekki beint týpan í að biðja um að fá að taka mynd af svona liði en í þetta sinn skottaðist ég í bol og lét taka mynd, þeir voru náttúrlega aðalstjörnurnar þarna á ÓL. Heimildir Monitor herma að þú hafi r reynslu af því að vera hent út af hóteli. Hvað gerðir þú af þér? Það var þegar við Aron Pálmars fórum saman út til Mallorca árið 2008. Ég sagði Aroni að taka bara með sér bakpoka, að vera ekkert að pakka í stóra tösku, og svo myndum við bara redda hótelherbergi þegar við værum mættir út en svo var ekkert laust á hótelunum, þetta var á algjörum háannatíma. Fyrstu nóttina enduðum við á að gista á ströndinni og ég vaknaði daginn eftir með svona 600 moskítóbit. Næstu nótt vorum við að verða geðveikir á því að það væri ekkert laust og enduðum á að sofa í móttökunni á einu hótelinu, við földum okkur í einu horni. Þá hringir starfsmaðurinn í móttökunni bara á lögguna sem mætir, vekur okkur og rekur út af hótelinu. Aron endaði meira að segja á að labba beint á glerhurð á leiðinni út, það er góð minning. Þetta var rosalegt högg (hlær). Þú komst heim eftir atvinnumannaferilinn, varðst Ísandsmeistari með FH en lagðir svo skóna á hilluna vegna meiðsla. Hvernig er að hugsa til þess að héðan í frá munir þú bara upplifa handbolta af hliðarlínunni? Þetta var hluti af planinu, ég sagðist alltaf ætla að koma heim eftir atvinnumennskuna og verða Íslandsmeistari með FH og stóð við það. Annars glími ég við eitt sem ég hef aldrei skilið en ég missi algjörlega áhugann á hand- bolta. Ég fer ekki einu sinni á leiki. Ég fylgist ekkert með handboltanum úti í heimi lengur, ég veit ekkert hverjir eru bestir, hvað er að gerast. Ég er tengdur FH og tek þátt í félaginu, ég er viðburðastjóri hjá þeim, en leikurinn sjálfur er algjörlega farinn hjá mér. Mín leið í lífi nu heldur bara áfram á nýjar brautir. Hvernig var að koma úr atvinnumannaferli og fara að vinna sem viðskiptakarl frá níu til fi mm? Það var rosalega erfi tt. Ég hafði náttúrlega verið í eigin rekstri, ég setti Silver á laggirnar með Bjögga, en seldi mig út úr því. Þetta er hluti af þessu með áhugann hjá mér, ef ég missi áhugann á einhverju þá týnist þetta hjá mér. Ég fór samt í viðskiptafræði í Bifröst til að læra að setja upp fyrirtæki. Við seldum yfi r 30.000 dollur af geli en ég seldi mig út úr þessu á núlli, svona í alvöru. Allur ágóði af þessu rann til góðgerðamála. Silver er engu að síður í fullum gangi og gengur bara mjög vel. Upphafl ega var það að búa til hárgel náttúrlega grín. Eftir atvinnumennskuna byrjaði ég hjá Einari Bárðarsyni á Kananum. Það var gífurlega lærdómsríkur tími upp á að læra á markaðinn. Þar lærði ég að það eru atvinnumenn úti um allt, það eru til atvinnumenn í markaðssetningu og viðskiptum. Svo var ég keyptur yfi r frá Kananum til Cintamani og Asics þar sem ég er „brand manager“ yfi r Asics. Núna er síðan viðskiptahugmynd með þremur félögum mínum farin á fullt og við stefnum að því að opna fyrirtæki á næsta ári sem verður algjör sprengja. Þú ert trúlega einn af fáum íslenskum íþróttamönnum sem á sér eigið lógó. Hver er sagan á bak við þetta merki? Þetta byrjaði með heimasíð- unni minni sem ég var með úti, logigeirsson.de, þar var ég með gríðarlega lesningu. Það fór aldrei undir 500 manns á dag og ég var þarna í sex ár. Mér fannst síðan bara kúl að vera með eigið vörumerki. Ég sem persóna er náttúrlega í rauninni lítið fyrirtæki. Ég er að halda fyrirlestra, hef verið að taka lagið hér og þar sem er núna kannski að fara af stað af meiri krafti, svo er ég með einkaþjálfun, handboltaskóla og er að bjóða upp á alls konar. Fyrir vikið kom ég mér upp þessu lógói, eitthvað sem fólk tengir við mig. Þetta er bókstafurinn „L“, táknið „&“ og bókstafurinn „I“, L-og-i. Fyrir rúmu ári síðan gafst þú líka út bók um atvinnu- mannaferil þinn, 10.10.10, sem átti að fjalla um dökku hliðar atvinnumennskunnar. Fékkst þú mikið að kynnast þeim? Mig langaði að segja fólki frá því hverju maður gæti lent í ef maður fer út í þennan Ég var rosalega seinn í líkamlegum þroska, ég er í kringum nítján ára þegar ég fæ hár á typpið. HRAÐASPURNINGAR Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn. Uppáhaldsstaður í heiminum: Mónakó. Æskufyrirmynd: Faðir minn og eldri bróðir minn, Brynjar. Uppáhaldstónlistarmaður: Xavier Naidoo frá Þýskalandi. Helsti kostur: Ég er með sterkt og gott hugarfar. Helsti ókostur: Ég á stundum erfi tt með að einbeita mér að einhverju einu, er alltaf með svo mikið í gangi í einu. Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Í FAÐMI RISA Logi Geirs ásamt vinum sínum á ÓL 2008, þeim LeBron James, Jason Kidd og badminton drottningunni Rögnu Ingólfs. Logi segist hafa „setið á sekknum“ í hótelmóttökunni þegar NBA-stjörnurnar ruddust inn með hundrað Kínverja í eftirdragi.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.